Sveitarstjórnarmál - 01.06.1945, Síða 48
44
S YE ITAHST.J ÓRNAHM AL
34. gl'.
Þegar einhver hluti launa er greiddur í fríðu, svo sem jarðarafnotum, hús-
næði, ljósi, hita, fæði og öðru, skulu þessi hlunnindi metin árlega af yfirskatta-
nefnd í því umdæmi, sem launþegi er búsettur í, og matsverðið dregið frá heildar-
launum.
Ákvörðun yfirskattanefndar má skjóta til ríkisskattanefndar, sem fellir fulln-
aðarúrskurð í málinu. Húsnæði ráðherra og risnufé, sem ákveðið er i fjárlögum, telst
ekki til embættislauna. Með reglugerð skal ákveða, hverjir rikisstarfsmanna skuli fá
ókeypis einkennisfatnað.
35. gr.
Við sanming reglugerða samkv. lögum þessum svo og við endurskoðun þeirra
skal jafnan gefa Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja kost á að fylgjast með og
fjalla fyrir hönd félaga sinna um ágreiningsatriði þau, sem upp kunna að koma.
36. gr.
Við skipun í starfsflokka og flutning milli launaflokka skulu kouur að öðru
jöfnu hafa sama rétt og karlar.
37. gr.
Um leið og lög þessi taka gildi, skulu niður l'alla hvers konar greiðslur fyrir
aukastörf, sem rétt er að telja til aðalstarfsins, svo og greiðsla skrifstofufjár ern-
bættismanna, sem ætlað hefur verið til launa starfsfólks, er lög þessi taka til.
Ríkisstjórnin, Bandalag starfsmanna ríkis og hæja og hæstiréttur tilnefna einn
mann hvert í nefnd, sem skal úrskurða um, hver aukastörf rétt sé að telja til aðal-
starfs og hver beri að launa sérstaklega.
Lögmælt innheimtulaun af verðtolli, stimpilgjaldi, skipagjölduin og lífeyrissjóðs-
gjöldum skulu hér eftir renna í rikissjóð.
Endurgreiða skal starfsmanni úllagðan kostnað vegna starfs hans eftir reikn-
ingi, er ráðherra samþykkir.
Bæjarfógetar, sýslumenn og tollstjórinn í Reykjavík fá gjald af innheimtum
ríkissjóðstekjum sem hér segir:
1. Af 100 jiús. kr. eða minna greiðist .......................................... 1 %
2. -— 100—500 þús. kr. greiðist ................................................ % %
3. —- 500—1000 þús. kr. greiðist ............................................... % %
4. — 1—5 millj. kr. greiðist .................................................. 1 %0
5. — 5—10 millj. kr. greiðist ................................................ Vs %n
6. — 10 millj. kr. og þar yfir greiðist ....................................... % %o
Héraðslæknar og preslar laka greiðslur fyrir embætlisverk samkvæmt gjald-
skrám, er hlutaðeigandi ráðherrar setja. Um leið og gjaldskrá er sett fyrir héraðs-
lækna, skal semja við Læknafélag íslands um afslátt, þegar sjúkrasainlag annast
greiðslu. Gjaldskrár þessar skal endurskoða, þegar ástæða þykir til, í fvrsta sinn
þegar eftir gildistöku laga þessara.
38. gr.
Með lögum þessum er úr gildi nuininn II. kafli laga nr. 71 28. nóv. 1919, um
laun embættismanna, launaákvæði laga nr. 75 28. nóv. 1919, um skipun barna-
kennara og laun þeirra, svo og öll önnur lagaákvæði, er fara í bága við lög þessi.