Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Side 6
4
SVEITARSTJÓRNARMÁL
hún að „hafa vakandi auga á öllum hallæris-
hættum og veita landsstjórninni lið til allra
framkvæmda, sem miða að því að afstýra
hallæri.“
4. Hver sýsla og kaupstaður skyldi gera
hallærissamþykkt og í þeirri samþykkt skyldi
ákveða, hvernig verja mætti séreign sýslu
og kaupstaðar í sjóðnum, því að það fé, sem
byggðarlögin greiddu, átti að renna í sér-
eignarsjóð þeirra, en ríkisframlagið að vera
sameign allra landsmanna og vera eins konar
varasjóður, sem grípa mátti til, þegar sér-
eignarsjóðina þryti.
5. Fé sjóðsins skyldi geyma í Landsbank-
anunr í tveim aðgreindum deildum. Ýmiss
fleiri ákvæði voru í frv. urn rekstur sjóðsins og
starfssvið en óþarft að telja þau hér.
Frumvarpið kom til 1. umræðu í Efri-deild
30. júlí 1913 eins og fyrr segir. Framsögu-
maður var fyrsti flutningsmaður þess, Guð-
jón Guðlaugsson frá Ljúfustöðum, þingm.
Strandasýslu.
Af framsöguræðu Guðjón Guðlaugssonar
verður ekki séð, að neitt sérstakt tilefni hafi
legið til þess, að frumvarpið var flutt. Hann
telur, að það sé nauðsynlegt að þjóðin revni
að tryggja sig senr bezt gegn öllum aðsteðj-
andi hættum, og þá einnig gegn hallærum,
senr orsakist aðallega af hafís, eldgosum, jarð-
skjálftum og öðrum náttúruhanrförum, sem
mönnum séu ekki viðráðanlegar. Er ræða
framsögumanns stutt og í rauninni ekki þess
leg, að hann sé hinn sanni upphafsmaður
málsins.
Málinu er vel tekið við fyrstu umræðu af
deildinni, en þó leggst 1. konungskjörinn
þingmaður, Júlíus Havsteen, fyrrv. amtrnað-
ur, þá þegar gegn því og telur það með öllu
óþarft og að litlu gagni muni koma að safna
í sjóði til að mæta hallærum.
Málið fór svo til sérstakrar nefndar. í
nefndina voru kjömir: Guðjón Guðlaugsson,
Guðmundur Björnsson landlæknir, 6. kon-
ungskjörinn þingmaður, séra Björn Þorláks-
son í Dvergasteini, konungkjörinn þingm.,
Jón Jónatansson, þingm. Árnessýslu og Þórar-
inn Jónsson á Hjaltabakka, þingrn. Húnvetn-
inga. Nefndin skilaði áliti 4. ágúst 1913 og
er það hið itarlegasta. Segir þar rneðal annars
(bls. 614):
„Það er einróma álit nefndarinnar, að þetta
sé eitt hið þarfasta mál, sem upp hefur verið
borið á þessu þingi. Fyrir því höfum vér at-
hugað það svo vandlega, sem vér bezt gátum,
enda lengi áður um það hugsað, og ráðum vér
eindregið til þess, að þingdeildin aðhyllist
frumvarpið. Að vísu berunr vér upp allmargar
breytingatillögur, en þær raska ekki að
neinu leyti meginefni frumvarpsins, og miða
eingöngu að því að gera málið sem aðgengi-
legast fyrir þing og þjóð.“
Ennfremur segir í áliti nefndarinnar (bls.
617—618):
„En vér viljum nú víkja að því, hver ráð
muni vænlegust til þess að trygg/a atvinnu-
vegi þjóðarinnar gegn þessum hættum, sem
/afnan hljóta yfii þeim að vofa.
Það hefur lengi verið talinn einn \rersti
þjóðarlösturinn hér á landi, að menn séu
óforsjálir og fyrirhygg/ulausir; því verður
ekki neitað. Bændum liefur jafnan hætt við
að setja of djarft á heyforða sinn, treysta á
útibeitina; fyrir þá sök hefur oft orðið mikill
fjárfellir, ef jarðbann hefur haldizt á vetr-
um mun lengur en venja er til.
Að vísu er búskaparlagið nú víðast orðið
miklu betra en áður; en þó er ófyrirsjálnin
enn á m/og háu stigi. Er auðvelt að færa
sönnur á það, að mjög víða gefa ýmsir bænd-
ur upp öll hey sín í hverjum meðalvetri; og
enn í dag eru þess dæmi, og Jiau mörg, að
horfellir verður, og sums staðar eigi alllítill,
ef nokkuð ber út af, má þar vitna í ritgerðir
Torfa Bjamasonar í Ólafsdal, sem nýlega hafa
birzt í Búnaðarritinu. Komi nú mjög strang-