Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Qupperneq 10

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Qupperneq 10
8 SVEITARST J ÓRNARMÁL á frumvarpinu, þá að hallærisgjald skuli á\'allt greiða úr sveitarsjóði og skuli það vera 25 aur- ar fyrir hvern mann í sveitinni, og skuli til- lagið úr landssjóði líka vera 25 aurar fyrir hvern mann. Árstekjur sjóðsins verða talsvert minni en áður var ætlað, en þó rúmar 40,000 kr. samtals. í frumvarpinu var upprunalega ætlazt til rniklu meiri tekna, 44,000 kr. frá héruðunum og 22,000 úr landssjóði. Vér álítum, að frumvarpið hljóti nú að falla öllum þeim vel í geð, sem áður voru því andvígir, vegna nefskattsins og gjaldhæðar- innar. Hins vegar er ekki raskað megintilgangi frumvarpsins. Fyrir því leggjum vér til, að frumvarpið verði nú samþykkt óbreytt." Umræður urðu svo að kalla engar og var málið afgreitt frá Efri-deild með 12 sam- hljóða atkvæðum 11. september 1913 og var þar með orðið að lögum. Tveim mánuðum síðar höfðu lögin hlotið konungsstaðfest- ingu og hinn 11. febrúar 1914 komu lögin til framkvæmda og var þá Bjargráðasjóður ís- lands orðinn að veruleika. III. Þegar litið er til þeirra tíma, sem þetta gerðist á, er það furðulegur stórhugur, sem einkennir þá rnenn, sem stóðu að stofnun Bjargráðasjóðsins. Þótt oss, sem nú lifum, og allt teljum orðið í þúsundum og milljónum, þyki e. t. v. gjaldið lágt, sem þingmenn Is- lendinga voru þá að deila um, hvort leggja skyldi á þjóðina, er það öðru nær en svo sé, þegar litið er á allar aðstæður. Almennt kaupgjakl verkamanna í Reykja- vík var þá 30 aurar um tírnann. Svarar því gjaldið, sem flutningsmenn ætluðu að leggja á fullvinnandi karlmann, til rúmlega þriggja klukkustunda vinnu. Nú er Dagsbrúnarkaup hér í Reykjavík 10 kr. um klukkustund og svarar það þá til þess, að hver karlmaður hefði átt að greiða til sjóðsins 30 kr. á ári og rnundi það ekki talin nein smáræðis fúlga nú sem nefskattur. í umræðunum 1913 kemur það fram hjá Bjarna frá Vogi, sem er eindreginn stuðn- ingsmaður málsins, að kjötverð í Reykjavík sé þá 50 aurar pundið (þ. e. 1 króna kílóið). \Aar þá bændum og öðrum sveitamönnum ætlað að greiða í sjóðinn andvirði tveggja kjötpunda árlega. Nú er útsöluverð kjöts í Reykjavík kr. 12.50 pundið eða 25 kr. kílóið og er mér sem ég sjái framan í þann þing- mann, sem ætti nú að bera fram tillögu um það á Alþingi að leggja 25 króna nefskatt á allt uppkomið fólk í kjördæmi sínu. Má af þessu sjá, hve þingmenn litu með miklu rneira raunsæi á málin 1913 en almennt er gert nú og að almenningur gerði sér þá enn ljóst, að liann varð sjálfur að bera byrðamar, ef einhverju átti að fást fram- gengt. Ef vér nú enn lítum á fjárlög íslenzka ríkis- ins þá og nú og gerum einnig þar á saman- burð kemur þetta í ljós: Tekjur ríkissjóðs fyrir árið 1914 eru ákveðn- ar á Alþingi 1913 sem næst 1.8 millj., en tekj- ur fyrir árið 1953 eru ákveðnar á Alþingi í janúar 1953 sem næst 418.6 milljónir króna. Er því um nálega 200 falda aukningu að ræða. Ef miðað er við dagkaup verkamanna ætti gjaldið til sjóðsins að vera sem næst 40 krónur á íbúa frá sveitarfélögunum eða 6 mill/onir króna á ári. Væri liins vegar miðað við kjöt- verðið sem var 50 aurar pundið, en er nú 12 krónur pundið, ætti árgjaldið að vera um 3.7 millj. króna, hvort tveggja miðað við 150 þús. íbúa. Sé miðað við breytingu ríkis- teknanna, ætti gjaldið frá ríkissjóði að vera nú 8.3 millj. króna. Samanlagðar ættu árs- tekjur Bjargráðasjóðs frá ríkissjóði og sveit- arsjóðum að vera 12—14 milljónir króna á ári, ef greiðslur til hans væru nú í samræmi

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.