Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Qupperneq 18

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Qupperneq 18
16 SVEITARST J ÓRNARMÁL Frá framkvæmdaráði IULA barst miðstjóm- arfundinum tillaga um að fjölga mönnurn í ráðinu úr n upp í 13. Fulltrúarnir frá Norð- urlöndum lýstu sig allir andvíga þeirri til- lögu; töldu þeir rniklu heppilegra að fækka mönnurn í framkvæmaráðinu; rnyndi það gera ráðið atorkusamara og auk þess spara alþjóðasambandinu útgjöld, sem mikil nauð- syn væri á til að bæta fjárhag þess. Engu að síður var tillaga framkvæmdaráðsins sam- þykkt og það síðan endurkosið, að viðbættum tveimur nýjum mönnum, M. A. Spirag, borgarstjóra, frá Belgíu, og Kjell T. Evers, framkvæmdastjóra, frá Noregi. Eiga Norður- lönd því nú tvo fulltrúa í framkvæmdaráð- inu, þar eð E. Rydman, borgarstjóri í Hels- ingfors, átti sæti í því áður. Auk alþjóðaþingsins, sem hér hefur verið lýst í fáum dráttum, hafði rnargt annað ver- ið undirbúið í Vínarborg til þess að gera full- trúunum dvölina þar sem ánægjulegasta. Þar til má nefna hátíðarsýningu óperunnar í Vínarborg á „Brúðkaupi Figaros“ í garði hinnar fögru Schönbrunnhallar og skemmti- ferðir út í Semmering og Vínarskóg. Enn- fremur voru farnar hringferðir urn sjálfa borg- ina og áttu fulltrúamir þess þá kost að skoða hinar víðfrægu, félagslegu stofnanir hennar og íbúðarhúsabyggingar. Áhuga austurrísku stjórnarinnar á störfum alþjóðaþingsins mátti rnarka af því, rneðal annars, að forseti landsins, hafði glæsilegt boð inni fyrir alla fulltrúa og gesti þingsins í móttökusölum ríkisstjórnarinnar. Þinginu lauk á einkar hugnæman hátt: \7ínarborg efndi til kvöldboðs fyrir fulltrú- ana í móttökusal ráðhússins; við það tækifæri var kveikt á þúsundunr lampa í fyrsta sinn síðan árið 1939 svo að ráðhúsið og umhverfi þess varð sem eitt ljóshaf. En tugþúsundir Vínarborgara höfðu safnazt saman fyrir utan ráðhúsið til þess að hylla gestina. * Sanrband ísl. sveitarfélaga er ekki aðili að IULA og enginn fulltrúi frá því hefur mætt á þingum þess. Grein þessi, er þýdd úr blaði danska kaupstaðasambandsins: Köbstadsfor- eningens Tidskrift. J.G. Kosningar í bæjarstjórnir og hreppsnefndir. Hinn 31. janúar 1954 fara frarn kosning- ar til sveitarstjórna í öllum kaupstöðum landsins og öllum kauptúnum, en auk þess einnig í þeim hreppum, „þar sem fullir % hlutar íbúanna eru búsettir í kauptúnum." Auk kaupstaðanna, sem eru 13 að tölu, mun eiga að kjósa í 35 sveitarfélögum öðrum. í hreppunum eru, auk hreppsnefndarmanna, einnig kosnir sýslunefndarmenn. í næsta hefti „Sveitarstjórnarmála" mun reynt að skýra sem gleggst frá kosningum þessurn. Fyrsti sveitarstjórinn. Með lögum nr. 19. frá 14. febr. 1951 um sveitarstjóra var hreppsnefndum í hreppum, sem hafa yfir 500 íbúa, heimilað „að fela sérstökum sveitarstjóra stjórn og framkvæmd hreppsmála." Heimildina hefir ekkert sveit- arfélag notfært sér til þessa fyr en nú, að hreppsnefnd Dalvíkurhrepps í Eyjafirði réði nú í haust Valdemar Óskarsson, skrifstofu- rnann á Dalvík, sveitarstjóra í Dalvíkurkaup- túni. Mun Valdemar vera fyrsti sveitarstjóri sem ráðinn er samkvæmt áðurnefndum lög- um. Valdemar Óskarsson er ættaður úr Dalvík og hefir undanfarin ár starfað að sveitar- stjórnarmálum á skrifstofu Dalvíkurhrepps.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.