Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Qupperneq 19

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Qupperneq 19
SVEITARST J ÓRNARMÁL 17 PER LANGENFELT: Um sveitarstjómarmáí í Englandi Vísi til sveitarstjórnar má finna á Eng- landi þegar á elztu tímum. Enskar borgir svo sem Lincoln, York og Gloucester hafa risið á sörnu stöðurn og Rómverjar stofnuðu byggðir sínar endur fyrir löngu. En einnig forfeður okkar, víkingarnir, hafa látið eftir sig ýms spor í byggðasögu Englands. Athugi menn nöfnin á héruðum þeim, sem landinu var smásaman skipt í, rekast þeir til dæmis á svokölluð „hundreds,“ hundruð, sem hafa átt rót sína að rekja til heimkynna víking- anna á Norðurlöndum. En „hundruðin“ á Englandi voru síðar sameinuð í stærri hér- uð; og þar eð þeim var stjórnað af greifa, „count“, fengu þau hægt og hægt á sig nafn- ið greifadæmi, „county.“ Var landinu að síðustu öllu skipt í greifadæmi, „counties," og hafa landamerki þeirra haldist lítt breytt fram á okkar daga eða í allt að því þúsund ár. Enda þótt þessi skipting sé ekki ævinlega sem heppilegust, ef rniðað er \ið þær kröfur, sem nú eru gerðar til umboðsstjórnar, hafa Bretar haldið eins fast við hana og unnt hefur verið, af sinni alkunnu tryggð við forn- ar erfðir. Með kristninni kom einnig skipting lands- ins í „sóknir“. Átti sóknin, „parish“, upphaf- lega eingöngu að annast kirkjuleg málefni; og þess var langt að bíða að hún léti sveitar- stjórn sig nokkru skipta eins og síðar varð. Þær borgir eða þeir kaupstaðir, sem til voru á eldri tímurn, nutu snemma tiltölulega mik- illar sjálfstjómar í krafti þeirra réttinda, sem konungsvaldið veitti þeim. Þessi skipting Englands í „counties", „boroughs" (þ. e. borgir og kaupstaði) og „parishes“ hefur haldizt allt fram á okkar daga. En hægt og hægt urðu viðfangsefni sókn- arinnar fleiri en þau, sem aðeins voru kirkju- legs eðlis. Sú breyting byrjaði kannski með því, að sóknin tæki að sér viðhald vega og brúa, en á 17. öld voru þess þegar dæmi, að sóknir sameinuðust um sameiginlegt fátækra- framfæri. Segja má, að það hafi verið visir að sveitarfélagasamtökum nútímans. En á 18. öld kom afturkippur í þessa þróun og allri sveitarstjórn í landinu hnignaði. Félags- hyggju varð þá óvíða vart, enda höfðu þeir, sem með völdin fóru, hvort heldur í ríki, kaupstað eða sókn, þá allt önnur áhuga- mál en að efla þann vísi, sem til var til sveitarstjórnar og félagslegrar samábyrgðar. Það var á þeirri öld, sem farið var að tala um svokallaðar „rotten boroughs“, „rotnar" borgir (eða kaupstaði), sem dregizt höfðu aftur úr og hnignað svo að í sumum þeirra bjuggu ekki nema örfáar hræður, en haldið var við til þess eins að kjósa vissa höfðingja á þing. En í byrjun 19. aldar fór ný vakning um landið og mönnum varð ljós nauðsyn mikilla umbóta á allri sveitarstjórn. Eftir að brezka þingið hafði tekið á sig nýja rnynd við rýmkun kosningaréttarins árið 1832 hófst rnikið umbótatímabil, sem rneðal annars jók stórkostlega sjálfstjórn sveitarfélaganna. Kól- erufaraldur á árunum 1830—1840 varð um sama leyti til þess að lyfta mjög undir nýja heilbrigðislöggjöf. Árið 1888 voru stofnuð eins konar fulltrúaráð fyrir greifadæmin, „county' council" og árið 1894 var greifa-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.