Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Side 20

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Side 20
18 SVEITARST J ÓRNARMÁL dæmunum skipt í undirhéruð, sem skildu á milli sveita og bæja og fengu hvert sitt full- trúaráð. Núgildandi sveitarstjórnarlög á Eng- landi, „The Local Government Act“, eru síðan 1933. Skipting Englands í sveitarstjórnarum- dæmi er nú sem hér segir: 83 stærstu borg- irnar eru svokallaðar „county boroughs", þær stjórna sér sjálfar og eru algerlega óháð- ar greifadæmunum. Utan þessara borga er landinu skipt í 62 greifadæmi eða lén, svo- kölluð „counties“, en hverju þeirra síðan skipt í „coutry districts", sem eru sum „borough districts“ (borgir eða kaupstað- ir), en önnur „urban districts" (þorp) eða „rural districts“ (sveitir), sem nánast svara til sveitahreppsfélaga á Norðurlöndum. Fara þessi „county districts“ öll með viss sérmál, einkum heilbrigðismál og byggingamál; en önnur, sameiginleg sveitarstjórnarmál þeirra annast greifadæmin, „the counties.“ Hverju „rural district“ er að endingu skipt í fleiri eða færri sóknir, „parishes.“ Á Norðurlöndum er það venja að öll hreppsfélög hafi eitt og sarna valdsvið; en greint er á milli sýslumála og hreppsmála og margvíslegur munur gerður á bæjarfélagi og hreppsfélagi. Á Englandi er þetta allt öðru- vísi. Urn fast ákveðið valdsvið sveitarstjórn- arumdæmanna er varla að ræða; allt fer eftir því, hvað hverri sveitarstjórn er falið að hafa með höndum. Þó mun láta nærri, að „county boroughs“ og „counties" á Eng- landi fari nreð nokkum veginn sömu mál og kaupstaðir og sýslur (ömt) á Norðurlönd- um. Sérhvert sveitarstjómarumdæmi á Eng- landi (að sókninni einni undanskilinni) get- ur farið þess á leit við brezka þingið, að því verði veitt aukin sjálfstjórn. Slíkar málaleit- anir og þær samþykktir, sem þingið gerir út af þeim, geta verið ólíks eðlis, og má til dæmis og gamans nefna, að bæjarfulltrúam- ir í London sóttu eitt sinn um leyfi þings- ins, og fengu það, til þess að láta til skarar skríða gegn dúfunum á Trafalgar Square og öðrum torgum borgarinnar, er alltof mikið var orðið af þeim þar. Eins og marka má af því, sem þegar er sagt, gegnir sóknin nú ekki nándar nærri eins mikilvægu hlutverki á sviði sveitarstjórnarmála á Englandi og hún gerði áður fyrr, öldum saman. Þau sveitar- stjórnarmál, sem hún fer með ,tekur hún að sér af frjálsum vilja; en það er einkum götu- lýsing, grafreitir, skemmtigarðar og skemmti- gönguvegir, bókasöfn og baðstaðir, Til þess að standast straum af útgjöldum til slíkra framkvænrda og stofnana er sókninni heirnil- að að leggja takmarkaðan skatt á íbúa sína, sóknarbörnin. Sérlivert sveitarstjómarumdæmi, annað en sóknin, hefur sitt fulltrúaráð, „council“. í borgum og stærri sveitahéruðum er það venjulega skipað 30—40 manns, í greifadæm- unum 50—60 og í stórborgunum 150. Full- trúamir, „councillors", eru kosnir til þriggja ára, en ekki nema þriðjungur þeirra í senn, svo að sveitarstjórnarkosningar fara fram ár hvert. í bæjarstjórnum og fulltrúaráðum greifadæmanna, „county councils", eiga sæti, auk hinna kjömu fulltrúa, svokallaðir öldurmenn,, aldermen“. Þeir eiga sér enga hliðstæðu á Norðurlöndum, eru tilnefndir af fulltrúunum og skal tala þeirra nerna þriðj- ungi sjálfrar fulltrúatölunnar. Öldurmenn- imir hafa atkvæðisrétt til jafns við fulltrúana, enda skulu þeir fullnægja sömu skilyrðum og sett eru fyrir kjörgengi til fulltrúaráðsins. Öldurmennirnir eiga að tryggja ráðinu hæfa meðstjórnendur, sem af einhverjum ástæð- um hafa ekki viljað vera í kjöri við sveitar- stjórnarkosningar eða ekki náð endurkosn- ingu, þó að þeir hefðu langa sveitarstjómar- reynslu að baki. Stjórnmálaflokkamir, sem fulltrúa eiga í bæjarstjórn eða sveitarstjóm, eru vanir því að tilnefna öldurmenn þannig,

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.