Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1959, Síða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1959, Síða 23
SVEITARSTJÓRNARMÁL 19 -----------------------------------v TRY GGING ATÍÐINDI V__________________________________- Bætur vegna dauðaslysa lögskráðra sjómanna hœkka. í samningi milli L. Í.Ú. og sjómanna- samtakanna innan A. S. í. um fiskveið o. fl. frá 3. janúar s.l. segir svo m. a.: „Aðilar eru sammála um að beita sér fyrir því við ríkisstjórn og Alþingi, að breyting verði samþykkt á yfirstandandi Alþingi á tryggingarlöggjöfinni til hækk- unar slysabóta sjómannatryggingarinnar um 100% á sama hátt og gert var með lögum nr. 50 frá 20. apríl 1954, sbr. 19. gr. laga nr. 38 frá 27. febrúar 1953, eða að kaupa viðbótartryggingu sbr. ofanritað." Ríkisstjórnin varð við óskum þessara aðila og lagði fram á Alþingi frumvarp um 100% hækkun slysabóta vegna dauða lögskráðra sjómanna, sem greiddar eru í eitt skipti fyrir öll. Frumvarpið er nú orð- ið að lögunt, og greiðast þessar hækkuðu bætur vegna dauðaslysa lögskráðra sjó- manna, sent orðið hafa eftir s.l. áramót. varaform. Snorri Gíslason, Torfastöðum. Sjúkrasamlag Hveragerðishrepps: Form. Helgi Sveinsson, Hveragerði, varaform. Þórður O. Jóhannsson, Hvera- gerði. Sjúkrasamlag Ölfushrepps: Form. Siggeir Jóhannsson, Núpum, varaform. Hermann Eyjólfsson, Gerða- koti. Sjúkrasatnlag Selvogshrepps: Form. Snorri Þórarinsson, Vogsósum, varaform. Sigurlaugur Jónsson, Bjarna- stöðum. Niðurgreiðsla sjúkrasamlagsiðgjalda. Ein af ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar í verðlagsmálum til lækkunar vísitölu fram- færslukostnaðar var að greiða niður sjúkra- samlagsiðgjöld frá 1. marz s.l. að telja. Nem- ur niðurgreiðslan 13 krónum á mánuði á hvern meðlim sjúkrasamlaga, hvar sem er á landinu. Það er útflutningssjóður, sem leggur fram fé lil niðurgreiðslunnar, en Tryggingar- stofnunin sér um framkvæmd hennar. I bréfi, dags. 18. marz s.l., hefur Trygg- ingastol'nunin lagt fyrir sjúkrasamlög að framkvæma iðgjaldainnheimtu í samræmi við ofanritað, og jafnframt var þess getið, að nánari fyrirmæli yrðu send síðar. Fjöldi lcekna. Alls eru nú taldir vera 1236 þúsund lækn- ar í heiminum, en íbúatalan er 2700 millj. rnanna eða nálægt 2200 að meðaltali á hvern lækni. Læknunum er þó mjög mis- skipt milli landa. í 14 löndum (þar á meðal á íslandi) er a. m. k. einn læknir á hvert þúsund íbúa, en hins vegar eru 20 jnisund íbúar eða fleiri um hvern lækni í 22 lönd- um. Víða er líka skortur á læknum í dreif- býli, þótt nóg sé af Jjeini í borgum og bæj- um. Frá 638 læknaskólum í 85 löndum eru nú brautskráðir 67 þúsund læknar árlega. Það ljölgar því verulega í læknastéttinni, og ætti ástandið í Jjessum efnum að fara batnandi. Störf fyrir öryrkja i Bretlandi. Arangurinn af starfi brezkrar stjórnar- deildar, sem fæst við endurhæfingu öryrkja, og fyrirtækis („Remploy Limited"), sem ekki er rekið í gróðaskyni, er sá, að innan

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.