Sveitarstjórnarmál - 01.04.1959, Page 25
SVEITARSTJÓRNARMÁL
—
Tilkynning
um bótagreiöslur lífeyrisdeildar almanna-
trygginganna árið 1959.
Bótatímabil lífeyristrygginganna er frá 1. jan. s. 1. til ársloka. Lífeyrisupp-
hæðir á i'yrra árshelmingi eru ákveðnar til bráðabyrgða með hliðsjón af bótuni
síðasta árs og upplýsingum bótaþega. Sé um tekjur að ræða til skerðingar bóta-
rétti, verður skerðing lífeyris árið 1959 miðuð við tekjur ársins 1958 þegar
skattframtöl liggja fyrir.
Fyrir 25. maí n. k. þarf að sækja á ný um eftirtaldar bætur skv. heimildar-
ákvæðum almannatryggingalaga: Hækkanir á lífeyri munaðarlausra barna, ör-
orkustyrki, makabætur og bætur til ekkna vegna barna.
f Reykjavík skal sækja tli aðalskrifstofu Tryggingastofnunar ríkisins Lauga-
vegi 114, en úti um land til umboðsmanna stofnunarinnar, bæjarfógeta og
sýslumanna.
Þeir, sem nú njóta hækkunar elli- og örörkulífeyris, sömuleiðis ekkjur og
aðrar einstæðar mæður sem njóta líleyris skv. 21. gr. almtrl., þurfa ekki að
endurnýja umsóknir sínar.
Áríðandi er að örorkustyrkþegar sæki fyrir tilsettan tíma, þar sem ella er
óvíst að hægt sé að taka umsóknirnar til greina, vegna þess að fjárhæð sú, er
verja má í þessu skyni, er takmörkuð.
Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fvlgja umsóknunum, hafi
þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjaldskyldir eru til líf-
eyristrygginga, skulu sanna með kvittun innheimtumanns eða á annan hátt,
að þeir hafi greitt iðgjöld sín skilvíslega. Vanskil geta varðað skerðingu eða
missi bótaréttar.
Norðurlandaþegnar, sem búsettir eru hér á landi, eiga samkvæmt samningi
um félagslegt öryggi bótarétt til jafns við íslendinga, ef dvalartími þeirra og
önnur skilyrði, sem samningarnir tilgreina, eru uppfyllt.
íslendingar, sem búsettir eru í einhverju Norðurlandanna, eiga gagnkvæm-
an rétt til greiðslu bóta í dvalarlandinu.
Athygli skal vakin á því, að réttur til bóta getur fyrnzt. Er því nauðsynlegt
að þeir, sem telja sig eiga rétt til bóta og é>ska eftir að fá þær greiddar, dragi
eigi að leggja fram umsókn sína.
Munið að greiða iðgjöld til lífeyristrygginga á tilsettum tíma, svo að þér
haldið jafnan fullum bótaréttindum.
Reykjavík, 16. apríl 1959.
Tryggingastofnun ríkisins.