Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Side 5

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Side 5
Forystugrein Ríki og sveitarfélög í landinu eru tvö stjórnsýslustig, þ.e. ríki og sveitarfélög. í langflestum öðrum lönd- um Evrópu eru þau þrjú, þ.e. ríki, héruð og sveitarfélög. Óhætt er að fuilyrða að stjórnsýslan hér á landi sé á margan hátt einfaldari og skýrari en hjá flestum þjóð- um sem við þekkjum til. Á hinn bóginn er oft óljóst í huga almennings hvort stjórn- sýslustigið hafi forræði í einstaka mála- flokkum og beri ábyrgð á stofnkostnaði og rekstri. Skýr verkaskipting er mikilvæg og er í raun forsenda þess að stjórnun mála- flokksins sé markviss, hagræðingar sé gætt og nauðsynleg yfirsýn sé fyrir hendi. Margt hefur áunnist í þessum efnum á undanförnum árum samanber flutning á öllum rekstri grunnskólans frá ríki til sveit- arfélaga árið 1996. Ýmis verkefni eru þó enn í höndum beggja aðila eins og stofn- kostnaður nýrra framhaldsskóla, þar sem ríkinu ber að greiða 60% en hlutdeild sveitarfélaganna er 40%. Rekstur fram- haldsskólanna er þó að öllu leyti verkefni ríkisins. í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er í tveimur tilvikum minnst á sveitarfélögin og verkefni þeirra. í öðru tilvikinu er fjallað um sveitarfé- lögin í tengslum við málefni aldraðra en þar segir: „Heimaþjónusta við aldraða verði aukin og unnið að því að allir geti búið sem lengst á eigin heimili. Mikilvægt er að samþætta þjónustu ríkis og sveitarfé- laga við aldraða til að þjónustan nýtist sem best." Undir þessa mikilvægu stefnu- mörkun skal tekið. Heimaþjónusta við aldraða, önnur en heimahjúkrun, hefur verið verkefni sveitarfélaga um langt skeið. Sú áhersla að auka þessa þjónustu enn frekar felur í sér að tryggja verður sveitarfélögunum tekjur til að standa undir auknum verkefnum á þessu sviði. Sama má segja um að samþætta þjónustu ríkis og sveitarfélaga í málaflokknum. í hinu tilvikinu koma sveitarfélögin við sögu í umfjöllun um sjávarútvegsmál, en þar segir: „Leitast verður við að styrkja hagsmuni sjávarbyggða til dæmis með því að kanna kosti þess að styrkja forkaups- réttarákvæði sveitarfélaga og lögaðila." Þetta er jákvætt markmið gagnvart fjöl- mörgum byggðarlögum sem í dag eiga f vök að verjast í atvinnumálum. Ef af verð- ur er líklegt að sveitarfélögin standi frammi fyrir því að þrýstingur á þau muni aukast til að ganga inn í verslun og við- skipti með skip og kvóta til að halda uppi atvinnustigi í sveitarfélaginu. Á hinn bóg- inn er Ijóst að flest sveitarfélög á lands- byggðinni hafa ekki það rúm fjárráð að þau geti gengið inn í slík viðskipti án lán- töku. Því er mikilvægt fyrir sveitarfélögin að fylgjast vel með þróun þessa máls. Að- gerðir í atvinnumálum á landsbyggðinni mega ekki felast í því að auka enn á mik- inn fjárhagsvanda fjölmargra sveitarfélaga. Ennfremur er í yfirlýsingu nýrrar ríkis- stjórnar fjallað um málefni sem tengjast verkefnum sveitarfélaganna með einum eða öðrum hætti. Þar má nefna hækkun lánshlutfalls almennra íbúðarlána á kjör- tímabilinu í allt að 90% af verðgildi eigna að ákveðnu hámarki, en sveitarfélögin geta nú samþykkt svokölluð viðbótarlán þannig að lánshlutfallið getur numið allt að 90% til þeirra sem uppfylla tiltekin skilyrði. Á næstu mánuðum hefst endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga og fjárhags- legu umhverfi þeirra. í þeirri vinnu er nauðsynlegt að fulltrúar ríkis og sveitarfé- laga fari ítarlega yfir þær skyldur sem hvíla á sveitarfélögunum og endurspeglast í lögum og reglugerðum. Þá þarf ekki síð- ur að skoða ákvarðanir ríkisins í skatta- málum sem skert hafa tekjur sveitarfélag- anna. Einnig verður að fjalla um þau verk- efni sem sveitarfélögin sinna en eru ekki lögskyld verkefni þeirra, s.s. almennings- samgöngur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður SVEITARSTJÓRNARMÁL Útgefandi: Auglýsingar: Samband íslenskra sveitarfélaga P. J. Markaðs- og auglýsingaþjónusta Háaleitisbraut 11-13 • 108 Reykjavík • Sími: 515 4900 Símar: 566 8262 & 861 8262 • pj@pj.is samband@samband.is • www.samband.is Umbrot og prentun: Ritstjórar: Alprent • Glerárgötu 24 • 600 Akureyri Magnús Karel Hannesson (ábm.) • magnus@samband.is Sími 462 2844 • alprent@alprent.is BragiV. Bergmann • bragi@fremri.is Dreifing: Ritstjórn: Fremri kynningarþjónusta ■ Furuvöllum 13 • 600 Akureyri íslandspóstur Forsíðan: Sími 461 3666 • fremri@fremri.is Kröftugir knattspyrnustrákar á Akranesi prýða forsíðuna að þessu BlaÖamenn: sinni. Fjallað er um Akraneskaupstað í blaðinu. Þórður Ingimarsson • thord@itn.is Tímaritið Sveitarstjórnarmál kemur út mánaðarlega, að undanskildum Haraldur Ingólfsson • haraldur@fremri.is júlí- og ágústmánuði. ■ Áskriftarsíminn er 461 3666. 5

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.