Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Síða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Síða 7
Árni Magnússon félagsmálaráðherra tekur fyrstu skóflustungu að nýjum nemendagörðum Félagsstofnunar stúdenta við Háskólann á Akureyri. Sambands íslenskra sveitarfélaga um áherslur í sveitarstjórnarmálum á næst- unni. „Sameining sveitarfélaga er helsta áhersluatriðið og mikilvægt að hefja nú þegar undirbúning að slíkri vinnu og sam- hliða að endurskoða tekjustofna sveitarfé- laga. Ég sé fyrir mér að næsta ár verði tími undirbúnings. Við eigum að gefa okkur nokkurn tíma til þess að undirbúa næstu skref í þessum málum og vanda mjög til þeirra. En ég sé líka fyrir mér að árið 2005 geti orðið ár uppskeru og að þá förum við að sjá einhvern árangur af því starfi sem ég vil koma af stað á næstunni." Fjölbreyttari verkefni Árni kveðst telja að einkum tvennt muni efla sveitarfélögin. Annars vegar að þau haldi áfram að stækka en hins vegar að þau taki að sér aukin verkefni og þjón- ustu. „Stöðugt erfiðara verður fyrir fá- mennari sveitarfélög að mæta kröfum íbú- anna um aukna og betri þjónustu og lífs- gæði. Til að mæta kröfum nútímans er mikilvægt að stækka sveitarfélögin, efla þjónustuna og í kjölfar þess að auka fjöl- breytni viðfangsefnanna, þannig að sveit- arfélögin taki til sín þá þjónustu sem eðli- legt er að rekin sé á ábyrgð þeirra. Ég er þeirrar skoðunar að það verði mjög erfitt fyrir minni sveitarfélögin að taka málefni fatlaðra að sér þótt sú þjónusta eigi ekki síður heima hjá sveitarfélögunum en rík- inu. Þar sem gerðar hafa verið tilraunir með að færa málefni fatlaðra til sveitarfé- laganna hafa þær verið gerðar á forsend- um byggðasamlaga þar sem sveitarfélög hafa sameinast um þjónustuna. Þetta er málaflokkur sem mörg núverandi sveitar- félög er mynda stærri svæði þurfa að sam- einast um." Árni segir að óformlegar um- ræður hafi farið fram á sínu gamla sveitar- stjórnarsvæði á Suðurlandi um yfirtöku málefna fatlaðra. I því efni telji menn nauðsynlegt að sveitarfélög á stærra svæði nái höndum saman um málið. Ef vel eigi að takast til þurfi öll sveitarfélögin í Árnes- sýslu að sameinast um málaflokkinn. Hvernig er prentmálum háttað í þínu sveitarfélagi? Getum vió orðió aó liöi? VISTVÆN RRENTSM IÐJ A www.gudjono.is Sími 511 1234 Prontað ofni

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.