Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Blaðsíða 8
Um 400 íbúa sveitarfélög
á dögum Jónsbókar
„Það er nauðsynlegt að velta því fyrir sér
hversu stór sveitarfélögin eiga að verða.
Ég hef í sjálfu sér ekki myndað mér end-
anlega skoðun á því. Það er hins vegar
merkilegt að þegar farið er að lesa Jóns-
bók er þar talað um að sveitarfélög skuli
ekki telja færri íbúa en um 400. Viðmið-
unin var um 20 stórbændur og um 20
heimilismenn á bæ að meðaltali. Mér
finnst merkilegt að á þeim tíma skuli
menn hafa litið á það sem lágmarksstærð
sveitarfélaga að þar væru allt að 400 íbú-
ar. í dag erum við að upplifa allt önnur
viðhorf í mun fjölmennara og fjölbreyttara
þjóðfélagi."
Árni segir að rekja megi núverandi
ástand að hluta til þess tíma þegar bænda-
samfélagið tók að leysast upp og þéttbýli
að myndast. Við það hafi ákveðin sam-
heldni gliðnað og fólk ekki séð bænda-
byggðir og þéttbýli eiga nægilega samleið
innan sveitarfélaga. í dag séu allt aðrar
aðstæður í landinu og við þeim verði að
bregðast. „Ég tel að ekki verði um marga
sterka byggðakjarna að ræða í framtíðinni.
Þá er ég jafnvel að tala um einn sterkan
byggðakjarna f hverjum landshluta. Akur-
eyri og Eyjafjarðarsvæðið á Norðurlandi.
Austurland með Egilsstaði og byggðirnar
sem mynda Fjarðabyggð í dag, neðri hluta
Borgarfjarðar á Vesturlandi, Ölfus, Hvera-
gerði og Árborgarsvæðið á Suðurlandi og
væntanlega ísafjarðarsvæðið áVestfjörð-
um.
Ég tel að þessir kjarnar muni styrkjast.
Akureyri hefur að undanförnu verið að
styrkjast sem háskólasamfélag og sömu
sögu má segja úr Borgarfirði þar sem er
um 500 manna háskólasamfélag í Bifröst
og einnig háskólasamfélag á Hvanneyri.
Þetta hefur gríðarleg áhrif og við sjáum
líka hvað áhrif fjölbrautaskólarnir geta
haft, til dæmis á Selfossi, Egilsstöðum og
Akranesi."
Öflugur byggðakjarni
í hverjum landshluta
„Við verðum að horfast í augu við að
besta leiðin tii þess að viðhalda öflugri og
gefandi byggð í landinu er sú að þessir
byggðakjarnar geti þjónað öðrum byggð-
um. Þar á ég við þjónustu á mennta- og
heilbrigðissviði og einnig menningarsvið-
inu þótt þeir sogi til sín fólk af nærliggj-
andi svæðum. Þjónustan verður ekki alls-
staðar eins. Það á líka við um höfuðborg-
arsvæðið. Sveitarfélögin eru misjafnlega
gefandi við íbúa sína þótt gengið sé út frá
sömu grunnforsendum um þjónustustig.
Það breytir því þó ekki að við verðum að
leggja áherslu á öfluga byggðakjarna í
hverjum landshluta," segir Árni Magnús-
son félagsmálaráðherra.
Nýr gagnagrunnur auðveldar
upplýsingastreymi
Hag- og upplýsingasvið Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga kynnti á blaða-
mannafundi þann 19. júní nýjan gagna-
grunn fyrir upplýsingar varðandi sveitarfé-
lögin. Cagnagrunnurinn er unninn í sam-
starfi við ráðgjafa- og endurskoðunarfyrir-
tækið KPMG. Jafnframt voru kynntar
bráðabirgðaniðurstöður úr ársreikningum
sveitarfélaga fyrir árið 2002.
gera það að verkum að meiri og nákvæm-
ari upplýsingar liggja fyrir um afkomu og
rekstur sveitarfélaganna en verið hefur til
þessa. Nánar verður fjallað um afkomu
sveitarfélaganna á liðnu ári í blaðinu
síðar.
Nýi gagnagrunnurinn hefur þegar verið
tekinn í notkun en hann gerir alla úr-
vinnslu úr ársreikningum sveitarfélaganna
auðveldari og markvissari. Auk þess eykur
hann möguleika á fjölþættum samanburði
milli sveitarfélaga á einstökum rekstrar-
þáttum í starfsemi þeirra. Þá hefur upp-
bygging hans gert það að verkum að
bráðabirgðaniðurstöður úr ársreikningum
sveitarfélaga liggja fyrir mun fyrr en verið
hefur undanfarin ár. Ársreikningar sveitar-
félaganna fyrir árið 2002 eru nú gerðir
upp eftir nýjum reikningsskilareglum sem
Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri, Halldór Hróarr Sigurösson, endurskoðandi hjá KPMG, Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, formaður Sambands fslenskra sveitarfélaga, og Hermann Sæmundsson, ráðuneytisstjóri ! fé-
lagsmálaráðuneytinu. Mynd: Ingibjörg Hinriksdóttir.
8