Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Blaðsíða 10
Sameining sveitarfélaga Hægfara breytingar farsælastar Hægfara breytingar eftir sameiningu sveitarfélaga virðast reynast vel til að halda samstöðu. Huga þarf að hinu smáa, virða venjur og hefðir í einstökum hlutum sameinaðs sveitarfélags. Smærri mál geta undið upp á sig og valdið óánægju sem er yfirfærð yfir á önnur málefni eða sameininguna sem slíka. Þetta kemur fram í erindi þeirra Grétars Þórs Eyþórssonar og Hjalta Jóhannessonar hjá Rann- sóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA) um sameiningu sveitarfélaga á Eyþingssvæðinu. Þeir kynntu efni sitt á ráðstefnu sem Rann- sóknastofnunin gekkst fyrir ásamt Eyþingi um Ólikar kröfur í sameinuðu sveitarfélagi Grétar Þór bendir á að Eyjafjarðarsvæðið bygg- ist upp á einu stóru sveitarfélagi, nokkuð minni kaupstöðum og síðan nokkuð ólíkum jaðar- byggðum. Hann segir að þetta mynstur bjóði komi til heildarsameiningar, ekki síst Grímseyj- ar. Hann segir líklegt að ef af heildarsamein- ingu verði muni þéttbýlisstaðirnir gera kröfu um einhvern hluta stjórnsýslunnar og því verði að aðlaga hana breyttu hlutverki þar sem ný og áður óþekkt viðfangsefni skjóti upp kollinum. Ef svæðinu er skipt í tvö sveitarfélög, það er kaupstaðina utanvert að vestan og síðan önnur sveitarfélög með Akureyri, eru meginkjarnarnir tveir og við það myndu líkurnar á að minni byggðarlögin geri kröfur um dreifingu stjórn- sýslunnar minnka. Stjórnsýsla á Húsavík Grétar Þór segir að í Suður-Þingeyjarsýslu sé einnig um mismunandi jaðarbyggðir að ræða þar sem Laugar og Mývatn hafa ákveðna sér- stöðu. Hann telur að kröfur um hlutdeild í stjórnsýslu myndu koma fram frá þeim byggð- arlögum í sameinuðu sveitarfélagi. Trúlega næðust samningar um staðsetningu allrar meginstjórnsýslu á Húsavík, þó að því gefnu að svæðisbundið lýðræði yrði á einhvern hátt tryggt, til dæmis með þjónustuskrifstofum að Laugum og við Mývatn. Grétar Þór Eyþórsson, framkvæmdastjóri Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri (t.h.), og Hjalti Jó- hannesson, sérfræðingur við sömu stofnun, hafa um árabil varið miklum tfma f rannsóknir á sameiningu sveitarfélaga. sameiningarmál sveitarfélaga, sem haldin var á Húsavík í lok apríl. Þeir þættir sem athugun Rannsóknastofnunarinnar beindist að voru áhrif sameiningar sveitarfélaga á svæð- inu á rekstur, fjármál, þjónustu og stjórnsýslu sveitarfélaganna auk áhrifa á búsetu- og byggðaþróun og lýðræði. Grétar Þór segir nauð- synlegt að huga að lýðræðislegri stöðu byggða utan stóru þjónustu- og stjórnsýslukjarnanna. Til dæmis slíka stöðu annarra byggðarlaga á Eyjafjarðarsvæðinu gagnvart Akur- eyri og eins stöðu Húsavíkurbæjar gagnvart öðrum byggðum í Suður-Þingeyjarsýslu. upp á ólíkar kröfur í sameinuðu sveitarfélagi. Við sameiningu verði meðal annars að gera ráð fyrir kröfum um hverfastjórnir eða nefndir í kaupstöðunum og jafnvel einhverjum dreifbýl- isbyggðanna. Tvær eyjar tilheyri einnig svæðinu og huga verði að lýðræðislegri stöðu þeirra Þrír jafngildir staðir Þegar rætt er um Norður-Þingeyjarsýslu blasir flóknara dæmi við, að sögn Grétars Þórs. Þar er um þrjá nokkuð jafngilda byggðakjarna að ræða með svipað vægi. Hann segir að erfiðara sé að segja fyrir um hvernig mál myndu þróast þar og spurningar séu um hvort Þórshöfn yrði sterkust á meðal jafningja. Þar gæti hugsanlega þróast þriggja kjarna módel líkt og í Fjarðabyggð, þar sem þrír bæir deila með sér stjórnsýslu sveitarfé- lagsins. Miðlægni eykst en nálægð minnkar í rannsókn RHA kemur fram að almennt þjón- ustustig sé hátt og gæði þjónustunnar mikil á Eyjafjarðarsvæðinu og í Suður-Þingeyjarsýslu. Grétar Þór segir líklegt að ef af heildarsameiningu verði á Eyjafjarðarsvæðinu muni þéttbýlisstaðirnir gera kröfu um hluta stjórnsýslunnar og því verði að aðlaga hana breyttu hlutverki þar sem ný og áður óþekkt viðfangsefni skjóti upp kollinum. 10 ------

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.