Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Blaðsíða 12
Sameining sveitarfélaga Aðferðafræðin ræður úrslitum Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, segir að engum þurfi að blandast hugur um að mörg þeirra 72 sveitarfélaga, sem hafa innan við 1.000 íbúa, geti vart talist öflugar eða starfhæfar stjórnsýslueiningar til að sinna þeim skyldum sem þau hafa lögum samkvæmt. f þessu samhengi ber þó að varast algildar ályktanir af íbúafjöldanum einum að mati Bjarna. Taka verði tillit til samsetningar íbúa- fjöldans, atvinnustigs og landfræðilegra að- stæðna þegar kostir sameiningar eru ræddir. Þetta sjónarmið hans kom fram í erindi á ráð- stefnu um sameiningu sveitarfélaga, sem haldin var á Húsavík í lok apríl. Skylda að hefja umraeður I erindi sínu á ráðstefnunni fjallaði Bjarni nokk- uð um samþykktir landsþings Sambands ís- lenskra sveitarfélaga frá síðastliðnu hausti og fundi fulltrúaráðs sambandsins í apríl síðast- liðnum og þau viðhorf sem þar koma fram. „Þessi vinnubrögð mun mörgum finnast ámæl- isverð og lýsa viðhorfum fulltrúa stærri sveitar- félaga til sjónarmiða þeirra minni með nei- málum sveitarfélaga sem leiða kunni til mjög róttækra breytinga á vettvangi þeirra. Afstaða einstakra sveitarstjórna til tillagnanna liggi heldur ekki fyrir þar sem svo skammur tími er liðinn frá birtingu þeirra. „Það er hins vegar skoðun mín að það sé skylda allra sveitar- stjórna að hefja umfjöllun um sameiningarmál- in af fullum krafti í Ijósi þess sem fyrir liggur. í frekari umræðu þurfa sem flest sjónarmið að Ekki áhugi að sameina öll sveitarfélögin Bjarni rakti nokkuð sögu sameiningar sveitarfé- laga við Eyjafjörð á umliðnum árum en sveitar- félögum við fjörðinn hefur fækkað úr 17 í 11 á rúmum áratug. Sameiningarviðræður á milli sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu auk Siglu- fjarðar og Hálshrepps í Þingeyjarsýslu voru teknar upp á árinu 1999 að frumkvæði þáver- andi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar. Bjarni segir að fljótlega hafi komið í Ijós að ekki hafi verið áhugi fyrir að sameina öll sveitarfélögin og hafi undirbúningsnefnd, sem komið var á fót til að kanna grundvöll til sameiningar, þá ekki lengur talið forsendur fyrir frekari viðræðum. Ekki nauðsynlegt til að efla Eyjafjarðarsvæðið Frá ráðstefnunni á Húsavík. Bjarni Krístjánsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, er lengst til hægri á mynd- inni. - Mynd: Skarpur Bjarni sagði að telja mætti að stór sameining af þessum toga hafi, að minnsta kosti að mati sumra sveitarstjórnanna, sem hlut áttu að máli, ekki endilega verið nauðsynleg til að efla Eyja- fjarðarsvæðið sem þá heild sem menn þó töldu eðlilegt markmið. Einnig hafi faglegur undir- búningur formlegra viðræðna ekki verið nægi- legur og mörgum hafi fundist áberandi vilji bæjaryfirvalda á Akureyri að knýja hin sveitarfélögin til að lýsa yfir vilja til sameiningar án þess að fyrir lægju nokkrar tillögur eða hug- myndir að því hvernig stjórnsýsla hins nýja sveitarfélags ætti að líta út eftir sameininguna. Það hafi vak- ið ákveðna tortryggni annarra sveitarstjórna og dregið úr vilja þeirra til að halda viðræðum áfram. kvæðum hætti, jafnvel telja þau lítt lýðræðisleg í Ijósi áður ríkjandi viðhorfa um títtnefnda frjálsa sameiningu. í stað hennar komi yfirtaka þeirra stóru á þeim minni." Bjarni sagði að þótt afstaða löggjafans til þeirra tillagna sem felast í samþykktum fulltrúaráðsfundarins liggi ekki fyr- ir sé vart við öðru að búast en hann taki fullt tillit til megininntaks þeirra. Það blasi því við að innan tíðar fari af stað ferli í sameiningar- koma fram í dagsljósið þar sem viðhorf þeirra smæstu jafnt sem stærstu fái eðlilega umfjöllun án þess að aflsmunar sé beitt en traust og trún- aður ríki," sagði Bjarni. Róttækar breytingar framundan í lokaorðum Bjarna setti hann fram hugleiðingar um kosti og galla sameiningar og sagði að þar sem sveitarstjórnir eigi eftir að fjalla efnislega um hugmyndir sambandsins megi líta á lokaorð sín sem knappar persónulegar hugleiðingar um kosti og galla sameiningar. „í sameiningarferli, hverjir sem í hlut eiga, ræður aðferðafræðin, markmið, „Miðað við þær forsendur sem fyrir liggja er eðli- legt að gefa sér það að róttækar breytingar á sveitarfélagaskipaninni séu framundan." 12 ------

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.