Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Page 13

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Page 13
verklag og vinnubrögð úrslitum og hér skulu nefnd nokkur atriði. í orðræðu forystumanna Sambands íslenskra sveitarfélaga og margra sveitarstjórnarmanna fer mikið fyrir hugmynd- um að flutningi verkefna frá ríkisvaldinu til sveitarfélaganna. Þessi verkefni þarf að skil- greina mun betur en gert er og staðfesting á vilja Alþingis í þessum efnum þarf að liggja fyr- ir í formi verkáætlunar til fleiri ára. Það ber að hafna verktakahlutverki sveitarfélaganna í til- færslu verkefna en þess í stað byggja á breyt- ingum á tekjustofnakerfinu. í ályktun fulltrúa- ráðsfundarins er lagt til að skipuð verði undir- búningsstjórn með fulltrúum ríkis og sveitarfé- laga sem geri tillögu að breyttri sveitarfélaga- skipan. Ég tel mikla hættu á að sjónarmið og viðhorf minni sveitarfélaga verði þar ofurliði borin. Þeim, sem að samþykkt tillögunnar stóðu, ber að gera grein fyrir því hvernig sam- skiptum við sveitarstjórnir í landinu um þetta mikilvæga verkefni verður háttað. Án slíks sam- ráðs er því miður hætta á að minni sátt verði um tillögur verkefnisstjórnarinnar þegar þær líta dagsins Ijós. Miðað við þær forsendur sem fyrir liggja er eðlilegt að gefa sér það að róttækar breytingar á sveitarfélagaskipaninni séu framundan." Hverfaráð verði skilyrði „Sveitarstjórnir við Eyjafjörð ættu því nú þegar að taka upp viðræður og velta fyrir sér samein- ingarvalkostum. Það væri mikill styrkur ef þær gætu komið sér saman um tillögu áður en þær hafa verið fullmótaðar af öðrum. Þær viðræður þurfa fljótt í upphafi að leiða til niðurstöðu um það hvernig stjórnsýslan pigi að líta út í nýju sveitarfélagi, einu eða fleirum. Hvernig tryggja skuli valddreifingu og jafna möguleika þeirra sem búa á tilteknum svæðum til að hafa áhrif á ákvarðanatöku þegar hún snertir hagsmuni þess sama svæðis eða byggðarlags. Þar koma hverf- isnefndir eða hverfisráð ekki bara til greina heldur eiga þau að vera skilyrði. Tryggja þarf að menningarleg og félagsleg þjónusta og upp- bygging sé ekki bara miðlæg heldur líka út- sækin. Það þarf að gera ráð fyrir þjónustumið- stöðvum eða útibúum frá hinni miðlægu stjórn- sýslu. Þýðing íbúaþinga fær nýja merkingu og aukið vægi. Frá þessu skipulagi má síðan hverfa eða styrkja það enn frekar allt eftir þvf hvað reynslan segir til um. Ég tel að sveitarfélögin ættu skiiyrðislaust að ráða sér utanaðkomandi fagaðila eða stjórnanda til að undirbúa og stýra viðræðum um sameiningarmálin. Kostnaður fengist að mestu greiddur úr Jöfnunarsjóði," sagði Bjarni Kristjánsson. Sandföng Brunnar og framlengingar Vatnstankar Olíu- og fituskiljur Pósthólf 50, 620 Dalvík, Sími 460 5000, Fax 460 5001, Netfang saeplast@saeplast.is, Heimasíða www.saeplast.com

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.