Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Page 14
Sameining sveitarfélaga
Þarf að byggjast á vilja íbúanna
„Landið er líkami þjóðarinnar og sveitarstjórnir eru í raun sérhæfð líffæri innan þess líkama.
Þess vegna er ekki sama hvernig líffærin starfa eftir því hvar í líkamanum þau eru staðsett."
Jóhann Cuðni Reynisson, sveitarstjóri í Þingeyj-
arsveit, gerði þessi orð að eins konar útgangs-
punkti í erindi sínu á ráðstefnu RHA og Eyþings
á Húsavík um sameiningu sveitarfélaga. Hann
benti á að mikill munur væri á þörfum og kröf-
um íbúa í dreifbýli annars vegar og þéttbýli
hins vegar. Finna þurfi leiðir til þess að standa
vörð um slíka hagsmuni og það verði varla gert
með því að taka frelsi og frumkvæði til samein-
ingar frá íbúunum sjálfum. Hann lagði áherslu
á að meginviðfangsefni sveitarfélagins byggðust
á þjónustu við íbúana. Sveitarfélag væri í raun
heimili fólks og átthagar íbúanna sem þeir
væru bundnir tilfinningalegum böndum.
Sameiningin gekk ágætlega
Þingeyjarsveit er eitt þeirra sveitarfélaga sem
orðið hafa til að undanförnu vegna sameiningar
dreifbýlishreppa. Jóhann Guðni sagði samein-
inguna hafa gengið ágætlega en enn væri unn-
ið að ýmsum málum vegna hennar. Sameining-
in hafi haft jákvæð fjárhagsleg áhrif auk þess
sem mikill árangur hafi fengist af sameiginlegri
yfirsýn og sameiginlegri stefnumótun. Hann
fjallaði nokkuð um ýmis verkefni Þingeyjar-
sveitar, bæði stærri og smærri, sem sveitarfélag-
ið annast eða á aðild að. Hann sagði meðal
annars frá því að lögð væri áhersla á að upp-
lýsa íbúana um að hverju væri verið að vinna,
bæði með upplýsingagjöf á Netinu en einnig
með ítarlegum bókunum í fundagerðum sem
sendar eru inn á hvert heimili í sveitarfélaginu
og birtar á heimasíðu sveitarfélagsins,
www.thingeyjar-
sveit.is.
Varla frumkvæði
að sameiningu
Jóhann Guðni sagði
að sjónarmið um
frekari sameiningu
væru nokkuð skipt í
sveitarfélaginu. í síð-
ustu sveitarstjórna-
kosningum hafi verið lóhann Guöni Reyn/sson,
, „ . , ... sveitarstjóri Þineeyjar-
boðmr fram tveir list-
sveitar.
ar. Annar þeirra,
J-listi, hafi haft frekari sameiningu á stefnuskrá,
til dæmis við Aðaldælahrepp og Skútustað-
hrepp, en E-listi hafi ekki sett frekari samein-
ingu á dagskrá. E-listinn hafi hlotið fjóra menn í
sveitarstjórn en J-listinn þrjá. Meirihluti sveitar-
stjórnar sé því skipaður fólki sem ekki hyggi á
ferkari sameiningu að svo komnu máli. Því
muni Þingeyjarsveit tæpast hafa frumkvæði að
sameiningu en verði aftur á móti eflaust talin
aðlaðandi sameiningarkostur fyrir önnur sveit-
arfélög. Jóhann Guðni sagði að sameining
sveitarfélaga byggist á ferli sem oft sé viðkvæmt
fyrir íbúana. Sameining eigi að sínu mati að
byggjast á frumkvæði þeirra sjálfra og að þeir
verði að fá tíma til þess að vinna að þeim mál-
um. Hann kvaðst setja spurningarmerki við
endanleg tímamörk í þessu efni, tímamörk á
borð við árið 2006 og varpaði þeirri spurningu
fram hvaðan þau væru komin, ekki síst með
hliðsjón af því ferli sem nýsameinuð sveitarfé-
lög eru að ganga í gegnum. Hann sagði að
virða yrði vilja fólksins. Sameining ætti ekki
einvörðungu að miðast við fjölda íbúa í sveitar-
félögunum heldur ýmsa samfélagslega þætti og
landfræðilega nálægð við þéttbýla þjónustu-
kjarna. í því sambandi yrðu menn að gera sér
grein fyrir og skilgreina hvað fælist í hugtökum
eins og heildstæðu atvinnu- og þjónustusvæði
vegna þess að hefðbundin sjónarmið um fjölda
og hagkvæmni ættu ekki alltaf við.
Þvingun ekki af hinu góða
Nokkrar þversagnir felast að dómi Jóhanns
Guðna í hugmyndunum um sameiningu sveit-
arfélaga. Hann nefndi sem dæmi að á sama
tíma og verkefni væru færð frá ríkinu til sveitar-
félaganna vegna þekkingar á innviðum og þörf-
um væru sveitarfélögin stækkuð og fjarlægð
stjórnvalds frá íbúunum þar með aukin. Önnur
þversögn fælist í því að efla eigi lýðræðið með
því að færa ákvarðanatöku nær íbúunum en
samt að kippa lýðræðisákvæðum sveitarstjórn-
arlaga úr sambandi þannig að minnstu sveitar-
félögin geti misst sjálfdæmi sitt. Þriðja þver-
sögnin, sem Jóhann Guðni nefndi, er að sveit-
arfélögin megi veita íbúum sínum ýmsa nær-
þjónustu með þjónustusamningum við ríkið
þannig að fólk eigi ekki að þurfa að leita út
fyrir sveitarfélagið eftir þjónustu en hins vegar
telji menn að sveitarfélögin eigi að vera þannig
úr garði gerð að þau eigi ekki að þurfa að leysa
sín mál með þjónustusamningum.
Skuldsett sveitarfélag
með miklar en óöruggar tekjur
Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í Ólafsfirði, segir aðstæður krefjast þess að menn setjist niður
að ræði sameiningarmál sveitarfélaga af alvöru; vegi og meti kosti sameiningar. Annars vegar
við nágrannasveitarfélögin á Tröllaskaga en hins vegar á Eyjafjarðarsvæðinu öllu.
Stefanía er fæddur Ólafsfirðingur en hafði ekki
búið þar frá barnsaldri þegar hún réðst þangað
sem bæjarstjóri fyrir tæpu ári. Hún kvaðst hafa
þurft að kynnast Ólafsfirði upp á nýtt og frá allt
öðru sjónarhorni. Hún hafi komist að því að
sveitafélagið er með skuldsettustu sveitarfélög-
um landsins en einnig á meðal þeirra tekju-
hæstu miðað við skatttekjur. Skýringin á háum
skatttekjum liggi í launum sjómanna á frystitog-
urum sem landa í Ólafsfirði og eiga þar lög-
heimili og allir viti hversu örugg tekjulind það
sé. Hún kvaðst hafa komist að því að þótt mik-
ill kvóti sé skráður á Ólafsfjörð sé landvinnslan
lítil og treysti að mestu á smábátaútgerð. Á
undaförnum árum hafi Ólafsfirðingar mátt horfa
upp á að öflugum sjávarútvegsfyrirtækjum hefur
verið lokað og að eitt stærsta fyrirtækið í Ólafs-
firði, byggingarfyrirtæki sem veitti mörgum iðn-
14