Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Side 15
aðarmönnum vinnu, sé farið á hausinn. Áhuga-
verð sprotafyrirtæki, sem nokkrir einstaklingar
hafa barist fyrir og lagt allt undir, þurfi enn að
róa lífróður þrátt fyrir fögur fyrirheit um stuðn-
ing við nýsköpun. Kröfufrekt fjármagn geti
kippt fótunum undan vonum manna um starf-
semi öflugra nýsköpunarfyrirtækja sem byggja
að miklu leyti á nýjustu tækni í tölvusamskipt-
um og þurfi ekki að vera á höfuðborgarsvæðinu
eða í útlöndum. Stefanía benti einnig á að eng-
inn byggingafu11trúi eða bæjartæknifræðingur
starfi í Ólafsfjarðarbæ og atvinnu- og ferða-
málafulltrúi bæjarfélagsins sé hættur störfum og
ekki tök á að ráða annan í hans stað á þessu
ári. Allar framkvæmdir séu einnig í lágmarki í
bæjarfélaginu.
Góð þjónusta gegn fækkun íbúa
Þrátt fyrir allt benti Stefanía þó á að mjög margt
jákvætt sé að finna í bæjarfélaginu. Þar á meðal
góðan grunnskóla og skóla- og félagsþjónustu,
sem rekin er í samvinnu við Dalvíkurbyggð og
Hríseyjarhrepp, en með því að sameina kraft-
ana hafi verið hægt að ráða hóp fagfólks sem
skipt hafi sköpum um að veita góða þjónustu á
þessu sviði. í Ólafsfirði er góður leikskóli, tón-
listarskóli, heilsugæsla og góð þjónusta við
aldraða. Stefanía segir að þrátt fyrir allt hafi
íbúatala staðið
nokkuð í stað sem
sýni að Ólafsfirðing-
ar hafi þrjóskast við.
Þar hljóti sú þjón-
usta sem er veitt að
eiga mikinn þátt.
Vantar vinnu
fyrir karlmenn
Stefánía kveðst
smám saman hafa
verið að gera sér
grein fyrir því að
það vanti frekar vinnu fyrir karlmenn, þó svo
að konur séu líka á atvinnuleysiskrá. Fleiri kar-
menn séu í Ólafsfirði en konur eins og annars
staðar á landsbyggðinni. Karlar eru hreyfanlegra
vinnuafl en konur og það er hefð fyrir því í
sjávarplássi eins og Ólafsfirði að karlar sæki
vinnu langt frá heimilinu og séu dögum og vik-
um saman í burtu. En tímarnir eru breyttir og
fjarvera er ekki lengur eins sjálfsögð og hér
áður fyrr. Ungt fjölskyldufólk sættir sig ekki við
það lengur. „Ég velti því fyrir mér hvort samein-
ing sveitarfélaga geti haft jákvæð áhrif í því
efni. Hvort hún skili meiru en auknu samstarfi.
Það þarf ekki að ræða að samstarf eða samein-
ing getur gert alla þjónustu, sem sveitarfélögum
er skylt að veita íbúum sínum, mun betri og
hagkvæmari í alla staði. Það verður auðveldara
að ráða fagfólk til starfa og þá um leið stígur
menntunar- og launastig á landsbyggðinni og
verður samkeppnishæft við Akureyri og höfuð-
borgarsvæðið."
Láta af hreppapólitík
Stefanía kveðst telja að ekki þurfi sameiningu
til að stækka eða víkka atvinnusvæðin. Menn
þurfi aðeins að láta af hreppapólitík í ráðninga-
málum. „Vandinn er að atvinna er takmörkuð
gæði á því sem telst sameiginlegt atvinnusvæði
út frá til dæmis staðsetningu okkar í Ólafsfirði.
Spurningin er því hvort sameining, stór eða
smá, efli almennt atvinnulíf á svæðinu og þá
einkum atvinnulíf fyrir karla því að ég gef mér
að það geti eflt atvinnulíf fyrir konur að upp-
fylltum ákveðnum skilyrðum. Við vitum öll að
möguleikar sveitarfélaga til beinna afskipta af
atvinnulífinu eru takmarkaðir. Það er sagt að
sveitarfélögin geti skapað eftirsóknarverð skil-
yrði. Gert viðkomandi svæði eftirsóknarvert til
búsetu þannig að framkvæmdaaðilar kjósi að
koma þangað og setjast að. En spurningin er
hvort það er nóg," segir Stefanía Traustadóttir.
Stefanía Traustadóttir, bæj-
arstjóri Ólafsfjarðarbæjar.
DÆLUR TIL ALLRA VERKA
ilJUNG
EVpumpen
Þýskar brunndælur,
grunnvatnsdælur,
skólpdælur og brunnar
fyrir sumarhús,
einbýlishús.fjölbýli,
kaupstaði og sveitafélög.
Bæjarlind 1-3 | 201 Kópavogur | Sími: 5 400 600 | Fax: 5 400 610 | www.daelur.is
G«
PUMPS "High and Dry”
Bandarískar fjöinota
miðflóttaaflsdælur/
dælustöðvar fyrir skólp,
sjó og vatn.
Tilvaldar lausnir fyrir minni
sveitafélög.
Dæíur ehf.
ZZZZZZZZZZIZZI
15