Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Síða 16
Samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Áfengis- og vímuvarnaráðs
Vertu tiI!
Vertu til! er samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Áfengis- og vímuvarnaráðs
til að efla áfengis- og fíkniefnaforvarnir sveitarfélaga. Verkefnið er til fimm ára. Sigríður
Hulda Jónsdóttir, verkefnisstjóri og varaformaður, og Svandís Nína Jónsdóttir verkefnisstjóri
skrifa.
Megininntak verkefnisins er fólgið í ráðgjöf og
upplýsingamiðlun um skipulag og framkvæmd
forvarnastarfs gagnvart ungu fólki. Nafngift
verkefnisins, Veríu lil, endurspeglar áhersluna á
hið góða og jákvæða í lífinu; á nauðsyn þess
að ungt fólk njóti lífsins án vímugjafa. Lífið er
svo skemmtilegt eins og það er - því segjum
við: Verlu til!
Stjórn og starfsáherslur
í því skyni að styrkja tengsl milli sveitarfélag-
anna innbyrðis var ákveðið að stjórn verkefnis-
ins yrði skipuð fólki úr dreifbýli og þéttbýli.
Valdssvið verkefnisins dreifist því á eftirfarandi
sveitarfélög og svæði: Þingeyjarsýslu, Reykja-
vík, Carðabæ, Isafjörð og Akureyri. Formennska
verkefnisins fór til sveitarfélaga Þingeyjarsýslna
en Soffía Gísladóttir, félagsmálastjóri svæðisins,
er handhafi þess. Varaformennskan er í hönd-
um Sigríðar Huldu Jónsdóttur, náms- og starfs-
ráðgjafa í Garðabæ. Þeim til fulltingis eru Hall-
dór Halldórsson, bæjarstjóri ísfirðinga, Soffía
Pálsdóttir, verkefnisstjóri hjá íþrótta- og tóm-
stundaráði Reykjavíkur, Bryndís Arnarsdóttir,
forvarnafulltrúi Akureyrarbæjar, og Guðrún
Ebba Ólafsdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík.
Verkefnisstýrur eru Svandís Nína Jónsdóttir og
Sigríður Hulda Jónsdóttir sem jafnframt er vara-
formaður verkefnisins.
Verkefnið leggur áherslu á
• Ráðgjöf til sveitarfélaga við uppbyggingu
forvarnastarfs.
• Upplýsingamiðlun með heimasíðu, póst-
lista og fleiru.
• Að efla samvinnu aðila sem vinna að for-
vörnum.
Hugmyndafraeði
Verkefnið byggir meðal annars á kenningum
Harvey Milkmans, prófessor í sálfræði við há-
skóla í Denver. Milkman hefur um árabil unnið
athyglisvert starf í þágu forvarna og hafa kenn-
ingar hans verið lesnar víða um heim. Megin-
inntak bókar hans „Pathways to Pleasure" fjallar
um það hvernig ungt fólk getur byggt upp
sjálfsvitund sína og sjálfstraust án vímuefna.
Vellíðan án vímuefna
Milkman telur að það sé hægt að kenna ung-
lingum að finna þetta „sælu"ástand (natural-
highs) sem þeir sækjast eftir með neyslu vímu-
efna á annan hátt og þá án vímuefna. Árið
1990 setti hann á fót námskeið með unglingum
sem töldust í áhættuhópi fíkniefnaneytenda.
Námskeiðið nefnist „Uppgötvaðu sjálfan þig"
eða „Self-Discovery" á ensku og hefur það að
markmiði að kenna ungu fólki að finna vellíðan
eða „natural-highs" eins og hann nefnir það, á
eigin forsendum og án aðstoðar vímugjafa.
Þessi áhersla er ein af mörgum í verkefninu
Vertu til! Með því að efla einstaklinginn sjálf-
an og leggja áherslu á að skapa honum tæki-
færi til heilbrigðs lífs erum við að sinna for-
varnastarfi í sinni tærustu mynd.
Markmið og áherslur
• Forvarnir gegn sjálfseyðandi hegðun ungs
fólks verði viðurkenndur og sýnilegur
málaflokkur í sveitarfélögum landsins.
• Sveitarfélögin setji sér skriflega forvarna-
áætlun.
• Sveitarfélög ráði forvarnafulltrúa sem hef-
ur umsjón með stefnumörkun og fram-
kvæmd.
• Forvarnir verði fastur liður í starfi sveitar-
félaganna og samþættur öðrum viðfangs-
efnum í stað þess að setja upp tímabund-
in átaksverkefni.
• Forvarnir taki mið af aðstæðum á hverj-
um stað og þróist í takt við starfsemi
sveitarfélagsins.
• Litið sé á forvarnir sem langtímaverkefni
eins og önnur viðfangsefni sveitarfélags-
ins.
• Efla samvinnu milli aðila sem vinna að
forvarnamálum.
Það er Ijóst að mörg sveitarfélög sinna þess-
um málaflokki vel. Það er ánægjulegt. Önnur
sveitarfélög eru með ómótaðri stefnu. Því miðar
starf okkar að því að mæta hverju sveitarfélagi
þar sem það er statt og aðstoða við að efla for-
varnastarfsemi á forsendum heimamanna sem
þekkja best allra umhverfi sitt. Við leggjum
áherslu á að efla grasrótina og styðja það sem
þegar er vel gert. Sveitarfélögin eru mjög mis-
munandi og því er nauðsynlegt að taka tillit til
þess. í þessu skyni leggur Vertu til megin-
áherslu á ráðgjöf og upplýsingamiðlun um
þær margvíslegu aðferðir sem hafa gagnast í
forvarnastarfi.
Við komum til ykkar
Verkefnið verður kynnt á aðalfundum Lands-
hlutasamtaka sveitarfélaganna í haust. Á kynn-
inguna verða sérstaklega boðaðir þeir aðilar
innan hvers sveitarfélags sem unnið hafa að
forvarnastörfum eða hafa áhuga á að gera það.
Þannig vonumst við til að ná til þeirra sem mest
koma að forvarnastarfi í sínu sveitarfélagi.
Það er engin þörf á að neyta
vímuefna ti! þess að upplifa
góðar stundir, skemmta sér
með vinum sínum eða njóta
þess að vera ástfangin(n).
Þannig eru skilaboð okkar til
ungs fólks og foreldra þeirra.
íslendingar þurfa að fjárfesta
betur í æsku landsins en verið
hefur. Ungmenni þurfa
hvatningu og stuðning samfé-
lagsins alls ef þau eiga að
ná fullum þroska og komast
til manns.
16