Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Síða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Síða 18
í Stjórnsýsluhúsinu viö Stillholt á Akranesi eru, auk skrifstofu Akra- neskaupstaðar; skattstofan, sýslu- mannsembættið, Landmælingar íslands, vinnueftirlitið, verslanir, banki, veitingahús, tryggingaum- boð og fleira. Á svokölluðum Mið- bæjarreit handan götunnar er í undirbúningi bygging verslunar- og þjónustuhúss sem styrkja mun hinn nýja miðbæ Akraneskaup- staðar. Akraneskaupstaður Við munum áfram skora „Við munum áfram skora" skrifaði Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi í leiðara blaðsins Skag- inn skorar, sérblaðs um Akraneskaupstað sem fylgdi Morgunblaðinu á liðnu hausti. Þótt þarna sé gripið til orðalags knattspyrnumanna og kaupstaðurinn þekktur fyrir góða knattspyrnu snýst lífið á Skaga ekki eingöngu um „þjóðaríþrótt" bæjarbúa. Akraneskaupstaður er einn af eldri þéttbýlis- stöðum landsins. Sögu hans má rekja allt aftur til landnáms að írar gengu á land á Skaga um eða eftir 880. Um miðja 17. öld hóf Skálholts- stóll útgerð frá Steinsvör á Akranesi. Með því myndaðist fyrsti vfsir að sjávarþorpi á íslandi og hefur útvegur verið stundaður þaðan alla tíð síðan. Akraneskaupstaður varð löggiltur versl- unarstaður árið 1864 að verslun hófst við Lambhúsasund og þjónaði fyrst og fremst sjó- sókninni en einnig sveitunum í kring. Öflug verslunarstarfsemi á Akranesi kom einkum til af því hversu samgöngur við Reykjavík voru tak- markaðar og miðuðust nær eingöngu við sjó fram yfir miðja síðustu öld. Akraneskaupstaður fékk kaupstaðarréttindi 1942 og hófst þá ákveð- ið blómaskeið í sögu bæjarins. Með tilkomu Hvalfjarðarganganna hófst aftur nýtt skeið í sögu Akraness. Þótt nokkrar úr- töluraddir heyrðust í aðdraganda byggingar þeirra líta Skagamenn á þau sem eina helstu stoð nýs tíma framfara í byggðarlaginu. Höfum styrkt innviði þjónustunnar Gísli Gíslason bæjarstjóri segir að fyrir nokkrum árum hafi Skagamenn séð að ákveðin tækifæri væru að skapast. Einkum vegna þeirrar uppbyggingar sem hefur átt hefur sér stað á Grundartanga og einnig með tilkomu Hval- fjarðarganga. „Við hófum þá vinnu við ákveðna stefnumótun til að bregðast við þessari þróun og ekki verður annað séð en þau markmið sem við lögðum upp með hafi gengið eftir. Við lögð- um annars vegar áherslu á að styrkja innviði þjónustunnar, þjónustu á borð við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og að styrkja heilbrigðisþjónustuna. Hins vegar höfum við lagt áherslu að bæta aðstöðu íbúanna til af- þreyingar, meðal annars með uppbyggingu íþróttasvæðis á Jaðarsbökkum, með fótbolta- svæði, sundlaug og 18 holu golfvelli. Þetta sprettur ekki fullskapað fram heldur byggist það á vinnu og puði og að halda sig við verkefnin. Ég held að þetta hafi tekist nokkuð vel og við séum á réttri leið." Hugmynd um að byggja verslunarkjarna „Við gerðum okkur strax grein fyrir því að brotthvarf Akraborgarinnar þýddi breytingar fyr- ir verslun og ferðaþjónustu á Akranesi. „Gang- andi" ferðamenn hættu að koma á Skagann og útlendingar hurfu eins og dögg fyrir sólu. En við óttuðumst ekki breytingar í samfélaginu. Akranes hefur gengið í gegnum miklar breyting- ar á síðari árum og við höfum verið óhræddir að takast á við þær. Þótt Akraborgin hafi verið hið merkilegasta fyrirbrigði og mikill menning- argripur þá var hún einnig barn síns tíma. Hún þjónaði hlutverki sínu vel á meðan þess var þörf. Breytt landslag kallaði hins vegar á nýjar áskoranir og menn hafa brugðist við því. Síð- ustu misseri höfum við verið að endurheimta góðan hluta þessa ferðafólks með því að benda á sérstöðu okkar í afþreyingu og nefni ég þá safnasvæðið, Langasand og golfvöllinn sérstak- lega. Vegna þess að Akraborgin hætti siglingum misstu kaupmenn af talsverðri verslun ferða- fólks. Nú er hins vegar í undirbúningi að koma upp verslunarkjarna á nýja mið- bæjarsvæðinu gegnt stjórnsýsluhús- inu. Með því teljum við okkur geta hleypt auknu lífi í verslunina og laðað á staðinn fjölda gesta. Á meðan breytingar sem þessar í samgöngum til svæðisins standa yfir geta skapast ákveðin vandamál. Sumum gengur vel en öðrum verr eins og gengur. I framtíðinni eigum við mikla möguleika. Það er bara spurning um hvernig við vinnum úr þeim," segir Gísli Gíslason. „í framtíðinni eigum við ákveðna möguleika. Það er bara spurning um hvernig við vinnum úr þeim." 18

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.