Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Side 19

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Side 19
Gísli Gíslason, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Fólk sækir vinnu og nám suður Gísli segir samgöngubreytinguna vissulega hafa virkað í báðar áttir. „Stærsti hluti bæjarbúa var mjög áhugasamur um að fá betri samgöngur. Það heyrðust neikvæðar raddir en þær snéru fyrst og fremst að versluninni. Flestir voru sammála því að tækifærin væru miklu fleiri en ógnanirnar. Tækifærin koma meðal annars fram með þeim hætti að verktakar og ýmsir þjón- ustuaðilar eru farnir sækja inn á höfuð- borgarsvæðið frá Akranesi. Fólk býr hér og sækir vinnu og nám í auknum mæli til Reykjavíkur, fólk sem áður hefði flutt héð- an vegna skólagöngu og atvinnutækifæra. Þetta skilar sér beint inn í samfélagið. Fólkið býr áfram í bænum og starfar þar að loknu námi." Gísli segir að nú sé unn- ið að því að auðvelda þeim sem starfa og nema á höfuðborgarsvæðinu búsetu á Skaganum, meðal annars með ákveðnum hugmyndum um bættar almenningssamgöngur. Hann segir gangagjaldið ákveðinn þröskuld en vonandi takist með tilstuðlan ríkisins að lækka gangagjaldið í áföngum. Viðræður hafi verið milli Spalar og fulltrúa samgönguráðuneytisins um það mál. Gjaldið hafi lækkað að raun- virði og nú sé vonast til að unnt verði lækka það enn frekar í samvinnu við stjórnvöld. „Hagsmunir okkar allra eru að gjaldið lækki og falli niður sem allra fyrst eða í síðasta lagi innan 16 ára. Ég held að þrátt fyrir alla bjartsýni hafi engan órað fyrir því að þessi samgöngubót yrði að veruleika á svo skömm- um tíma. Fjárhagsmódelið vegna byggingar ganganna var ekki gert til þess að hanna einka framkvæmd heldur fyrst og fremst til þess að bæta samgöngur." Gísli segir að tilkoma Hval- fjarðarganganna hafi ekki eingöngu haft áhrif á Akranesi heldur einnig í Borgarfirði og á Snæ- fellsnesi. „Ég horfi til þess að svæðið frá Borgarfirði um höfuðborgarsvæðið og austur til Selfoss verði skoðað í ákveðnu skipulagslegu samhengi. Margir þættir koma inn í slíka skipulagsvinnu. Staðsetn- ing atvinnufyrirtækja, hafnarmannvirki og fleira sem horfa þarf á frá sameiginlegum sjónarhóli." Borgarfjörður í tvö sveitarfélög Gísli segir sameiningu sveitarfélaganna eitt brýnasta verkefnið fyrir svæðið í heild. Hann segir að til að mæta breyttum tímum verði sveitarstjórnirnar að renna saman. „Með því munum við fá sterkari sveitarstjórn og ég hef þá trú að út úr slíku starfi fáist mun markvissari vinnu- brögð f öllu sem horfir til framtíðar og skili íbúunum mun öflugra sveitarfélagi." Gísli horfir til tveggja sveitarfélaga í Borgarfirði til að byrja með. Annars sunnan Skarðsheiðar en hins í uppsveitum sýslunnar. „Ég vil þó alls ekki útiloka að það geti orðið álit- legur kostur að sameina allt Borg- arfjarðarhérað í eitt sveitarfélag í framtíðinni. f dag búa um 6.400 manns á suðursvæðinu og um 3.600 á því nyrðra. Ef allt Borgar- fjarðarhérað yrði sameinað teldi það ekki nema um 10 þúsund manns. Samstarf sveitarfélaganna er gott en því fylgja alltaf einhverjar takmarkanir sem samein- ing myndi leysa. Sameinaðir myndum við skora oftar og betur," segir Gísli Gíslason, bæjarstjóri. „Þetta sprettur ekki fullskapaö fram heldur bygg- ist það á vinnu og puði og að halda sig við verk- efnin. Ég held að þetta hafi tekist nokkuð vel og við séum á réttri leið." Nákvæm og Þegar litið er yfir vefsvæði Akraneskaupsstaðar á Netinu kemur meðal annars í Ijós að bæjar- yfirvöld hafa mótað mjög nákvæma aðgerða- áætlun, eða skorkort, þar sem ýmis verk og áfangar í starfi bæjarfélagsins eru skilgreindir og tímasettir. Svo nákvæmt er kortið að Gísli bæjarstjóri var spurður hvort menn hefðu haft læknisfræði til hliðsjónar við gerð þess. Hann var greini- lega ánægður með spurninguna og sagði að ýmis sveitarfélög hafi unnið við gerð skorkorta sýnileg aðge þar sem sett væru fram ákveðin stefnumið og aðferðir við að ná markmiðum. Hann sagði skorkort Akraneskaupstaðar byggt á þeim mál- efnasamningi sem meirihluti bæjarstjórnar hafi sett sér við upphaf kjörtímabilsins þar sem ákveðin verkefni eru tilgreind og tímasett. Þannig megi mæla árangur bæjarstjórnar af því að koma verkefnum sínum í framkvæmd. „Með þessu er verið að gera starf bæjarstjórnar sýnilegra og gegnsærra um leið og verkefna- ramminn er skýrt afmarkaður. Framsetning rðaáætlun kortsins með þessum hætti skapar kjörnum fulltrúum ákveðið aðhald og einnig embættis- mönnum sem bera ábyrgð á að hrinda einstök um verkefnum í framkvæmd." Gísli segir að bæjarstjórn Akraneskaupstaðar sýni nokkurt áræði með því að leggja stefnumál sín fram til umfjöllunar með svo opnum hætti en meginat- riðið sé að þeir sem veita kjörnum fulltrúum umboð til að fara með stjórn bæjarmála sjái hvernig að málefnum er unnið. 19

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.