Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Page 20

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Page 20
Akraneskaupstaður Snorri var Skagamaður Skagamenn hafa á undanförnum árum unnið að uppbyggingu fjölbreytts Safnasvæðis á Görðum við Akranes. Þar er að finna Byggðasafn Akraness og nærsveita, íþróttasafn íslands, Steinaríki fslands, sem er veglegt steinasafn, og ætlunin er að opna safn Landmælinga (slands nú í haust. Þá er starf- rækt listasafn í Kirkjuhvoli, veglegt Ijósmyndasafn, stórt bókasafn og héraðsskjalasafn, svo eitthvað sé nefnt. Upphaf Safnasvæðisins á Akra- nesi má rekja til Byggðasafnsins í Cörðum sem stofnað var 1959 og er sjálfseignarstofnun í eigu Akra- neskaupstaðar og sveitarfélag- anna sunnan Skarðsheiðar. Garð- ar eru fornt höfuðból og kirkju- staður en rekja má búsetu þar allt aftur til landnáms. Á Byggðasafn- inu er meðal annars varðveitt heildstætt safn muna frá fyrri tíð er sýnir lífsbaráttu og búskapar- hætti í gegnum aldir. Sérstaka at- hygli vekur sjóminjadeild safnsins sem skartar Kútter Sigurfara, 86 smálesta eikarskipi frá 1885. Skipinu var haldið til handfæra- veiða við strendur íslands til 1919 en síðan frá Færeyjum allt til ársins 1970. Sigurfari hefur verið færður í upprunalegt horf þótt enn sé mikið verk óunnið vegna framtíðarviðhalds hans. Nokkur af eldri húsum á Akranesi hafa verið flutt á safnasvæðið á Görðum og endurbyggð þar en frægast þeirra er Garðahúsið, elsta steinsteypta hús landsins. Einstakt steinasafn í Steinaríki íslands er að finna margar gerðir steina og steingervinga og er safnið stærsta safn sinnar tegundar sem varðveitt er innanhúss hér á landi. Hluti safnsins er tileinkaður gerð Hvalfjarðarganganna en við gröft þeirra komu margvíslegar myndanir úr bergi upp á yfirborð- ið. Fyrsti vísir steinasafnsins varð til áVegamótum á Snæfellsnesi fyrir um áratug en var fluttur á Akranes árið 1997. Upphaf steina- safnsins og tilurð þess má rekja til Jóns Dags- sonar, steinasafnara af Guðs náð, en mágur hans er Þorsteinn Þorleifsson.forstöðumaður og Kútter Sigurfari. Mynd: Ingólfur Júlfusson. eigandi Steinaríkis íslands. Systir Jóns, Snjólaug María, annast rekstur Safnaskálans og Maíru- Hluti Steinaríkis íslands er tileinkaður gerð Hval- Stökk Vilhjálms og landmælingasagan Sérstaka athygli vekja spor með nokkuð löngu millibili þegar komið er á svæði íþróttasafns ís- lands í Safnaskálanum. Þegar betur er að gætt þá reynist þetta vera bronsverðlaunaþrístökk Vil- hjálms Einarssonar frá Ólympfu- leikunum í Melbourne í Ástralíu 1956. Safnið er það eina sinnar tegundar á landinu og er lögð áhersla á að kynna allar viður- kenndar íþróttagreinar og segja sögu þeirra. Hluti safnsins er til- einkaður íþróttaiðkun á Akranesi en Skagamenn hafa löngum ver- ið í fararbroddi í knattspyrnu, sundi og fleiri íþróttagreinum. Með opnun safns Landmæl- inga íslands nú í haust skapast möguleikar til þess að fræðast um íslenska náttúru og sögu landmælinga hér á landi. Þegar hefur verið sett upp sérstök forsýning í Safnaskálanum á Görð- um þar sem sýndir eru ýmsir munir í eigu Landmælinga. fjarðarganganna en við gröft þeirra var haldið til haga ýmsum steintegundum, borkjörnum og öðru sem tengdist gerð fyrstu jarðganga hér á landi undir sjó. kaffis, sem er kaffihúss safnasvæðisins. Á svæð- inu er einnig rekin upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, safnabúð og nýlega var opnuð Ljósmyndasafn á vefinn Ljósmyndasafn Akraness var form- lega stofnað um síðustu áramót. Fyrsta framlag til stofnunar þess var ________ frá feðgunum Helga Dan og Frið- þjófi Helgasyni sem afhentu Akra- neskaupstað hluta af Ijósmyndaverkum sínum auk þess sem undirritað var samkomulag um að þeir afhentu Ljósmyndasafninu allar Ijós- vinnustofa listafólks í Fróðá, einu af uppgerðu húsunum á staðn- um. Mikil og vaxandi starfsemi fer þannig fram á Safnasvæðinu á Görðum enda gera áætlanir ráð fyrir að gestir þar verði á þriðja tug þúsunda á þessu ári. 20

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.