Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Side 23

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Side 23
Akraneskaupstaður „Skagamenn eru yfir" Akraneskaupstaður er mikill íþróttabær, hvort sem litið er til keppnisíþrótta á borð við sund og knatt- spyrnu eða annarra íþróttagreina. fþróttirnar eru auk þess hvati að fjölbreyttri félagsstarfsemi sem er árangursríkasta forvarnastarf sem hugsast getur. Knattspyrna á hug og hjarta margra íbúa Akraneskaupstaðar og ekki síst yngstu kynslóðarinnar. Skaga- menn hafa 18 sinnum orðið íslandsmeistarar í knattspyrnu karla og eiga auk þess fjölda afreksfólks í öðr- um íþróttagreinum. „Skagamenn eru yfir!" Hversu oft skyldi þessi setning eða aðrar viðlíka hafa hljómað úr börk- um þekktra íþróttafréttamanna á borð við Sig- urð Sigurðsson, Ómar Ragnarsson, Bjarna Felix- son eða Samúel Örn Erlingsson. Trúlega oftar en tölu verður komið á í fljótheitum. Svo lengi hafa Akurnesingar verið í broddi fylkingar í knattspyrnu hér á landi. Alvöru fótboltavöllur frá 1926 Fyrsti alvöru fótboltavöllurinn á Akranesi var gerður 1926. Árið 1948 urðu Skagamenn ís- landsmeistarar í öðrum flokki í fótbolta í fyrsta skipti. Císli Císlason bæjarstjóri segir að þeir grundvallarsnillingar, sem síðar lögðu grunninn að hinu fræga gullaldarliði Skagamanna er varð íslandsmeistari 1951, hafi verið í því liði. Við það hafi kviknað ákveðinn neisti í kringum fót- boltann sem hafi haft gríðarlega mikið að segja. „Það hljómar ef til vill ekki trúlega að lið frá bæ af þessari stærðargráðu hefur spilað miklu fleiri leiki við fræg lið úti í Evrópu en stórir klúbbar í álfunni sem hafa aldrei uppliðað ævintýri á borð við það sem Skagamenn hafa. Tvö minni lið hafa verið starfandi á Akranesi en þau hafa ætíð spilað sem eitt félagslið og undir einu nafni út á við. Það hefur gert gæfumun- inn," segir Gísli. Iþróttir eru alþýðumenning Knattspyrnan er þó ekki eina íþróttagrein Skagamanna því þaðan hefur einnig komið af- reksfólk í sundi. Fólk á borð við Guðjón Guð- mundsson og Ragnheiði Runólfsdóttur, sem bæði kepptu á Ólympíuleikum og náðu einnig því takmarki að vera valin íþrótta- menn ársins. Golfið hefur verið að sækja í sig veðrið í seinni tíð og meðal annars skilað mjög góðum golfspilurum á borð við Birgi Leif Hafþórsson, sem er einn af fáum ís- lenskum atvinnumönnum í grein- inni. „Eitt af verkefnum okkar hefur verið að skapa þessu fólki aðstöðu við hæfi og við höfum lagt talsverða peninga í uppbyggingu íþróttamannvirkja. Við erum þó ekki komnir á endapunkt því við erum nú að huga að enn bættri aðstöðu til að styrkja al- menningsíþróttirnar, meðal annars með stækk- un á íþróttasvæðinu á Jaðarsbökkum. Við erum einnig að skoða þann möguleika að yfirbyggja fótboltavöll þótt við séum ekki í þeirri stöðu að geta byggt með sama hætti og gert hefur verið í Reykjavík, Kópavogi, Reykjanesbæ og á Akur- eyri. Við erum engu að síður að skoða mögu- leika á að setja upp hús sem gæti orðið mjög gott æfingahúsnæði fyrir fótboltann. Það sparar okkur stækkun á íþróttahúsi og gefur möguleika á að búa til sýningaraðstöðu og síðast en ekki síst tryggir það okkur að halda áfram að fram- leiða úrvals fótboltamenn. Það má ekki detta upp fyrir. Við höfum einnig verið að skoða möguleika á að byggja yfir sundlaugina þannig að sundfólkið fái þá aðstöðu sem það á skilið. Þannig eru endalaus verkefni á þessu sviði hér á Akranesi. íþróttamannvirkin eru fullnýtt eins og er. Aðsóknin hefur vaxið mjög ört síðustu árin. Vel á annað hundrað þúsund manns koma í íþróttamannvirkin hér á hverju ári. Eg hef sagt það áður og stend á því fastar en fótunum að fótbolti og aðrar íþróttir á Akranesi séu ekki íþróttir sem slíkar heldur menning og ég legg mikið upp úr þeim skilningi. Þetta er alþýðu- menning og merkileg í þeim skilningi. Ég hef stundum haft orð á því að þegar menn eru að tala um að setja upp menningarhús víða um landið hefði ég viljað sjá ríkið horfa á þessa íþróttamenningu þótt ég viðurkenni að það hef- ur komið myndarlega að bygg- ingu íþróttaaðstöðu í gegnum tíð- ina, til dæmis á Akureyri. En ég hefði viljað sjá það gerast miklu víðar. Þegar maður horfir á lítil samfélög, til dæmis eins og Þórs- höfn á Langanesi, þá eru iþrótta- mannvirki þar; sundlaug, íþrótta- hús og félagsaðstaða, eitthvert al- besta menningarhús sem menn gátu fengið á þann stað. Þetta eru mannvirki sem fólk notar dags daglega og skapar góðan bæjarbrag," segir Gísli Gíslason. „Ég hef stundum haft orð á því að þegar menn eru að tala um að setja upp menningarhús víða á landinu þá hefði ég viljað sjá hið opinbera horfa meira á íþróttahús og tengd mannvirki sem íþróttamenningu," segir Gísli Gíslason. f ^^ In iÍtm ! yl mk M. < JU1 23

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.