Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Side 24
Viðtal mánaðarins
Grunnskólinn er hluti af ímynd
sveitarfélaga
Árni Einarsson, uppeldis- og menntunarfræðingur og bæjarfulltrúi í Seltjarnarneskaupstað, segir að
auðveldara eigi að vera að fást við fíkniefnavandann hér á landi en í samfélögum þar sem vandinn er
í ríkari mæli samofinn bakhlið velferðarinnar og hefur náð að festa félagslegar rætur. Hann segir
einnig að grunnskólarnir séu hluti af samkeppnisstöðu sveitarfélaganna og því byggðamál í vissum
skilningi.
Árni Einarsson hefur unnið að vímu-
vörnum um langt skeið. Hann segir að
vímuefnavandi barna og ungmenna
hafi stöðugt farið vaxandi hér á landi
frá því á áttunda áratugnum. Vímuefn-
in taki sífellt hærri toll og höggvi
stærri skörð í raðir ungs fólks í formi
dauðsfalla og einnig fjölda fólks sem
geti ekki tekið þátt í eðlilegum samfé-
lagsháttum né séð sér farborða sökum
neyslu sinnar, auk þess að leggja
þungar byrðar á herðar sinna nánustu.
„Það er sorglegt að í samfélagi sem
býr við hagsæld og velsæld á flestum
sviðum og hefur nær allt til alls skuli
vera nokkuð stór hópur af fólki sem
lendir inn á þessa braut. Þetta er þó
ekki sérstakt fyrirbæri hér á landi held-
ur er þessi vandi til staðar hvarvetna á
Vesturlöndum og virðist fylgja vaxandi
velferð að einhverju marki," segir
Árni.
Skóli og æskulýðsstarf gegnir
mikilvægu hlutverki í vímu-
vörnum
„Maður trúir því að hægt sé að halda í heiðri þá grein grunnskólalaganna
sem kveður á um að veita skuli hverju barni menntun við hæfi og mæta
þörfum þeirra eins og kostur er. Að því vil ég stuðia," segir Árni Einarsson
bæjarfulltrúi f Seltjarnarneskaupstað.
komin fram kynslóð fólks sem hefur
fæðst inn í þetta lífsform og tekur við
því sem félagslegum arfi sem erfitt
getur reynst að koma sér út úr." Árni
segir að í vímuvörnum skipti skólinn
og annað uppeldisstarf ákaflega miklu
til viðbótar við uppeldi heimilanna,
hvort sem það fer fram af háifu skóla,
íþrótta- og æskulýðsfélaga eða félags-
miðstöðva. „í skólastarfinu er lagður
grunnur að svo mörgu sem ræður
miklu um hvernig börnunum reiðir af
síðar á ævinni. Því þurfa viðfangsefn-
in í skólunum að fanga huga barna og
ungmenna, vera sem mest í samræmi
við getu þeirra og áhuga og veita
þeim útrás fyrir hreyfingu og félags-
þörf. Forvarnastarf er samfélagslegt
viðfangsefni þar sem ákveðin stefna
þarf að liggja fyrir. Við þurfum að hafa
einhverja hugmynd um hvaða ástand
við viljum hafa varðandi fíkniefna-
neyslu og hafa vilja og getu til þess
að fylgja stefnunni eftir og beita þeim
tækjum sem við höfum - bæði form-
legum og óformlegum."
„í þessu efni má segja að allt samfé-
lagið sé undir vegna þess að miklu skiptir
hvaða umhverfi börnum og ungmennum er
búið. Hvernig þörfum þeirra er mætt varðandi
menntun, félagstörf eða annað sem þau þurfa á
að halda. Við getum velt því fyrir
okkur hvort við gefum okkur nægan
tíma til þess að vera með börnunum
okkar eða hvort þau séu orðin af-
gangsstærð í efnislegu lífsgæðakapp-
hlaupi sem við rekum okkur síðan á
að skiptir harla litlu máli þegar eitt-
hvað bjátar á. Vímuefnavandinn hér
á landi tengist ekki bakhlið velferð-
arinnar í eins ríkum mæli og þekkist víða er-
lendis þar sem hann er samofinn viðvarandi at-
vinnuleysi, stéttaskiptingu og vonleysi og hefur
náð að festa félagslegar rætur. Þegar svo er
komið er neysla vímuefna bæði orðin flóttaleið
frá ömurlegum aðstæðum og fjárhagsleg bjarg-
ráð fólks, þar sem flóttinn felst í að hverfa á
náðir vímunnar en bjargráðin í tekjuöflun með
sölu og viðskiptum með vímuefni. Þessi hlið
virðist samt því miður einnig vera að taka á sig
mynd hér á landi. í sumum tilfellum er jafnvel
Félagsmál fyrir austan
Árni hefur setið í bæjarstjórn Seltjarnarneskaup-
staðar um eins árs skeið eftir að hafa starfað að
bæjarmálum á vegum Neslistans kjörtímabilið
á undan. Auk setunnar í bæjar-
stjórn situr hann í skólanefnd og
æskulýðs- og íþróttaráði. Hann
segir að félagsmálaáhugi hafi
fylgt sér frá unga aldri. Hann
hafi snemma farið að starfa með
ungmennafélagshreyfingunni þar
sem samfélagsáhuginn hafi vakn-
að. „Það var mikið rætt um
þjóðmál á bernskuheimili mínu í Breiðdal. Þar
var gestkvæmt og stjórnmálamenn á meðal
gesta þegar þeir áttu leið um Austurland og
„Grunnskólarnir eru þannig orðnir hluti af sam-
keppnisstöðu sveitarfélaganna og byggðamál í
þeim skilningi, þar sem gott skólastarf úti um land
er hluti af byggðabaráttunni og getur haft áhrif á
hvar fólk vill búa."
24