Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Side 26
Fræðslurit um vinnuveitendahlutverk sveitarstjórna
Sveitarfélögin eru jafnstór
vinnuveitandi og ríkið
Út er komið á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga Fræðslurit númer 20 og fjallar það um hlut-
verk sveitarstjórna sem vinnuveitenda. Höfundur þess er Karl Björnsson, sviðsstjóri kjarasviðs sam-
bandsins og fyrrum formaður launanefndar þess.
Hlutverk sveitarstjórna sem vinnuveitenda hefur
ekki verið mikið til umræðu miðað við hvert
umfang þeirra er að þessu leyti. Sveitarfélögin
eru í heild sinni einn stærsti vinnuveitandi hér
á landi eða álíka stór og íslenska ríkið. Starfs-
menn sveitarfélaga eru nú
um 19 þúsund og starfa í
um 15 þúsund stöðugild-
um, sem þýðir að hvor
aðili um sig, ríkið og
sveitarfélögin bera ábyrgð
á um 20% mannafla á
vinnumarkaði. Þá fara allt
að 65% af skatttekjum
sveitarfélaga til greiðslu
launa svo ekki verður um
villst að launakostnaður
er langstærsti einstaki út-
gjaldaliðurinn í rekstri
þeirra. Sveitarfélögin eru
því í veigamiklu hlutverki
sem vinnuveitendur.
Hlutverki sem skiptir
verulegu máli fyrir rekstur
þeirra og afkomu en
einnig þá þjónustu sem
þau veita, auk þess að
hafa á að skipa bæði hæfu og ánægðu starfs-
fólki. Karl fjallar mjög ítarlega um þessa þætti
og skýrir þá í fræðsluritinu.
Framtíðarsýnin er óskiptur
vinnumarkaður
í upphafi rekur hann aðdraganda
þess að sveitarfélög tóku að sam-
mælast um gerð kjarasamninga og
stofnun launanefndar þeirra. í rit-
inu kemur greinilega fram hver
þörfin var að þessu leyti og hversu
samvinna er nauðsynleg undirstaða
þess að unnt sé að miða kjör starfs-
fólks sveitarfélaga við það sem ger-
ist á hinum almenna vinnumarkaði og að jafna
kjör þess frá einu sveitarfélagi og einum vinnu-
stað til annars. Karl fjallar nokkuð um starfsmat
og tilgang þess að leggja kerfisbundið mat á
innihald og einkenni starfa. Hann skýrir út
hvaða þættir liggja að baki því, hvernig það er
sett saman með tilliti til þess að framfylgja jafn-
rétti og hvernig reynt hefur verið að tryggja að
starfsmenn fái sömu laun fyrir sams konar störf
sem í raun er undirstaða alls starfs launanefnd-
ar og kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfé-
laga. í fræðsluritinu er einnig fjallað um sam-
ræmingu kjarasamninga sem meðal annars á að
stuðla að auknum hreyfanleika á vinnumarkaði
og nálgast meira jafnræði á milli launamanna.
Fram kemur sú framtíðarsýn launanefndar
sveitarfélaga að horfa ekki á vinnumarkaðinn
sem tvískiptan; hinn almenna vinnumarkað og
þann opinbera. í ritinu kemur fram að með því
að samræma ýmsa grunnþætti á vinnumarkaði,
þætti á borð við veikindarétt, rétt til orlofs- og
lífeyrisrétt, svo nokkuð sé nefnt, skapist eðlileg-
ur grundvöllur til samanburðar hvað beinar
launagreiðslur varðar þótt
því markmiði verði ekki
náð að fullu nema á löng-
um tíma.
Lágmarks- og há-
markslaun
Karl bendir í fræðsluriti
sínu á að sveitarfélögin
verði að keppa um gott
fólk á vinnumarkaði.
Kjarasamningar sveitarfé-
laga séu í flestum tilvikum
mjög gagnsæir og eftir
þeim farið þannig að bæði
sé um lágmarks- og há-
markssamninga að ræða á
sama tíma og hinn al-
menni vinnumarkaður nýti
kjarasamninga gjarnan
sem lágmarkssamninga
eða viðmiðun um lág-
markskjör. Af þeim sökum séu kjarasamningar
sveitarfélaganna ekki alltaf sambærilegir við
kjarasamninga á hinum almenna markaði þar
sem fyrirtæki bjóði eftirsóttum starfskröftum
mun betri kjör en kjarasamningar sýna. Sveitar-
félögin búi við þetta samkeppn-
isumhverfi og því hafi verið
ákveðið að bæta kjör ákveðinna
stétta í síðustu kjarasamningum,
einkum kjör kennara í leik- og
grunnskólum þar sem þeir sem og
annað starfsfólk með langskóla-
menntun hafi eðlilega sótt í hærra
launuð störf á hinum almenna
vinnumarkaði þegar kjörin þar
voru betri en hjá sveitarfélögunum.
Aukin ábyrgð til stjórnenda
Karl bendir á að auk þess að bregðast við sam-
Starfsmenn sveitarfélaga eru nú um 19 þúsund og starfa í um 15 þúsund stöðugildum.
„Þótt launin þurfi að vera samkeppnishæf þá vega
einnig aðrir þættir þungt. í því sambandi má
nefna starfsöryggi, starfsumhverfi og möguleika
til endurmenntunar," segir Karl Björnsson í
fræðsluriti sínu.
26