Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Side 29

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Side 29
Kristján Baldursson, byggingarfulltrúi og umhverfisstjóri ÍVatnsleysustrandarhreppi. Vanmetin hreinsistöð Kristján segir að Einar K. Stefánsson hafi bent á að slíkar lausnir séu til en hugmyndir hans byggist einkum á niðurbrotsvirkni sjávar, sem oft sé mjög vanmetin hreinsistöð. Einnig verði að huga að því hvað sé látið fara niður um nið- urföllin. „Mér finnst menn hugsa allt of mikið um ytri endann, hvað fari endanlega út í við- takann en minna um hvað fer ofaní holræsin," segir Kristján og bendir á að upplýsingar skorti um hvað felist í hugtakinu síun. „Síunin er ekki skilgreind nægilega vel í reglugerðum, til dæm- is hvað varðar möskvastærðir. Menn verða að vita meira hvað liggur að baki kröfum um þennan hreinsibúnað. Er það fyrst og fremst sjónmengunin? Heilsu manna stafar ekki hætta af henni," segir hann. Mögulegt að vinna með ódýrari haetti Gerlarannsóknir eru nauðsynlegar að mati Kristjáns til þess að fá vitneskju um hvernig best sé að haga frárennslisútrásum og hversu langt þær þurfi að ná út í viðtakann. Þessar rannsóknir séu á hinn bóginn dýrar og spurning hvað fámenn sveitarfélög geti ráðist í þar sem hönnunarþátturinn í framkvæmdinni er ekki styrkhæfur frá ríkinu. Ljóst sé að lengja verði þau tímamörk sem sett hafi verið þar sem tæp- ast náist að Ijúka framkvæmdum fyrir árið 2005 og einnig sé spurning um aðkomu ríkisins að þessum málum. Stærsta málið í sínum huga segir hann að sé engu að síður hvort mögulegt geti reynst að vinna þessi mál með ódýrari hætti á fámennum stöðum við sjávarsíðuna en gert hefur verið ráð fyrir. Ef sá möguleiki sé raunhæfur auðveldi það mörgum sveitarfélög- um að ráðast í framkvæmdir og að Ijúka þeim innan tímaramma sem samstaða ætti að geta náðst um. Endurgreiða skal virðisaukaskatt vegna holræsahreinsunar Sveitarfélög eiga að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af kostnaði sem þau greiða vegna hreins- unar holræsa. Þetta kemur fram í svari ríkisskattstjóra við fyrirspurnum frá 26. apríl 2002 og 14. mars 2003. í 1. tölulið 3. málsgreinar 42. greinar laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988 er tekið fram að endurgreiða skuli ríki, sveitarfélögum og stofn- unum þeirra virðisaukaskatt sem þau hafa greitt vegna kaupa á sorphreinsun; söfnun, flutningi, urðun og eyðingu sorps og annars úrgangs, þar á meðal brotamálma. Við nánari skilgreiningu skattayfirvalda á sorpi hefur verið stuðst við lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerð sem sett var á grundvelli þeirra laga. Frá því sjónarmiði fellur seira undir hug- takið úrgangur og telst meðhöndlun hennar í frárennslisstöð því falla undir flutning og eyð- ingu sorps. Hreinsun holræsa telst einnig til sorpeyðingar samanber skilgreiningu á grund- velli framangreindra laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og skal því endurgreiða sveit- arfélögum virðisaukaskatt af aðkeyptri þjónustu atvinnufyrirtækja við hreinsun þeirra að því gefnu að uppfyllt séu formskilyrði 14. greinar reglugerðar nr. 248/1990 varðandi umsóknir og grundvöll þeirra. Samkvæmt nefndri 14. grein reglugerðarinnar fellur réttur til endurgreiðslu niður ef umsókn um niðurfellingu berst til við- komandi skattstjóra eftir að sex ár eru liðin frá því réttur til endurgreiðslu varð til. <%> 29

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.