Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Blaðsíða 30
Frá Akureyri. Akureyrarkaupstaður er eitt af sveitarfélögunum sem þátt tóku í verkefni um reynslusveitarfélög. Verkefnisstjórn telur ávinning af verkefnunum vera allt í senn faglegan, fjárhags- legan og stjórnskipulegan fyrir sveitarfélögin. Skýrsla um framkvæmd reynslusveitarfélaga Rýmka þarf lagalegt svigrúm Rýmka þarf lagalegt svigrúm sveitarfélaga til nýjunga og yfirtöku verkefna að mati verkefnis- stjórnar reynslusveitarfélaga. Verkefnisstjórnin telur að mikilvæg reynsla hafi fengist hjá þeim sveitarfélögum sem tóku að sér verkefni reynslusveitarfélaga. Síðustu tvö ár hafa Reykjavíkurborg, Akureyrarkaupstaður, Vestmanna- eyjabær og Sveitarfélagið Hornafjörður unnið að verkefnum sem reynslusveitarfélög. Verkefninu var hleypt af stokkunum með lögum um reynslusveitarfélög frá 1994 en lauk formlega í árslok 2001 þótt nokkur sveitarfélög hafi unnið að verkefnum samkvæmt framhaldssamningum. Markmiðið með verkefninu var að gefa sveitarfélögum kost á að taka að sér tímabundin verkefni frá ríkinu og meta síðan hvernig til tækist. Með þessu móti fengist ákveðin reynsla fyrir forystumenn ríkisvaldsins og sveit- arfélaganna er nýta mætti við mótun frekari hugmynda um tilfærslu verk- efna frá ríki til sveitarfélaga. Skýrsla verkefnisstjórnar reynslusveitarfélaga um framkvæmd verkefnisins liggur nú fyrir. Tólf sveitarfélög valin Reynslusveitarfélagaverkefnið hófst með því að auglýst var eftir sveitarfé- lögum til þátttöku á haustdögum 1993. Alls bárust 38 umsóknir frá 50 sveitarfélögum en nokkrar umsóknir voru sameiginlegar frá sveitarfélög- um þar sem viðræður um sameiningu voru hafnar. Stjórn verkefnisins valdi 15 sveitarfélög úr hópi umsækjenda til samninga um samstarf. Lög- bundið var að þau sveitarfélög er sóttu um þátttöku í tengslum við sameiningu skyldu hafa forgang og að lokum voru valin 12 sveitarfé- lög til þátttöku í verkefninu og sóttu þau samtals 56 verkefni. Stjórnsýslutilraun sem ekki á sér fordaemi Reynslusveitarfélagsverkefnið er stór stjórnsýslutilraun sem ekki á sér for- dæmi hér á landi. f skýrslu verkefnisstjórnar segir að með því hafi skapast mikilvægur lærdómur varðandi mat og úttektir tiltekinna verkefna á um- ræddu tímabili. Hins vegar megi spyrja hvort og á hvern hátt hefði mátt framkvæma verkefnið með öðrum hætti og hvaða lærdóm megi draga af þessu ferli ef til sambærilegra stjórnsýslutilrauna komi síðar. í umsögn skýrsluhöfunda kemur fram að þátttakendur sjái nú að nauðsynlegt hefði verið að skilgreina árangursmælikvarða og þau viðmið sem nota á áður en verkefni hefjast. Að öðrum kosti geti orðið erfitt að meta árangur og því þörf á mun agaðri vinnubrögðum í framtíðinni en notuð voru í upphafi. Bætt þjónusta og styttri biðtími Verkefnisstjórn reynslusveitarfélagaverkefnisins telur mikilvægt að benda á þrenns konar árangur sveitarfélaganna af þátttöku í verkefninu. í fyrsta lagi sé um að ræða faglegan árangur; þá reynslu sem umrædd sveitarfé- lög hafa öðlast með því að hafa umsjón með þjónustu og samskipti við notendur hennar. í öðru lagi bendir verkefnisstjórnin á fjármálalegan ár- angur. Það markmið var sett með reynslusveitarfélagaverkefninu að nýta betur það opinbera fjármagn sem ætlað er til þeirra verkefna sem sveitar- félögin tóku að sér. Verkefnis- stjórnin segir í skýrslu sinni að vís- bendingar bendi ótvírætt í þá átt að þjónustustig við fatlaða, sjúka og aldraða hafi hækkað í viðkom- andi sveitarfélögum þótt í skýrslu ríkisendurskoðunar og óháðs út- tektaraðila komi fram að ekki sé Ijóst hvort fjárhagslegur ávinningur hafi náðst með flutningi verkefnanna frá rfkinu til sveitarfélaganna. í þriðja lagi bendir verkefnisstjórnin á að mikill ávinningur sé fyrir sveitarfélögin Verkefnisstjórnin hvetur til þess að formlegt eða óformlegt framhald verði á tilrauna- og nýsköp- unarstarfsemi meðal sveitarfélaga. 30

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.