Sveitarstjórnarmál - 01.06.2003, Blaðsíða 33
klukkustund. Tómas segir að áhersla sé lögð á
fjölbreytni fræðsluefnis og leikja og nefndi til
gamans að sérstakur kosningaleikur hafi verið
settur saman og fólki boðið að taka þátt í hon-
um á kosningadaginn nú í vor. Sumum hafi
fundist óviðfelldið að efna til kosningaleiks og
jafnvel heyrst raddir um að verið væri að við-
hafa áróður á kjördag. Þegar fólk hafi hins veg-
ar tekið þátt í leiknum hafi það komist að raun
um að hann snérist alls ekki um þá stjórnmála-
flokka eða stjórnmálamenn sem athyglin beind-
ist að í kjörklefunum heldur eitt og annað sem
tengdist garðinum sjálfum, til dæmis voru
spurningar a borð við hvort kýrin kjósi fremur
að drekka mjólk en vatn. í sérstöku leikjatjaldi í
garðinum hefur meðal annars verið komið upp
vog sem sýnir þunga þess sem stígur á vogar-
pallinn miðað við að hann væri staddur á fimm
mismunandi plánetum sólkerfis okkar. Fyrirtæk-
ið Marel útbjó tölvuvogina og reikniforritið,
sem byggjast á því hvert aðdráttaraflið er á
hverri plánetu fyrir sig. Tölvan er síðan útbúin
með fimm skjám þar sem menn geta borið
þyng sína saman eftir aðdráttarafli viðkomandi
plánetu. Til gaman má geta þess að manneskja
sem vegur um 70 kíló á Jörðinni vegur aðeins
um 5 kíló á Plútó en nokkru meira á Tunglinu.
Þarna má einnig sjá hljóðmæli sem mælir há-
Kiðlingarnir vekja athygli barna og eru vinsælir.
vaða í desebilum ásamt samanburði við nokkra
þekkta hávaðavalda á borð við rokkhljómsveitir
og þotuhreyfla. Þetta er nokkuð sem börnum
finnst gaman að reyna raddstyrk sinn við. Þá
má nefna töfraspegla og margt fleira.
Sérstakur þjónustusamningur
Sérstakur þjónustusamningur var gerður á milli
Reykjavíkurborgar, rekstrarstjórnar og starfsfólks
Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í febrúar árið
2000. Tómas segir þann samning hafa breytt
miklu um starfsemi garðsins. Með honum sé
Storkurinn Styrmir heíur búið í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum frá því á síðastliðnum vetri að hann
var „handtekinn" austur á landi og fluttur þangað á
vegum umhverfisráðuneytisins.
stefnt að því að gera rekstur hans sjálfstæðari
frá borgarkerfinu. Rekstur garðsins er annars
vegar kostaður af föstu framlagi borgarsjóðs en
hins vegar tekjum garðsins sjálfs. Framlag borg-
arinnar er nú um 60 milljónir króna á ári en fer
lækkandi um 5% á ári í fimm ár samkvæmt
þjónustusamningnum. Tómas segir að unnt hafi
verið að hagræða í rekstrinum og einnig að
auka tekjur til þess að mæta þessari breytingu.
En þrátt fyrir hagræðingu og aukningu tekna
verði stofnun á borð við Fjölskyldu- og hús-
Mikill fjöldi barna sækir Fjölskyldu- og húsdýra-
garðinn heim. Þennan rigningarmorgun voru þrjár
rútur við innganginn þegar tíðindamann bar að
garði.
dýragarðinn aldrei rekin af eigin tekjum einum
saman heldur verði samfélagið að koma að
rekstrinum að einhverju leyti.
Útivistarsvæði og náttúrugripasafn
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn og Crasagarð-
urinn liggja saman í Laugardalnum og mynda
samfellt útivistarsvæði með tengsl við íþrótta-
svæðið fyrir vestan það. Tómas segir það sína
persónulegu skoðun að svæðið á milli Suður-
landsbrautar og Laugardalsins eigi að vera eitt
samfellt útivistarsvæði. Ýmis sjónarmið hafi
komið fram á meðal stjórnmálamanna um nýt-
ingu þess í gegnum tíðina en endanlegar
ákvarðanir liggi ekki fyrir. Tómas segir vera til
umræðu að koma upp náttúrugripasafni í
tengslum við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og
Grasagarðinn. Slíkt safn skorti tilfinnanlega á
höfuðborgarsvæðinu en með uppbyggingu þess
í tengslum við garðana og útivistarsvæðið í
Laugardalnum yrði enn aukið við aðdráttarafl
þess.
33