Hekla - 01.04.1939, Síða 2

Hekla - 01.04.1939, Síða 2
2 HEKLA Avappsorð. Það Jjykir að sjálfsögðu ekki stór viðburður, Jjótt eitt lítið barnablað skjóti upp kottinwn »eins og lítió lautarblóm, sem, la-ngar til að gróa« mitt á liinu verð- andi vori.--Samt sem áður 'er það stórviðburöw fyrir litiu útgefendurna, sem eru skólabörn í Ása- og Holtahreppi í Rangárvallasýslu, sem œtla að reyna þessa fjáröflunarleið fyrir ferðasjoð sinn; því vitan- lega langar þáu til «ö ferðast og sjá sem mest af mikilleik og fegurð landsins síns. Með þeirri von og vissu, að sanngjarnlega verði lit- ið á ■ verk litiu rithcfwndanna, og blaðinu þeirra, »Heklu«, verði Ijúflega tekið, árnum við 'óUum GLEDILEGS SUMARS. Sigurbjorg Guðiónsdóttir Hélgi Vigfússon kennari. kennari. Þegar §nmardagnrinii fyrsti kom. Það var kalt og' ömurlegt í höllinni hans Frosta konungs. Þó var Frosti konungur ánægður á svipinn, þar sem hann ,sát í hásæti sínu, sem gjört var úr blátærum ís. Iiann réri sér fram og aftur í hásæti sínu og blés. kulda frá sér — nístandi vetrarkulda. öðru hvoru lýstu norourljósin upp höllina hans, og fölum bjarma sló á silfurhvíta skeggið hans, en Má.n- inn glotti hátt uppi á himninum. »ö, hvað það er kal,t í höllinni hans Frosta«, tístu snjótitlingarnir; »bara að vorið færi að koma — ó, blessað vorið«. »Vor! vor!« kvað um alla höliina. Frcsti konungur kipptist við og svipurinn varð enn- þá harðneskjulegri, en hann hafði áður verið. Það var auðséð, að hann mundi ekki fagna vorinu, þegar það ioksins kæmi. •-En vorið kom samt. — Einn dag stendur geislandi fagur sveinn í hallardyrum Frosta konungs. Hann er í grænum klæðum og á höfðinu ber hann gnllna kórónu, sem er eins, og hún væri gerð úr sóleyjagulli. Áugun hans iýsa eins og heiðbláa fjólan og varir hans eru rauö'ar eins og rósarblöð. — En mcst er þó vert um andardrátt hans, sem er hlýr eins og sólarkoss. En hvað er að sjá hann Frosta konung? Hann grætur e'ns og barn. Hásætið hans er að hrynja og' hann er allur að bráðna. — Stórir, fossandi lækir silfurtn rrá tára sti eyma um höllina hans. Höllina, sem við köllum »Jörð«. Sumardagurinn fvrsti hefur heilsað. Gleðiiegt sumar! Sigriður Jónasdóttir (1U ára). KISA. Einu sinni var k&rl og kerling í koti sínu. Þau áttu einn kctt er Fáfnir hét. Kerlingunni þótti svo vænt um köttinn, að hún mátti aldrei af honum sjá. Svo ef það einu sinni, að bóndi er við útiverk, en kerling er að strokka. Þegar kerling er búin að því, tekur hún af strokknum og setur smjörið í trog, svo skrapp hún frá. Þegar hún kemur aftur, þá sér hún kisu standa niðri í troginr, cg vera að hakka í sig smjörið. Kerlingu verður svo bilt við, að hún. þrífur fötu meö vatni í og skvettir á kisa, sem var í ró og næði að borða. Kisi var ekki seinn á sér að hoppa úr trog- inu og í burtu. Og ekki sást hann. fyrr en eftir tvo tíaga. Kerling var svo hrygg yfir þessu, að hún neytti hvorki svefns né matar. En það er af kisa aö segja að hann hélt sig í kofa rétt hjá bænum. Einu sinni þegar bóndi var að gefa. á stallinn í kofanum, sem Fáfnir héit sig í, þá brá honum heldur en ekki í brún, þegar hann finnur mjúkt og loðið dýr í jötunni. Hann tekur þetta dýr upp og sér að þetta er ekkert ann- að en kötturinn þeirra. Hann tók Fáfni upp og fór með hann inn til kerlingar. Fékk kisi nú held- ur gcðar viðtökur. Kerling kom með fleytifulia skál af rjóma og kjöt. Og fór nú kisi að borða með beztu lyst, sem von var því það var langt síðan hann hafði fengið svona g'óðan mat. Svo lag'ðist Fáfnir fyrir neð- an ofninn og' fór að mala eins og ekkert; hefði ískor- izt. Einu sinni, sem oftar, kemur karl inn og' segir •við keriingu: »Ég sá eitthvert lítið dýr vera að skjót- ast inn. í skemmu. Það var víst mús. Það er bezt að láta Fáfni vera þar í nótt«. En kerlingin mátti ekki heyra það, því hún hélt hann myndi deyja úr kulda. En karl sagði: »Ef hann er svo aumui' að þola ekki að vera úti eina nótt, þá er mér alveg sama um hann«. Og lýkur svo þessari sögu. Ingibjörg Þorsteinsdóttir (1U ára).

x

Hekla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hekla
https://timarit.is/publication/1064

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.