Hekla - 01.04.1939, Qupperneq 6
6
H E K L A
Fífill og sóley.
Fífill og' sóley voru beztu vinir. Þau uxu líka bæði
í sama hlaðvarpanum. hvort við hliðina á öðru. Þegar
sólin skein og flugnrnar suðuðu allt í kringum þau,
þá lá vel, á þessum fallegu vinum. Það var líka svo
hlýtt í blessuðum hlaðvarpanum þeirra.
Fífill og sóley hbfou líka alltaf nóg að tala um, og
þau héldu, að enginn væri til hamingjusamari en þau
í öllum heiminum.
En einu sinni fór illa. — — Það var glaða sólskin
og blæjalogn. Allt í einu heyrist voða mikill undir-
gangur. Kýrnar voru að koma. Skráma gamla kom
æðandi niður í hlaðvarpann og beit höfuðið af fallegu
sóleyjunni og fífilinn kramdi hún næstum því í sund-
ur undir fótunum. En veslings fífillinn gat ekkert
nema grátið horfnu, fallegu sóleyjuna sína.
Nú er komin önnur sóley við hliðina á honum, sem
kinkar kolli til hans. En hann getur ekki brosað meir
og bráðum verður hann að bifukollu, veslings fallegi
fífillinn minn.
Margrét Jónasdóttir (11 ára).
Snmardagurinu fyrsti,
Það var einu sinni ungur maður, sem hét Sumar-
dagur., og var nefndur Sumardagurinn fyrsti, af því
að hann kom alltaf fyrstur af bræðrum sínum. Einu
sinni kom þessi ungi maður í höll Vetrar konungs.
Vetur var orðinn gamal.1 og gráhærður og langaði
til aö fá unga og skemmtilega menn í þjónustu sína.
Sumardagurinn fyrsti dvaldi nú um tíma í höll
Vetrar konungs. Einn daginn. tók Vetur gamli eftir
því, að eitthvað var farið að 'leka ofan á hann. Svo
tók hann hka eftir því, að pollar voru farnir að koma
í glæra ísgólfið, sem aldrei höfðu sézt áður. Allt í
einu klæjaði hann þessi ósköp í stóra, hvíta nefið
sitt. Hann brá hendinni upp að nefinu og rak í burtu
stóra, suðandi fiskiflugu. Hann tók lika eftir því,
að hrímaöa skeggið hans var al]t að bráðna. Nú tók
hann líka eftir því, að úti fyrir heyrðist margradd-
aður aöngur. Og allt í einu uppgötvaði hann það, með
óttalegri skelfingu, að vorið var komið. Þá varð hann
svo óttasleginn, að liann þaut á fætur og orgaði upp
yfir sig, svo allt skalf og hristist í höllinni. Þá kom
allt, þjónustufólkið hans Vetrar gamla, til að vita,
hvað um væri að vera. Ein þernan sagði: »Sækið
fljótt lækninn, kóngurinn er veikur. Fljótt lækn-
inn!« — »Nei, ég er ekkert veikur. Það er bara
komið vor, og því var ég að hljóða«, sagði Vetur
gamli og gretti sig. »Komið nú, allt mitt lið«. Nú kom
Sumardagurinn í Ijósgrænum fötum, skrýddur blóm-
um af öllum litum. Svo fór sólin að skína. Hún skein
svo skært, að eftir örstutta stund var höllin hans
'Vetrar brædd niður.
En nú reis upp stór og fa]leg höll, yfir svæðið, sem
höll Vetrar hafði staðið á. Hún var öll skrýdd blómum.
utan og innan, og í þessari höl] átti Sumardagur-
inn fyrsti heima og bræður hans.
Þorgcrður Gnlðmundsdóttir (12 ára).
SKEMMTIFERÐ.
Þann 8. júní árið 1938 lögðum við skólabörnin í
Holta- Ása- og Djúpárhreppi af stað í skólaferðalag.
Ferðinni var heitið á Þingvöl.1, hinn forna þingstaö
landsmanna. Við Þjórsá áttu bílarnir að mætast, og
gerðu þeir það. Þeir voru þrír. Nú var haldið að
ölfusá. Þar var numið sfaðar stundarkorn. Síðan var
haldið áfram upp með fjalli því, sem heitir Ingólfs-
fjali og kennt er við Jngólf Arnarson, fram hjá Bílds-
felli, Úlfljótsvatni, sem kennt er við Úlfljót, er fór
utan að nema lögin. Þá erum við komin í Grafning,
sveitina fyrir sunnan Þingvallavatn. VegUrinn þarna
var ekki mjög góður, og var farið að rökkva, þegar
við fórum niður í Almannagjá. Svo var ekið á leiðar-
enda til Val,hallar. Þar borðuðum við nestið. Síðan
var okkur skipt í hópa, fjórum í hvern. Svo kaus
hópurinn sér flokksforingja, er átti að sjá um, að
allt væri í röð og reglu 1 herberginu, þar sem við
sváfum. Okkur var ságt, að við skyldum vera róleg
þangað til við værurn vakin klukkan sjö. En við urð-
um mestu morgunhanar og vöknuðum klukkan fjög-
ur. Verst þótti okkur að geta ekki komist út í góða
veðrið. Svo var okkur nú hleypt út, og vorum við
að ganga um úti, þar ti] við fórum í gönguför um
nágrennið. Fyrst var gengið upp á Almannagjái’barm,
og var okkur sagt um það helzta er sást. Ármannsfell
blasir við í norðaustri. Árni Oddsson. reið fram með
fellinu, þegar hann kom frá Vopnafirði eins og allir
munu kannast við. Þar fyrir framan er Skjaldbreiður.
»Ögnaskjöldur bungubreiður ber með sóma réttnefn-
ið«, segir Jónas. Framan í fjallinu sitja Karl og Iveri-
ing, tveir stórir drangar. Síöan kemur Tindaskagi
all-hnjúkóttur. Hrafriabjörg eru beint í austri, há og
svört. Svo koma Kálfstindar. Dökk rönd liggur í
hrauninu í suðaustri, að ég he]d, ef ég er ekki átta-
villtur. Dökka rákin er Hrafnagjá. Svo sjáum við
Lögréttu og staðinn, þar sem haldið er að Lögberg
hafi verið. Við sjáum líka hólmann í öxará, þar sem