Hekla - 01.04.1939, Síða 8

Hekla - 01.04.1939, Síða 8
8 H E K L A ÁS A og IÍÁTUR Einu sinni fyrir óra löngu bjuggu hjón ein, lengst inni í afdal hér á landi. Þaiu áttu sér eina dóttur. Hún hét. Ása og var sjö ára gömul,. Bærinn þeirra hét. Kot. Mesta gleði þeirra hjóna var að! sjá Ásu hoppa káta og fjöruga í kringum þau. 1 Koti var hundur, sem hét Kátur, Kátur og Ása léku sér oft saman, bæði úti og inni. Þau voru góð leiksystkini. Þegar bóndi fór að smala fór Kátur með honum. Ása saknaði Káts þá stund er hún gat ekki leíkið sér við hann. Einu sinni sem oftar kom mikill, bylur, og bóndi þurfti að fara á beitarhúsin, en Kátur var með hon- um. Hann kom ekki um nóttina. Ása og mamma henn- ar voru mjög órólegar. En um hádegi daginn eftir, kemur bóndi inn allur uppfenntur. »Það er Kát mín- um að þakka núna, eins og svo oft áður, að ég er lifandi«, sagði bóndi. Nú líður og bíður, þá er það eina nótt að Kátur verður fárveikur, og lítur ekki út fyrir annað en bann deyi. Töluðu þá hjónin um að stytta honum aldur, svo hann kveldist ekki leng- ur. En þegar Ása 1 eyrir þetta, fer hún að gráta, og biður þau að lofa Kát að! lifa og vita hvort hon- um batni ekki. Láta þau till,eiðast fyrir orð Ásu, JxS þeim þætti lítil líkindi til þess að Kát batnaði. Ása gerði alft, sem í hennar valdi stóð til að hjálpa Kát. Og eftir fáar vikur var Kátur aftur orðinn. alheill. Smá á rennur rétt fyrir austan bæinn. Nú bai svo við að hjónin þurftu að skreppa að heiman. Og Ása og Kátur urðu ein eftir heima, Kát var trúað fyrir Ásu litl.u. Þegar hjónin voru farin, fer Ása aust- ur að ánni að leika sér, og Kátur með henni. En nú vill svo illa tif að Ása dettur í ána. En er Kátur sér þetta,, hleypur hann út í ána og syndir á eftir Ásu, rífur í hana, og getur synt með hana í land. Þannig bjargaði Kátur Ásu litlu frá bráðum bana. Þegar hjónin komu heim sagði Ása þeim allt eins og var. En þeim bótti ennþá vænna um Kát eftir en áður, fyrir það að hann bjargaði dóttur þeirra. Nokkru seinna varð Kátur veikur og dó. Þá fór litla Ása að gráta. Við hvern átti hún að leika sér? »Enginn er ti 1«, sagði Ása kjökrandi. Næsta vetur kom lítill hvolpur að Koti, sem hafði villzt. Ása nefndi hann Kát, því hana langaði til að hann líktist gamla Kát, vini hennar. Steinunn Ástgeirsdóttir. Þegar ég for að læra sund Um miðjan júní fórum við að læra að synda uppi í Reykholti í Biskupstungum. Ég var farin að hlakka mikið til. Helgi Vigfússon ætlaði að kenna okkur. Hann bauð mér að vera með, þó að ég sé ekki hjá hon- um í skól,a. Við fórum 27 saman, að mig minnir. Það var rigning, þegar við lögðum af stað, svo að okkur var ekki farið aö lítast á blikuna. Bíllinn rann af stað. Við sungum, en úti buldi rigningin á gtuggun- um. Okkur fannst leiðin löng, en svo glaðnaði yfir okkur, þegar við heyrðum bílstjórann segja við kenn- arann, að þetta va.ri nú farið að styttast. Það rætt- ist líka. Brátt, sáum við stóran gufustrók, sem lagði upp úr hver„ sem var nálægt skólahúsinu. Húsið var fremur lítið, en [x)kkalegt. Við fengum ekkert. að skoða, ekki einu sinni sundlaugina. Við vorum orðin þreytt. Okkur var líka undir eins vísað til hvílu. Það voru tvö svefnherbergi, reglulega skemmtileg, sér- staklega annað. Vió vorum mikið fegin að mega fara að sofa. Við vöknuðum snemma næsta morgun, löngu áður en við máttum klæða okkur. Við kfæddum okk- ur svo í sundboli og fórum niður í leikfimissal. Þar vorum við látin fara í leikfimi. Það þótti okkur gam- an, Svo var farið að skipta okkur niður í flokka, 1., 2. o. s. frv. En þeim var breytt eftir því sem vicl vorum dugleg. Fyrst voru börnin dálítið hrædd, en Viö sundUvugina.

x

Hekla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hekla
https://timarit.is/publication/1064

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.