Hekla

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Hekla - 01.04.1939, Qupperneq 9

Hekla - 01.04.1939, Qupperneq 9
H E K L A 9 það skánaði. Næsta dag fórum við að skoða okkur um, þá var glaða sólskin. Allur hópurinn hélt upp á holt, sem var fyrir ofan bæinn. Þaðan sáum við margt. Þar opnaðist fvrir okkur dalur. I dafnum voru bæir, en ekki man ég nöfnin. Eftir dafnum runnu líka tvær ár, Hvitá og Tungufljót. Svo héldum við heim ao skólanum og tókum til starfa. Einusinni konru tveir strákar, og báð'u þeir um að fara í laugina. Kennarinn bað þá um að leyfa okkur að horfa á þá, meðan þeir væru að synda. En það vildu þeir ekki. En við telpurnar fórum þangað, sem við gátum séð þá út um glugga. Svo lágu strákarnir á gægjum. Eft- ir viku veru þarna, þó kom bíll að sækja okkur. Var nú haldið heim. Þetta var skemmtilegur tími. Enginn ætti að láta það ógert, að l,æra áð synda. Þaö eykur fjör og dug þjóðarinnar. Birna Björnsdóttir (12 ára). Þegar brúðurnar hennar Rósu fengu mólið. Ásta: Komdu sæl. Lilja: Komdu nú sæl. Ásta: Mig fangaði til að heilsa upp á þig, áður en ég færi. Liija: Jæja, ætlarðu að fara að fara? Ásta: Já, ég fer á morgun. Lilja: Gerðu svo vel og komdu inn fyrir. Ásta: Þakka þér fyrir. Lilja: Börnin eru nú ölj uppi í rúmi ennþá. Ásta: Það er ekki von, að þau séu komin svona snemma á fætur. Lilja: Það er heldur ekki gott, veður fyrir þau úti núna. Ásta: Hafa börnin verið heilsugóð í vetur? Lilja: Þau urðu flest fyrir slysum kringum jólin í vetur. Sigga litla datt ofan, í þvottabala, sem var fulfur af vatni. Lóló sat. úti á tröppum, en þá kom seppi, tók hana og liljóp með hana í burtu og nagaði annan fótinn af henni. Gunna var að leika sér uppi á borð'i að gullunum sínum, en þá datt hún niður á gólf og höfuðið brotnaði, svo ég varð að kaupa nýtt höfuð á hana fyrir jólin. Ásta: Auiningjarnir litlu. En varðst, þú ekki fyrir neinu slysi, Þrúða mín? Lilja: Jú, haninn hjó í augað á henni, svo hún vai’ð blind; ég sendi eftir lækni og hann gat læknað þac), annars hefði ég þurft að kaupa höfuð á hana líka. Ásta: Ég á líka í miklu stríði með hann bangsa minn. I gær var ég að þvo þvott, og hengdi hann upp á snúru. Bangsi var úti að leika sér í góða veðrinu. En þegar ég ætfaði að fara að taka inn þvottinn, var snúran slitin og þvotturinn lá hingað og þangað. Fyrst skildi ég ekkert, í þessu, en brátt kom ég auga á bangsa, sem lá í grasinu þar rétt hjá og skellihló. Þá skildi ég strax, hvernig í öllu lá og fór að tína saman tuskurnar. Nú kom telpan, sem átti brúðurnar og fór að leika sér að þeim. Og voru þá samræðurnar út.i í það sinnið. Margrét Runólfsdóttir (13 ára). Tannpína. Einu sinni var lítil stúlka, sem hét Lísabeí. Hún fékk oft tannpínu. Eitt sinn varð mamma hennar annað. Þá sagði mamma hennai’,, að tannlæknirinn að binda stóran klút. um vinstri kinnina á henni. Lísabet var mjög illt í tönninni. Hún æpti hvað eftir gæti tekið tönnina burt með tönginni sinni. Og aum- ingja litla Lísabet iabbaðí til læknisins. Læknirinn tók lönnina burtu, og þá fór vonda tannpínan líka. En skömmu síðar gægðist ný tönn upp í skarðinu; þá var Lísabet glöð. Nú fékk hún aldrei tannpínu meir. Hún hefir víst aldrei gleymt að bursta tennurnar á kvöldin. (Snúið úr dönsku kvæði). Hvld.a Gíistafsdóttir (12 ára). Vorið. Allt af finnst mér ég hlakka innilega til vorsins, sem færir okkur svo margt unaðslegt. Með vorinu rís náttúran úr vetrardvala sínum. Kastar af sér hinum hvít.a hjúp og íklæðist hinum marglitu klæð- um sínúm. Þá hlýnar veðrið og sólin sendir sitt heita geislaflóð. — Þá fer jörðin líka að grænka. Það hef- ur verið vani minn, þegar ég hef fundið fyrstu sól- eyjuna á vorin, að setja merki við hana til að geta séð, hve vel henni færi fram. Á vorin koma lika vinir okkar farfuglarnir sem hafa flúið vetrarkuldann hér hjá okkur. Þeir koma í stórum hópnm frá heitu löndunum, og hefja sinn fallega söng. Þeir eru að heilsa og þakka fyrir liðna tíð. Á vorin fæðast iömbin, sem eru svo falleg og fjör- ug. Það er gaman að sjá mörg lömb í hóp leika sér og keppast hvert í kapp við annað. Þá er líka mikið gaman að folöldunum.

x

Hekla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hekla
https://timarit.is/publication/1064

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.