Blað frjálslyndra stúdenta - 01.10.1939, Page 2

Blað frjálslyndra stúdenta - 01.10.1939, Page 2
2 BLAÐ FRJÁLSLYNDRA STÚDENTA Áhugamál félagsins og siefnuskrá þess Oft á dag heyra menn nefnt, að þessi eða hinn hafi áhuga á hinu og þessu, eða þá, að hann muni vera gjörsamlega áhugalaus maður með öllu. Þessi ógurlegi áhugi eða þá þetta gífurlega áhugaleysi, hljóta því að vera nokkuð voldug öfl, sem miklu ráða í lífi mannanna. Það er því ekki að undra, þótt félög kunni að hafa áhugamál, þar sem svo margir menn, sem sameiginlegan áhuga hafa á hinu eða þessu, mynda félagsheildina. Að vísu má þó ekki búast við, að félagsmenn allir séu sammála um hvert einstakt smáatriði. Um þau verður oft ágreiningur og hann mikill á stundum. En heildarútkoman verður sú, að félagið lætur áhuga sinn fá útrás í ákveðna átt eða stefnu. Félagið tekur ákveðna afstöðu til allra þeirra mála, sem því viðkoma. Sem sé, félagið myndar sér ákveðna stefnuskrá og breytir sam- kvæmt henni. Nú kunna menn að spyrja, hver muni vera stefnuskrá þessa félags, og hvað hún muni hafa inni að halda. Stefnuskrá þessa félags — Félags frjálslyndra stúdenta — er falin í lögum þeim, sem félagið nú lýtur, þótt lög þau muni aðeins vera sett til bráða- birgða. Endanlega mun frá þeim verða gengið á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður eigi síðar en 15. okt. næstkomandi. — Þar sem stefna félags- ins er svona skýrt afmörkuð í lögunum, þá er það ákjósanlegast að taka hverja einstaka grein þeirra til athugunar, einnig má þá sjá í hendi sér, hver muni verða áhugamál þess. í fyrstu grein segir, að félagið heiti Félag frjáls- lyndra stúdenta. Stefna félagsins og fremsta á- hugamál verður þá að verja frjálslyndið gegn hvers konar ofsóknum af hálfu öfgastefnanna og for- sprakka þeirra. Hvað er meira um vert, heldur en að varðveita félagsins, er halda skal eigi síðar en 15. október ár hvert. Samtímis skal kosin varastjórn. Aðal- fundur er því aðeins lögmætur, að Va. félagsmanna mæti. § 6. Ársgjald til félagsins skulu félagsmenn greiða eftir því, sem aðalfundur ákveður ár hvert. § 7. Meðlimir félagsins geta allir þeir orðið, sem stunda nám við Háskóla íslands eða Viðskiptahá- skóla íslands, enda samþykki þeir stefnuskrá þess. § 8. Á félagsfundum ræður magn atkvæða. Fund- ur telst lögmætur, ef Vs félagsmanna mætir á hon- um, sbr. þó § 5. § 9. Lögum þessum verður aðeins breytt á aðal- fundi, enda samþykki % mættra félagsmanna breytinguna. frjálslyndið. Frjálslyndið, sem leyfir mönnunum að halda frjálsræði sínu. Leyfir oss, sem gefum út blað þetta, að mæla og prenta það, sem oss býr í brjósti. Og það, án þess að eiga beinlínis á hættu ofsókn þeirra manna, sem hafa aðrar skoðanir en vér, önnur áhugamál, aðrar stefnuskrár og sem eru e. t. v. 1 meirihluta. Ég býst við því, að flestum skólasystkinum mínum þætti hálf óviðkunnanlegt að dvelja í löndum þeim, þar sem þeir mættu ekki mæla né rita það, sem þeim býr í brjósti og fyrir vakir. En svo er í mýmörgum löndum nú orðið. Það virðist ekki vera mönnum glöggt, hversu dýrir jafn- vel ómetanlegir, fjársjóðir frjálslyndið og frjálsræð- ið eru. Vér viljum spyrna við því, að frjálslyndið verði afmáð úr hjörtum landa vorra. Ef frjálslynd- ið verður landflótta af íslandi, þá er umburðar- lyndið, gestrisnin, viljinn til góðs, allt verður þetta á förum, burtmáð úr meðvitund þjóðarinnar. í annarri grein stendur, að félagið vilji vinna að hagsmunamálum stúdenta, bæði innan Há- skólans og utan. Hvað er stúdentafélagi eðlilegra en að vinna að hagsmunamálum stúdenta? Því hlýtur félagið að líta óhýrum augum á það, að gerðar verði þær ráðstafanir, sem t. d. mundi fækka herbergjum stúdenta á Garði. En hinsvegar mundi það frekar vilja efla Stúdentagarðinn sem slíkan, heldur en hitt. Eins verður það áhugamál félags- ins að vinna að styrkjamálum stúdenta, ekki sízt þeirra, sem sækja nám við Viðskiptaháskólann. Og svona mætti lengi halda áfram að telja. Félag- ið hyggur einnig að vinna að aukinni þekkingu á landsmálum og félagsmálum. Landsmálin eru þau mál, sem koma hverju mannsbarni hér heima einna mest við. Af þeim málum mun sambandsmálið vera einna þýðingarmest. Það er enginn efi á, að þau mál þurfa umræðna við, og ekki sízt opinberlega, þannig að öllum almenningi gefist kostur á að taka þátt í þeim. Enda segir svo í annarri grein lag- anna, að félagið ætli sér að ná þeim tilgangi sínum að auka þekkinguna á lands- og félagsmálum, og vinna að hagsmunamálum stúdenta með blaða- útgáfu, fundahöldum, fræðandi fyrirlestrum og þvílíku. Það má að vísu deila um það, hvort heppi- legt sé, að hin stjórnmálalegu félög innan Háskól- ans gefi út sitt blaðið hvert, en hinsvegar ber þess að gæta, að ætíð hefir staðið styrr um Stúdenta- blaðið 1. des. og verið heldur róstusamt um skipt- ingu blaðsins milli flokka á stundum. Svo mjög mundi verða óvíst um afdrif eins sameiginlegs blaðs. Áhugamál félagsins mundi, að ég hygg, frekar vera það, að geta haldið úti blaði, sem kæmi þá út, þegar efni og aðstæður mundu leyfa.

x

Blað frjálslyndra stúdenta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blað frjálslyndra stúdenta
https://timarit.is/publication/1065

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.