Blað frjálslyndra stúdenta - 01.10.1939, Blaðsíða 9

Blað frjálslyndra stúdenta - 01.10.1939, Blaðsíða 9
9 BLAÐ FRJÁLSLYNDRA STÚDENTA ur þýddi eigi að koma með, því að prófessor- arnir myndu eigi vilja við þeim líta. Því svo ein- kennilega vill til, að þeir stúdentar finnast, sem telja það goðgá að hafa aðra skoðun en okkar háttvirtu prófessorar, annað sé vansæmd fyrir há- skólann. En hvað kom á daginn: Prófessorarnir tóku fúslega tillögum stúdentanna, og á síðastliðn- um vetri mun eigi hafa staðið upp á þá að skera niður styrki til stúdenta, sem þeir álitu eigi þeirra maklegir. En þrátt fyrir allmiklar bætur á þessu sviði, er full ástæða fyrir stúdentaráðið að fylgj- ast vel með þessum málum, einkum þar sem nú fer í hönd erfiður tími fyrir eigna- og atvinnulausa stúdenta. Háskólanámið er mjög dýrt, og löngum tíma er til þess eytt. Það er því nauðsyn og skylda stúd- enta að vinna að því, að nám þeirra verði sem ódýr- ast og sem beztur árangur náist á sem skemmstum tíma, auk þess krefjast hagsmunir þjóðfélagsins hins sama. Þjóðin hefir eigi efni á því, að margir af efnilegustu sonum hennar eyði beztu árum lífs síns við misjafnlega gagnmikið nám. En á þessu sviði virðist ríkja nokkur skilnings- skortur. Og á síðustu árum hefir löggjafinn sett inn ákvæði, sem miða að lengingu námstímans og þar af leiðandi tilsvarandi kostnaður. Ætlunin mun vera að hrella stúdenta frá háskólanámi, og verður ekki rædd þýðing þess hér. Þessar takmarkanir hvetja því alla hugsandi stúdenta til að eyða ekki lengri tíma í nám en nokk- ur er kostur. En á þessu eru þau vandkvæði, að í sumum deildum háskólans er svo mikill skortur nauðsynlegustu námsbóka, að stúdentum er gert ókleift að sinna sínu námi. Mér er kunnugt um það, að nám ýmsra hefir lengst að verulegu sakir þessa. Þá hafa sumir kennarar þann sið að lesa nemendum sínum fyrir í þeim námsgreinum, sem bóka er vant í, fer því allmikið af fyrirlestratímum í skriftir hjá stúdentum. Nytsemi slíks starfs er vafasöm. Auk líkamlegra óþæginda, sem oft voru veruleg sakir hamfara kennarans við lesturinn, þá eyðist dýrmætur tími frá námi eða öðrum gagnlegri störfum. í þessum tilfellum er nauðsynlegt að það, sem lesa þarf fyrir, verði fjölritað eftir handriti kennarans og haft til sölu handa stúdentum. Enda hafa það venjuelga orðið úrslitin, að stúdentarnir hafa látið fjölrita allmörg eintök og þá samkvæmt handriti einhvers þeirra, og verða þá skriftirnar gagnslaus aukavinna og erfiði. Slíka ágalla sem þessa verður að fyrirbyggja, þar sem kostur er. Það borgar sig. Hér er því þýðingarmikið starf fyrir stúdenta- ráðið að vinna að. Það verður að sjá um að stúd- entamir eigi nógan kost nýtra handbóka við nám sitt, svo að þeir, ef þeir hafa manndóm til, geti hagnýtt sér sem bezt fyrirlestra prófessoranna. Og full þörf er að fylgjast með því að vinnuorka þeirra sé eigi spillt að ástæðulausu. Og ég efast eigi um að prófessorar vorir muni sýna fullan skilning á þess- um málum, sem skipta svo miklu um árangur námsáranna. Þá væri og athugandi að skora á há- skólaráð að veita af stykjum, sem það hefir yfir að ráða, til þeirra, sem hæfir geta talizt um samn- ingu nauðsynlegra handbóka eða á fjárveitinga- valdið í sama skyni. Atvinnumál stúdentanna hafa löngum verið á stefnuskrá stúdentaráðsins. Og mun meiri þörf nú en oft áður, að þeim sé fullur gaumur gefinn. Á komandi ári munu framkvæmdir hjá ýmsum at- vinnugreinum dragast mjög saman. Þá munu og ákvæði sett af sveitar-, bæjar-, og verkalýðsfélögum um að takmarka innflutning vinnukrafts í sín um- dæmi. Slík ákvæði munu mjög draga úr atvinnu- von margra stúdenta og því sjálfsagt fyrir þá í heild að gæta hagsmuna sinna og reyna í hvívetna að beita áhrifum sínum til þess að draga úr yfir- vofandi atvinnuleysi sínu, og því fyrr sem þessa er gætt því betra. — Hér hafa nokkur atriði verið nefnd, sem kom- andi stúdentaráð þarf að fylgjast með og vinna að, ásamt ótalmörgu öðru. Það er því þýðingarmikið að til þessara starfa veljist góðir og gagnlegir starfs- menn, sem njóti trausts og skynji þá ábyrgð sem á þeim hvílir. Þeirri ábyrgð, að bregðast eigi um- boði kjósenda sinna. Eigi þarf að efast um að nokkur hiti kann að verða í þessum kosningum eins og oft endranær. Kosningasmalar andstöðuflokka okkar munu eigi láta sitt eftir liggja að þyrla upp ryki og vafasöm- um getgátum um hið nýstofnaða félag frjálslyndra stúdenta, sem nú í fyrsta sinni býður fram lista við stúdentaráðskosningar. Þeir munu halda gleði- samkomur sem kosningabeitu og tala hátt um ágæti sitt og sigurvissu. En hópurinn til hægri, sem hlot- ið hefir náðarbrauð „nazismans” og þeir, sem til vinstri standa yfir fúnum rótum félags síns, eru ekki sigurstranglegir. Félag frjálslyndra stúdenta gengur til þessarar kosningar öruggt og ákveðið. Það er enn ekki mann- margt en fylgi þess vex. Það byggir á traustum grundvelli, sem er frelsi og lýðræði, og mun engan frið semja né gjöra ekki-árásarsamning eða veita hlutleysi þeim, sem þessum lífsskoðunum vilja granda. Allir frjálslyndir, lýðræðissinnaðir stúd- entar hljóta, að athuguðu máli, að kjósa þann lista, sem félag okkar ber fram. Þeir, sem sæti koma til að eiga í stúdentaráðinu frá frjálslyndum, munu vinna í anda síns félags og láta sig mestu skipta þau mál, sem stúdentum get-

x

Blað frjálslyndra stúdenta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blað frjálslyndra stúdenta
https://timarit.is/publication/1065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.