Blað frjálslyndra stúdenta - 01.10.1939, Blaðsíða 3

Blað frjálslyndra stúdenta - 01.10.1939, Blaðsíða 3
BLAÐ FRJÁLSLYNDRA STÚDENTA 3 Hvers vegna var Félag frjálslyndra stúdenta stofnað? Um leið og Félag frjálslyndra stúdenta hefur starf sitt, er rétt að gera grein fyrir ástæðunum til stofnunar þess. Það er einnig eðlilegt, að við, sem beittum okkur fyrir stofnun þess, skýrum það, hvers vegna við nú skiljum við okkar fyrri fé- laga og stofnum nýtt pólitískt stúdentafélag. — Vegna þeirra, sem eigi hafa kynnt sér stjórnmála- legt ástand meðal stúdenta í háskólanum undan- farin ár, er rétt að byrja með því að gera stutta grein fyrir þeim pólitísku stúdentafélögum, sem starfað hafa í háskólanum, og skipun þeirra. Þrjú pólitísk stúdentafélög hafa starfað í há- skólanum hin síðustu ár, það er, Félag róttgekra stúdenta, Félag lýðræðisinnaðra stúdenta, Vaka, og Félag þjóðernissinnaðra stúdenta. Tvö fyrr- nefndu félögin hafa eigi verið bundin við ákveðna stjórnmálaflokka, heldur hafa þau verið dálítið blönduð, eins og síðar mun vikið að. Félag þjóð- ernissinnaðra stúdenta er hins vegar algerlega ein- litt. Er það bundið við samnefndan stjórnmálaflokk. Hafa þeir einir gengið í það félag, sem sníða vilja stjórnarskipun vora eftir stjórnarfyrirkomulagi hinna nýmóðins einræðisríkja. Síðastliðið haust kom félag þetta eigi fram með neinn lista við stúd- entaráðskosningar. Hinsvegar gaf það út ávarp mikið, þar sem það lýsti trausti sínu á lista „lýð- ræðissinna“ og hét honum stuðningi sínum, og skoraði fastlega á alla sína fylgismenn að fylkja sér fast um þann lista. Er það spá sumra, að Félag þjóðernissinna muni algerlega leysast upp á næst- unni og ganga inn í Félag lýðræðissinna. Fer þá sennilega ýmsum að þykja lýðræðisnafnið dálítið broslegt. Um Félag róttækra stúdenta er það að segja, að það var stofnað af stúdentum úr hinum þremur vinstri flokkum, þ. e. Framsóknarmönnum, Jafnaðarmönnum og kommúnistum. í því hafa jafnan síðan starfað menn úr öllum þessum flokk- um, en fylgismenn kommúnista munu að jafnaði hafa verið fjölmennastir. Það er engin ástæða til í þriðju grein laganna telur félagið það vera áhugamál sitt að berjast fyrir lýðræði og þing- ræði og gegn hinum svonefndu öfgastefnum. Það má auðvitað um það deila, hvort lýðræði og þing- ræði muni raunverulega vera hyrningarsteinar undir menningu og sjálfstæði þjóðarinnar. En vér erum allir sammála um, að sú hægfara þróun mun vera affarasælli heldur en blóðugar byltingar og sérhver kúgun mannsandans. Þess vegna berjumst vér gegn hverskonar öfgastefnum, er kollvarpa vilja núverandi þjóðskipulagi með ofbeldi og byltingu. ' í fjórðu grein segir, að félagið viðurkenni gildi að fara að rekja nákvæmlega hér, hvernig þessi samvinna eða þetta samstarf hefir gengið. Þess má einungis geta, að fylgismenn kommúnista hafa stundum neytt meirihlutaaðstöðu sinnar til að gera miður heppilegar ályktanir og ráðstafanir. Hafa þeir með slíku valdið því, að aðrir félagsmenn hafa starfað þar að nokkru leyti með hálfum huga. Með því hafa þeir einnig komið því til leiðar, að sumir Framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn hafa alls eigi viljað ganga í félagið. Síðustu árin hafa því frjálslyndir háskólastúd- entar, Framsóknarmenn, Alþýðuflokksmenn og ó- flokksbundnir frjálslyndir stúdentar, verið tvístr- aðir. Sumir hafa verið í Félagi róttækra stúdenta. Aðrir hafa staðið utan við öll pólitísk félagssamtök í háskólanum. Og loks gengu nokkrir frjálslyndir menn í lýðræðissinnafélagið Vöku síðastliðið haust, svo sem nánar skal á drepið, er rætt verður um skipun þess félags hér á eftir. Að því er ég bezt veit, munu stofnendur stúd- entafélagsins Vöku yfirleitt eða jafnvel eingöngu hafa verið Sjálfstæðismenn. Það er og ómótmælan- legt, að jafnan síðan hefir það svo að segja ein- göngu verið skipað Sjálfstæðismönnum, enda hafa þeir ráðið þar lögum og lofum, og lítið hirt um að taka tillit til annarra stjórnmálaflokka, sem þeir þó hafa viljað ná í menn úr. „Lýðræðissinnar“ hafa jafnan afneitað þjóðernissinnum í orði, en í verki hafa þeir oft og einatt rétt þeim hjálparhönd, svo sem hjálpað þeim til að koma manni í stúdentaráð, gert við þá samninga um samstarf í stúdentaráði o. fl. o. fl. Það er því eigi að undra, þó að þjóðernis- sinnar hafi farið að líta þetta félag hýru auga og hafi viljað endurgjalda þeim hjálpina. Gerðu þeir það og rækilega síðastliðið haust, eins og áður er frá sagt. En annað er og mjög eftirtektarvert í þessu sambandi. Er það afstaða þeirra manna, er í menntaskóla hafa fylgt þjóðemissinnum að mál- um. Síðastliðið haust munu þeir stúdentar alls og nauðsyn samvinnu og telji úrræði hennar lík- legust til hagsælda. Um þetta er varla hægt að deila, því jafnvel þeir, sem andvígir eru samvinnu- stefnunni, hafa með sér samvinnu til þess að koma henni fyrir kattarnef. Af ofanskráðu ætti mönnum að vera frekar ljóst, hver stefnuskrá félagsins og áhugamál þess munu vera. Auðvitað getur stefna félagsins breyzt í smá- atriðum, en í aðalatriðunum mun hún verða eins og að ofan getur. Að lokum vil ég skora á alla þá, sem frjálslyndinu únna, að styðja Félag frjálslyndra stúdenta í kosningunum, sem nú fara í hönd. M.

x

Blað frjálslyndra stúdenta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blað frjálslyndra stúdenta
https://timarit.is/publication/1065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.