Blað frjálslyndra stúdenta - 01.10.1939, Blaðsíða 10

Blað frjálslyndra stúdenta - 01.10.1939, Blaðsíða 10
10 BLAÐ FRJÁLSLYNDRA STÚDENTA ur orðið nokkurt gagn að, frá hverjum sem þau koma. Þeir munu þá menn eina styðja til starfs, sem stúdentum getur verið sómi að, og munu standa fast á móti því, að lítilsigldum mönnum verði veittur virðingarsess. Stúdentar! Kosningar standa nú fyrir dyrum. Það er nauðsynlegt fyrir ykkur að kynnast hinni pólitísku afstöðu í Háskólanum. Hún er augljós. Félag sjálfstæðismanna, Vaka, er þannig skipað, að „nazistar“ báru engan lista fram við síðustu stúdentaráðskosningar, en skoruðu á fylgjendur sína að styðja lista ,,Vöku“ og lýstu velþóknan sinni á ýmsum leiðtogum hennar. Félag róttækra mun innan sinna vébanda hafa þá eina, sem telja Rússland „brjóstvörn lýðræðis- ins“ í heiminum undir forustu félaga Stalins, sem ásamt Hitler skipti Póllandi á milli sín.. En félag írjálslyndra stúdenta berzt á móti öfga- stefnum og íhaldi og hyggur frelsi, lýðræði og sam- vinnu líklegt til úrlausnar um vandamál þjóða og einstaklinga. Og listi þess félags á að fá mest fylgi við kosn- ingarnar 14. okt. VORDAGAR heitir næsta bók í ritgerðasafni JÓNASAR JÓNSSONAR, sem Samband ungra Framsóknarmanna gefur út. Hún kemur út í ár, verður á þriðja hundrað blaðsíður að stærð og hefir inni að halda greinar frá ung- mennafélagsárum Jónasar. Með áskriftarverði kostar hún 5 krónur ó- bundin og kr. 7.50 í góðu bandi. — Gerizt strax áskrifendur aS bókinni. Pöntunum er veitt móttaka á ritstjórn Tímans, sími 2353. IÍÓKAITGÁFA SAMB. LACÍItA FRAMSÓKMRMAAVA. X AAisíinn LISTI FÉLAGS FRJÁLSLYNDRA STÚDENTA 1. Sigurður Ólason, stud. med. 2. Eiríkur Pálsson, stud. jur. 3. Benedikt S. Bjarklind, stud. jur. 4. Björgvin Bjarnason, stud. jur. 5. Sigurgeir Jónsson, stud. jur. 6. Þorvarður K. Þorsteinsson, stud. jur. 7. Erlendur Konráðsson, stud. med. 8. Steingrímur Þorsteinsson, stud. mag. 9. Jón A. Guðjónsson, stud. jur. 10. Björn Björnsson, stud. theol. 11. Jóhann G. Benediktsson, stud. med. 12. Matthías Ingibergsson, stud. mag. 13. Erlendur Sigmundsson, stud. theol. 14. Magnús M. Lárusson, stud. theol. 15. Sigurður Hafstað, stud. jur. 16. Baldvin Ringsted, stud. med. 17. Þórður Björnsson, stud. jur. 18. Jóhannes Guðfinnsson, stud. jur. Prentsmiðjan Edda h.f.

x

Blað frjálslyndra stúdenta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blað frjálslyndra stúdenta
https://timarit.is/publication/1065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.