Vikublaðið Gestur - 27.11.1955, Side 3
G E S T U R
8
EOTHVAÐ FYRIR ALLA ★★★ ★★★ ★★★ ★★★ ★★★
r
á glæsilegri skemiíitun Islenzkra tóna
Soffía og Moravek.
tveim amerískum dægurlögum.
Rödd hans hefur tekið stórum
framförum, orðið dýpri og
fyllri, og hann hefur tvímæla-
laust skipað sér í röð okkar
ágætustu söngvara.
Enn skiptir um svið. „Kín-
verska óperan“ heiðrar sam-
komuna með nærveru sinni,
og skringileg tónlist og dans
vekur mikla kátínu. Þar koma
nefnilega fram Ó-nei-Karls, A-
Ha-Moravek og Er-það-Ólafs-
son. Atriðið er reglulega smell-
ið.
Alfreð Clausen syngur tvö
íslenzk lög. Sérstaka athygli
vekur sjómannalagið Sigling,
sem Alfreð syngur prýðilega.
Tónasystur eru fimm yngis-
meyjar með viðfelldnar söng-
raddir, samstilltar og blæfagr-
ar. Sérstaka aðdáun mina
vöktu efri raddirnir í Septem-
ber Song.
Nú er um stund horfið frá
söngnum, en þeir Lárus óg
Brynjólfur fara með þátt úr
„Ævintýri á gönguför". Með-
ferð þeirra á þættinum er með
slíkum ágætum, að ósjálfrátt
Áhorfendasalurinn í Austurbæjarbíó er þéttsetinn fólki,
lág-vær klíður mannamáls og sellofan-sælgætispoka blandazt
fótataki hinna síðbúnu, sem troðast í sæti sín meðan ljósin
slokkna. Það er eftirvæntingarsvipur á hverju andlitL Menn
búast við miklu. Hljómplötufyrirtækið íslenzkir tónar hefur
um nokkurt skeið haft á að skipa ágætustu skemmtikröft-
um, og eftir lestur efnisskrárinnar dylst engum, að mjög
er til skemmtiatríðanna vandað. Hér eiga í kvöld að koma
fram þaulvanir skemmtikraftar við hlið ungra og óreyndra,
og í allra hugum býr sama spurningin: „Hvernig skyldu þeir
standa sig?“
Nú slokknar á seinustu ljósunum í salnum og sýningar-
tjaldið þokast til hliðar.
Um leið og tjaldið er dreg-
ið frá, blasir við skrautlegasta
svið, búið smekklegustu tjöld-
um og baðað marglitum ljós-
um. Hægra megin á sviðinu
hefur hljómsveit undir stjórn
þúsund-þjala-smiðsins Jan
Moravek komið sér fyrir, og
hefst skemmtunin á kynningu
hljómsveitarinnar, þannig, að
hljómsveitarstjórinn raular
gamanvísur urn hvern meðlim-
anna, sem að því loknu lætur
heyra í hljóðfæri sínu. Lagið
er hið fjörugasta og skemmti-
legasta, hljómsveitin skipuð
ágætum hljóðfæraleikurum, en
söngurinn helzt til ógreinileg-
ur.
Næstir birtast á sviðinu fjór-
ir ungir söngvarar, sem nefna
sig Marzbræður. Þeir syngja
tvö létt lög í prýðilegri út-
setningu. Raddirnar eru sam-
stilltar og sönggleðin mikil.
Nú skiptir um svið, við er-
um skyndilega stödd í París,
borg ástanna og næturlífsins,
Ingibjörg Þorbergs syngur Par-
ís, je t’aime, og léttklæddar
can-candansmeyjar stíga sinn
skemmtilega og fjöruga dans.
Jóhann Möller vakti aðdáun
áheyrenda með söng sínum á
Marzbrœður.
langar mann til þess að sjá
allt leikritið í heild með þess-
um snillingum. Það er illa far-
ið, að Lárus skuli ekki hafa
gefið sig meira að „kómik“,
jafn skemmtilegur og leikur
hans er. Brynjólf er ekki að
„tvíla". Honum fatast aldrei.
Það atriðið, sem áheyrendur
hafa sjálfsagt beðið eftir með
mestum spenningi, kynning
nýrra dægurlagasöngvara,
heppnaðist með ágætum. —
Elisa Valdimarsdóttir.
Hanna Ragnarsdóttir.
Hanna Ragnarsdóttir hlaut að
verðleikum mikið lof áheyr-
enda fyrir túlkun sina á lag-
inu Comes-along-love. Hún er
glæsilegt efni. Elísa Valdimars-