Vikublaðið Gestur - 27.11.1955, Qupperneq 7
G E S T U R
7
Annað er gæfa en gjörfileiki..:
Það er árið 1808.
Hópur manna er á ferð vestur Hrútafjarðarháls. I miðjum
hópnum er miðaldra maður, torkennilegur á svip og æsilegur.
Beggja vega við hann, fast upp við hest hans ríða sterklegir
bændur með rammar taugar bundnar um hann og halda fast
í endana. Bundni maðurinn er sóknarpresturinn á Stað í Hrúta-
firði. Hann hafði verið á ferð frá setri sínu til Höfðakaupstað-
ar og þaðan til Þingeyra. Lenti hann þar í þjarki við menn,
tók hest sinn og reið á braut í fússi. Lá leið hans til Víðidals
og Miðfjarðar. Á þeirri leið greip hann slíkt æði, að sóknar-
börn hans töldu hann eigi einfæran til ferðalags heim. Tóku
því nokkrir sterkir karlmenn sig saman, færðu prest vitlausan
í bönd og lögðu af stað með hann í eftirdragi.
Er þeir höfðu farið um stund, virtist svo sem æðið rynni af
presti. Bað hann þá leysa böndin af sér, og urðu þeir við bæn-
um hans, þar eð þeim virtist hann með fullu ráði. En heim á
prestsetur fylgdu þeir honum.
Ástarógæfa.
Jónatan Sigurðsson var fæddur árið
1764, þótti harla ófyrirleitinn í æsku,
en lauk brottfararprófi úr Hólaskóla
tvítugur að aldri. Eftir það' var hann
um skeið skrifari hjá Magnúsi sýslu-
manni Gíslasyni. Um þær mundir fékk
hann ástir á stúlku einni, Þuríði að
nafni. Unnust þau mjög heitt, og er
tekið til marks, að eitt kvöld hafi þau
dvalið saman, og brann kertaljós á
skrifborði. En í ástarbríma sínum
gættu þau eigi að fyrr en gat var
brunnið á borðið. Þetta borð átti Jóna-
tan alla ævi síðan og vildi aldrei, að
við það yrði gert. Sagði hann, að þessi
galli á því skyldi vera til marks um
ást hans á Þuríði.
En ástarsælan vill ýmsum verða
skammvinn. Jónatan gat barn við
Þuríði, og lá við, að hann missti æruna
fyrir. En eftir nokkurt stapp fékk
hann uppreisn og jafnframt leyfi til
að kvænast Þuríði. En áður en svo
yrði, tók hún sótt þunga og andaðist.
Listfengur hagyrðingur.
Jónatan er svo lýst, að hann hafi
verið með hærri mönnum, grannvax-
inn, sléttur á kinn, toginleitur, snar-
eygur og fagureygur, en svipuninn
jafnan nokkuð kviklegur. Allt fas hans
var mjög fljótlegt, hann var fimur og
leikinn, manna fóthvatastur, svo liðugt
skáld, að hann orti jafn hratt og aðrir
töluðu í óbundnu máli. Hann skrifaði
ágæta rithönd og smíðisgripir hans
þóttu afbragðsfagrir.
Ein gleraugnahús, er hann smíðaði,
þóttu völundarsmíði. Þau átti Oddur
nótaríus á Þingeyrum, og þurfti kunn-
áttu til að ljúka þeim upp. Voru á þeim
gylltir stafirnir 0. S.
Eitt sinn var Jónatan staddur í brúð-
kaupi á Þingeyrum. Voru þar einnig
Páll Bjarnason, síðar prestur að Und-
irfelli, Gísli Magnússon, síðar prestur
að Tjörn á Vatnsnesi, og Jón Oddsson,
djákni að Þingeyrum. Gísli átti silfur-
búna tönn, haglega gerða. Sagði hann,
að þar sem svo margir hagyrðingar
Framhald á bls. 14.
Presti fylgt heim á leið.
i