Vikublaðið Gestur - 27.11.1955, Page 14
14
G E S T U R
SKYGGNST AÐ BAKI
TÍMANS TJALDA:
Frh. af bls. 7.
væru saman komnir, skyldu þeir kveða
um tönnina. Jónatan kvað fyrstur:
Þinn við munn ég minnist greitt
mitt í nunnusafni,
þér ég unni af þeli heitt,
þú ert sunnujafni.
Jón kvað:
Sú ber ljóma geddu geims
gleður fróma drengi,
fríar dróma angurs eins,
eg það róma lengi.
Og loks kvað Páll:
Ó, hvað þú ert yndisleg,
orma- búin dýnu,
líkt og frúin faðmi mig,
fati rúin sínu.
Harmaævi.
En snúum okkur aftur að ævisögu
þessa listfenga, ógæfusama manns.
Eftir dauða Þuríðar gerðist hann verzl-
unarmaður í Spákonufellshöfða hjá
Sören kaupmanni Stiesen, en fyrir
verzluninni var Hannibal nokkur Bolt.
Hannibal var afar bókhneigður, en
sinnti lítt um hag húsbónda síns. Fór
því svo, að Sören rak Hannibal, en setti
Jónatan fyrir verzlunina. Við þessa at-
burði tók Hannibal fásinnu mikla, en
Sören var brjóstgóður maður og mátti
ekkert aumt sjá. Tók hann Hannibal
til sín og lét hann búa hjá sér, þar til
að því kom, að Hannibal skar sig á
háls í fásinnukasti. Féll Sören þetta
afar þungt, en fékk eigi aftur tekið.
Annaðist Jónatan verzlun hans um
hríð. Mjög var þá í tízku að rita nöfn
manna á danskan hátt. Tók Jónatan
þennan sið upp og ritaði sig Sívertsen.
Um þessar mundir tekur Jónatan sig
upp, fer norður í Skagafjörð og ber
upp bónorð við Ingigerði nokkra Hall-
dórsdóttur, myndarstúlku af góðu
fólki, og bjó í föðurgarði í Hofsstaða-
seli.
Dvaldi Jónatan í vikutíma á heimili
foreldra hennar áður en hann hefur
sig upp í að biðja um hönd hennar.
En það skiptir engum togum, að hon-
um er synjað kvonfangsins. Er talið,
að Ingigerður hafi gjaman viljað taka
honum, en ekki þorað að ganga í ber-
högg við vilja foreldra sinna, sem töldu
Jónatan fátækan og hálfgerðan auðnu-
leysingja.
Þykkjuþungur hverfur Jónatan á
braut. Ingigerði kveður hann þeim
orðum, að sér komi ekki á óvart, þótt
hjónaband hennar yrði henni til lítils
yndis. Þótti það rætast, er hún var
nokkru síðar gefin auðmanni nokkr-
um.
Jónatan tekur fásinnu.
Engan skyldi undra, þótt veiklundað
geð brysti við minni raunir en borið
hafði fyrir Jónatan. Enda fór svo, að
á heimleið rann á hann æði. Greip
hann slíkur tryllingur, að bóndanum
að Auðólfsstöðum í Langadal, þar sem
hann bar fyrst að' garði, heilsar hann
með kjaftshöggi. Voru þeir þó miklir
vinir áður. Var allt háttalag Jónatans
með slíkum ósköpum, að fjóra sterka
menn þurfti til þess að flytja hann
til Höfðakaupstaðar. Leið þó ekki á
löngu áður en æðið rann af honum, og
tók hann upp sína fyrri háttu í um-
gengni við annað fólk.
Kvonfang Jónatans.
Nokkru eftii’ brúðarleitina fékk
Jónatan Margrétar, sem verið hafði
ráðskona hjá Magnúsi presti Magnús-
syni, presti að Hvammi í Laxárdal.
Lét Jónatan nú af verzlunarstörfum
og bjó um hríð að Höfðahólum. Var
oft skortur í búi hans, en Jónatan
möglaði ekki. Kvað hann guð ætíð
senda sér óvænta björg, er kostur hans
væri hvað þrengstur. Eitt vorið var
Jónatan algerlega bjargarlaus. Heppn-
aðist honum að skjóta sel, sem á voru
20 fjórðungar spiks. í annað sinn, eft-
ir að hann var orðinn prestur, og bjó
við mikla fátækt, rak hval á fjörur
hans, og varð honum bezta búsílag.
Var það almælt, að honum yrði jafn-
an að trú sinni.
Óhöpp steðja enn að Jónatan.
Jónatan þótti nokkuð drykkfelldur,
þótt yfirleitt þætti ekki sérstakt orð
á gerandi. Þó bar eitt sinn svo til, er
Jónatan var við skál, að hann skaðaði
sig á ketkrók. Vildi það til með þeim
hætti, að hann rak sig á ketkrókinn,
festi augnalokið hægra megin á krókn-
um, svo að það rifnaði af.
Eftir það bar Jónatan ætíð sútaða
leðurreim um höfuðið, og var hún
spennt saman á hnakkanum. Úr reim-
inni hékk silkiræma O'g slútti fyrir
skaddaða augað. Ekki háði þetta sjón
hans, en illa þoldi hann að taka ram-
una frá auganu.
Prestsskapur Jónatans,
Nokkru eftir aldamótin vantar prest
að Stað í Hrútafirði. öllum til mestu
furðu, sótti Jónatan um brauðið, fékk
það og tók vígslu. Fluttist hann að
Stað árið 1806. Þótti hann þegar góð-
ur kennimaður, því að hvorki skorti
hann viturleik né mælsku. En all þröngt
þótti oftast í búi hjá honum sem endra-
nær.
Ekki var honum jafnsýnt um öll
prestsverk, og þótti hann oft óþægi-
lega skjótráður. Sagðist honum svo
frá við kunningja sína, að eitt sinn
hefði hann verið beðinn að smíða lík-
kistu utan um mann. Var honum sent
mál af líkinu og skyldi hann koma
með kistuna, er kistulagt yrði. En er
til kom, reyndist kistan of stutt. Voru
þeir tveir saman við kistulagninguna,
og lét Jónatan sem honum yrði skyndi-
lega illt. Bað hann hinn manninn að
sælíja sér vatn í lind skammt frá
bænum. í fjarveru mannsins hjó prest-
ur fætunia af líkinu um mjóaleggi og
lagði þá til fóta í kistunni. Hafði hann
lokið við að búa um kistuna og negla
lokið á, er hinn kom aftur.
Aldurtili Jónatans.
Þau urðu ævilok Jónatans, sem sagt
var frá í upphafi þessarar frásagnar.
Er heim að Stað kom, krafðist hann
þess að fá sér afhentan lykil að kirkj-
unni. Fór hann síðan út í kirkju og
gekk upp í prédikunarstólinn. Greip
hann þar æðið að nýju, og hugðist hann
brjóta allt og bramla. Bitnaði æði hans
á prédikunarstól og altari, sem hann
kvað hina mestu handarskömm, sem
þyrfti að smíða að nýju. Fyrir orð
konu hans var hann aftur færður í
bönd. Barðist hann um og vildi losa
sig, bað menn eigi gjöra slíkt, og kvað
líf sitt liggja við. Dró brátt mjög af
honum, og hafði honum reynzt þetta
ofraun. Gekk blóð' upp úr honum, unz
hann andaðist.
Hafði hann iðulega beðið þess að
vera grafinn hjá einhverjum ráðvönd-.
um manni, er heimurinn hefði virt lít-
ils. Var honum valinn legstaður í
kirkjugarðinum hjá konu einni, fremur
lítilsigldri, sem lifað hafði grandvöru
lífi.
Þannig lauk ævi hins ógæfusama