Vikublaðið Gestur - 27.11.1955, Qupperneq 15

Vikublaðið Gestur - 27.11.1955, Qupperneq 15
G E S T U R 15 ★★★ SKÁKÞÁTTUR Ritstjóri: FRIÐRIK ÓLAFSSON. ★★★ PILNIK. Argentínski stórmeistarinn Pilnik, sem dvelst hér um þessar mundir og þreytir kapp við íslenzka skákmenn, er einkum orðlagður fyrir það, hversu langar skákir hans að jafnaði eru. Or- sakanna er fyrst og fremst að leita í taflstíl hans og byrjanakerfi. Hann fer sér að jafnaði hægt af stað, leggur sjaldan út í tvísýnu og gerir þannig andstæðingum sínum kleift að fá jafnt tafl út úr byrjuninni. En nú fer stór- meistarinn að segja til sín og mót- stöðumaðurinn á í vök að verjast. Það eru lagðar fyrir hann gildrur, ekki þó smágildrur, sem leiða til máts eða mannvinnings í fáeinum leikjum, held- ur gildrur, sem reyna á stöðumat hans, og fá hann til að veikja stöðu sína, ef hann er ekki var um sig. Þetta gildir að sjálfsögðu aðallega um veikari and- stæðinga. Gagnvart öðrum stórmeisturum er Pilnik einkar gætinn og hugsar fyrst og fremst um öryggið, sbr. „safety first“ Englendinganna. Afleiðingin er sú, að megin hluti skáka hans á stór- mótum enda í jafntefli, hann vinnur fáar og tapar fáum. Á millisvæðakeppn- inni í Gautaborg í sumar vann hann t. d. 4 skákir, tapaði 2. Hinar urðu jafntefli, af 20 skákum alls. Hér heima á íslandi hefur Pilnik ekki enn sýnt nein áþreifanleg merki um getu sína, ef til vill fáum við að sjá hana í einvígjum þeim, sem hann á nú fyrir hendi. Þrátt fyrir rólyndi sitt á Pilnik það til að láta gamminn geisa, líkt og hann fái ósjálfrátt leiða á þessu meðfædda hagleiksmanns. Ljóð hans höfðu þótt oft á tíðum klúr og níðfenginn, en eins og oft vill verða, glitrar þar á margan gimsteininn í sorpinu. Þessi fagra vísa er eignuð Jónatan: Tímann líður óðum á, æðsta ráði bundinn, dauðinn bíður dyrum hjá, dýr er náðarstundin. rólyndi sínu, og gefur orku sinni út- rás. Við skulum líta á eina slíka af skákum hans og sjá hvemig honum reiðir af. Æskilegt væri að þessi skák væri gegn íslendingi, en því miður virðist hann ekki hafa gefi orku sinni lausan tauminn hér, svo við verðum að láta okkur nægja eina skáka hans frá Gautaborg í sumar. Hér er svo skákin. Pilnik hefur hvítt, en mótstöðumaður hans er Júgó- slafinn Rabar, þrautreyndur skákmað- ur og öruggur, en ef til vill ekki að sama skapi harður af sér. Sikileyjarvörn. Hvítt: Pilnik. Svart: Rabar. 1. e4 — c5 2. Rf3 — d6 3. d4 — cxd 4. Rxd4 — Rf6 5. Re3 — a6 6. g3 (Pilnik beitir oft þessum leik). 6. — e6 7. Bg2 — Be7 8. 0—0 — Dc7 9. f4 (Pilnik hyggur á sókn og lætur ófriðlega). 9. — 0—0 10. g4 — d5 11. e5 — Rfd7 12. Khl (Forðar kónginum af skálinunni gl — a7 og hyggur áfrekari sókn kóngsmegin). 12. — Rc6 13. Be3 — RxR 14. Bxd4 — Bc5 (Rabar fylgir alkunnri reglu: því færri menn, sem sóknaðarilinn hef- ur til sóknar, því auðveldari er vörnin. Hann skiptir því upp á biskupum). 15. Hf3 — f6 (Svartur hefur þrönga stöðu og vill losa um sig). 16. exf6 — Rxf6 17. g5 — Rd7 18. Dd2 — BxB 19. DxB — Rb8 20. f5 (Nú er sóknin í algleymingi). 20. — Rc6 21. Dh4 — Re5 22. Hh3 — Hxf5 (Bezt, þar sem svartur ræður ekki við hótunina Dxh7f) 23. Dxh7f — Kf 7 24. Dh5f — Ke7 25. Bxd5 — Bd7 (Ekki pxB vegna 26. Rxd5f og drottningin fellur). 26. Dh4 — Bc6 27. g6f — Hf6 28. Dh7! (Hótar Dxg7f svo svartur hefur ekki ráðrúm til að drepa á d5). 28. — Hxg6 29. Hel! (Ef nú 29. — pxB, þá 30. DxH — d4f 31. Kgl pxR 32. Dxg7f og vinnur). 30. — Hh8! (Rabar deyr ekki ráða- laus). 30. DxH — pxB 31. Dh4f — Kd7 32. Dd4! — Hg4 33. DxR — DxD 34. HxD — d4f 35. Rd5! — Kd6 36. Hhh5 — g6 37. Hhg5 gefið, því endataflið eftir 37. — HxH 38. HxH — BxRf er auðveldlega unnið fyrir hvítan. - SAGT - Eg hef aldrei fyrirhitt neinn, sem ekki gæti borið óhamingju annara eins og sannkristin manneskja. Siðferðileg hneykslun sprettur af öfund, sem tekur á sig geislabaug. Vera má, að gort sé öfund, en ég hef ekki ennþá fyrirhitt neinn, sem veiddi stóran fisk og laumaðist með hann inn um eldhúsdyrnar. Hjónavígsla er athöfn, þar sem kvenmaður fær hring á fingurinn, en karlmaður hring í miðnesið. Ef ég ætti að skrifa álit mitt á þeim manni, yrði það að vera á asbest. Augu hennar hengdu verðmiða á hver" ' :i- asta hlut í stofunni. TÓTI OG TRÍTILL (Copyright by Bðrre Börreten. Copenhagenl

x

Vikublaðið Gestur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.