Vikublaðið Gestur - 27.11.1955, Qupperneq 18
18
G E S T U R
Leggjmn áherzlu á
fljóta og vandaða vinnu
Handgylling
Vélgylling
Upplagavinna
Einkabókband
Framleiðum alls konar pappaumbúðir
Seljum bókbandsefni gegn póstkröfu
um land allt
ég útskýrt hana í hverju smáatriði fyrir
honum, svoleiðis að honum gæti lærzt,
hvernig við vinnum. Auk þess, sem ég
hef getað kennt honum, hefur hann les-
ið og numið eins og óður. Seinustu árin
hefur hann jafnvel farið að föndra við
ýmislegt, sem ég þekki ákaflega lítið til,
svo sem fingraför, meðul og lyf og fleira.
En hann er mjög vel að sér hvað allt
þetta snertir.
Við þetta bætist, að hann er einar þrjár ■
álnir á hæð og einhver harðasti léttvigt-
arboxari, sem ég veit um. Ég vona að
vísu, að hann þurfi ekki að grípa til
annara íþrótta sinna, en komi það fyrir,
kemur það honum vafalaust mjög að
gagni, hvað hann hefur verið iðinn við
að æfa sig í skotfimi heima í garði. Er
það nokkuð fleira, sem ykkur langar til
að vita, herrar mínir?“
„Já, hvers vegna gengur hann ekki í
þjónustu lögreglunnar, úr jþví að hann
er búinn öllum þessum kostum?" spurði
Sir Wynnard.
„Vegna þess, að ég hef sagt honum, að
raunveruleg menntun hafi meira að segja
núna en þegar ég hóf starf mitt. Ég hef
eytt fleiri hundruðúm punda í að mennta
drenginn, og þegar hann tók ágætt inn-
tökupróf í Oxford-háskólann, vildi ég
ekki með nokkru móti aftra honum frá
að mennta sig. Ég býst við, að eftir páska
gefi hann kost á sér“.
„Hann myndi aldrei geta sannfært
glæpalýð Maddicks um, að hann væri einn
úr þeirra hópi“, sagði lögregluforinginn,
„nema því aðeins að hann standi þeim
jafnfætis í afbrotum, og ég geri naumast
ráð fyrir, að þér hafið menntað hann í
þeim efnum, Cardby?"
„Það hefur hann gert með sjálfsnámi.
Hann hefur alltaf verið þeirrar skoðun-
ar, að auðveldast sé að fást við glæpa-
menn, ef maður þekkir aðferðir þeirra.
Þess vegna kynnti hann sér þetta. Hann
er prýðilegur bifreiðarstjóri, hann getur
talað af þekkingu um peningaskápabrot,
þó að hann hafi aldrei sjálfur sprengt upp
lás, hann lærði fyrir mörgum árum hin
ýmsu fantabrögð, hann hefur kynnt sér
allar hugsanlegar aðferðir við fjárkúgun,
og ruddamálýzkur talar hann eins og hann
hafi setið fjölda ára í fangelsi. Auk þess
hefur hann tamið sér sjálfstjórn undir
erfiðustu kringumstæðum".
„Það lítur helzt út fyrir, að hann sé
fæddur til að taka sér þetta hlutverk
á hendur", sagði Hall.
„Ég skil bara ekki, hvernig þér ætlið
að koma drengnum inn f glæpaflokk Mad-
dicks. Það verður erfiðast alls“.
„Sjálfur var ég sömu skoðunar", svar-
aði Cardby, „en drengurinn hefur sjálfur
komið með uppástungu, sem mér finnst
prýðileg. Og yfirmaður okkar er sá eini,
sem séð getur um, að hún komist í fram-
kvæmd".
„Ég skal gera allt, sem í mínu valdi V—
stendur", svaraði Sir Wynnard.
„Þetta er þá uppástungan, sir. Hún er
djörf og áræðin. Um ellefuleytið í fyrra-
málið ætlar sonur minn að reika um á
Cavendish-horni, þangað til hann kernur
auga á bifreið, sem hann getur rænt. Við
verðum að byrja á því að gera strákinn
að afbrotamanni. Bifreiðinni ekur hann
eftir Harley-stræti og beygir út að Ytri-
Circle. Hall sér um, að lögregluþjónn
standi á Cavendish-torgi. Lögregluþjónn-
inn tilkynnir þjófnaðinn, útlit bifreiðar-
innar, númer og tegund. Tilkynningin
gengur rétta leið til Hall, sem lætur eina
bifreið ökusveitarinnar bíða fyrir utan
Regent-garð.
Framhald i nœsta blaði.