Hermes - 01.04.1971, Blaðsíða 8

Hermes - 01.04.1971, Blaðsíða 8
þýðingin á Snælandi er um 130 blaðsíður í smáu broti, en það er sagt að Kawabata ynni að henni í 13 ár. Það samsvarar 10 síðum á ári, á máli skýrslu- gerðarmanna. Slíkt nostur kynni með naumindum að þykja fyrrigefanlegt góðu ljóðskáldi á Vesmrlönd- um, en varla skáldsagnahöfundi. En það er nú annað mál. Eitt af því fáa, sem við höfum séð bregða fyrir úr japönskum bókmennmm er smáljóðform, sem nefnist haiku. Helgi Hálfdanarson, hefir þýtt fáein erindi af þessu tagi. Til dæmis: Þegar ég seildist upp í hálimið eftir blómum handa systur minni, vöknaði ég af dögg Iægstu greinanna. Ég hefi séð þess getið, að Kawabata hafi að ein- hverju leyti tekið sér þessi smáljóð til fyrirmyndar. Eitt haiku erindi er 17 atkvæði samkvæmt formúl- unni. Þeim hefir verið lýst svo, að þau leitist við að kveikja skyndilega meðvitund fegurðar með sam- ræmingu andstæðra eða ósamstæðra hugmynda, í vet- fangi. Til dæmis hreyfing og kyrrstöðu eða hugmynd fjarlægðar og nálægðar. Hin óvænta samlíking lest- arinnar og Vetrarbrautarinnar er þessa eðlis, þannig að okkur er ef til vill frjálst að sjá söguna form- lega dragast saman í haiku allt í einu um leið og við lesum síðustu línuna. Hvað sem því líður þá bregður stöðugt fyrir í sögum Kawabata eins og glampa eftir glampa í hálfrökkri þessum sam- slætti hugmynda, sem minnir svo mjög á haikuljóðið. Kawabata talar um dunandi þögn vetranæturinnar, um ávala mýkt rennandi vatns og svo framvegis. Yfirleitt gætir þess mjög eins og í haiku, að skynj- anir renni saman, hljóð verði áþreifanlegt, ilmur að sjón, sýn að heyrn. Ég get ekki stillt mig um að taka upp örlítinn kafla úr Snælandi þar sem þess konar skynhverfing kemur fram. 'Sagan gerist a ofurliflu sveitahóteli. Maður frá Tokyo sezt þar upp um smnd og hittir fyrir stúlku að nafni Komako. Þetta er kaflinn: Gestgjafinn hafði léð honum gamlan teketil í Kyotostíl, sem var haglega renndur silfri með blómum og fuglum, og úr katlinum kom vindhijóð í furutrjám. Eiginlega heyrði hann tvo vinda í furuskógi, annan nær og hinn fjær. Rétt fyrir handan fjarlægari vindinn heyrði hann óljóst hljóm í bjöllu. Hann lagði eyrað við ketilinn og hlustaði. Langt í fjarska, þar sem bjallan hljómaði áfram, sá hann allt í einu fætur Komako, sem trítluðu í hljóðfalli við bjölluna. Hann reis upp. Það var komið mál að fara. Þannig skrifar Kawabata, ef nokkuð er að marka vafasama þýðingu á annarri þýðingu. Svo að ég víki enn að líkingunni um lestina og Vetrarbrautina, þá er hún ef til vill stórfenglegri og opinskárri en gerist um líkingar þessa höfundar, þó að hún sýni gerð þeirra vel. Þær em alla jafna smá- gerðari og hljóðlátari, eins og samtöl hans. Þau eru full af tvíræðni, sem virðist raunvemlega sama eðlis og hinar andstæðufullu líkingar. Samtölin, eins og beinar lýsingar sagnanna, minna á glampa, sem upp- Ijóma persónurnar skyndilega, án útlismnar. Bend- ing, hreyfing, athöfn, samlíking er mál sagnanna. Og samkvæmt lögmáli andstæðanna er þögnin einatt látin segja meira en orð. Það væri freistandi að ætla, að við Islendingar mættum vera þess umkomnir öðr- um fremur, að skilja hlutlægni af þessu tagi og ólík- indatal, af því það minni á stíl Islendingasagna, en hins vegar efast ég um, að samanburður við þær skipti verulegu máli, vegna þess, hve hin Ijóðræna myndauðgi hinna japönsku sagna er ráðrík. Lang- flestar hinar helztu Islendingasögur eru dramatísk verk í epísku eða sögulegu umhverfi; skáldsögur

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.