Hermes - 01.04.1971, Blaðsíða 10

Hermes - 01.04.1971, Blaðsíða 10
Samuel Beckett, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbeils árið sem leið er írskur höfundur, sem hefir í seinni tíð skrifað aðallega á frönsku. Hann á heima í París, að því sem næst verður komizt. Einkalíf hans virðist vera að mestu leyti óþekkt, þó undarlegt megi heita á vorri miklu fréttaöld. A unga aldri mun hann um skeið hafa verið skrifari í þjónustu James Joyce, en Joyce þurfti á skrifara að halda af því hann var allt að því blindur mestan hluta ævinnar. Það er ástæða til að minnast þessa samstarfs þeirra Becketts og Joyce af því, að ýmsir gagnrýnendur hafa viljað kalla Beckett lærisvein hins. I raun og veru getur varla ólíkari höfunda. James Joyce er Ijóðrænt skáld í óbundnu máli, eins konar söngvari, mál Becketts er eins snoðið og nærskorið og það getur verið, án þess að verða merkingarlaust. Að sama skapi eru viðfangsefni þeirra ólík. Joyce leitast við að inn- byrða menningu Vesturlanda í fjölbreytni málfarsins. Beckett leitast við að útiloka hana. Það væri vonlaust að ætla sér að rekja söguefni Becketts, hvort sem væri í leikritum hans eða skáld- sögum. En með því að hann mun eins og stendur vera einhver mesti tízkuhöfundur Vesturlanda, þá má vel vera að ástæða sé til að gera sér grein fyrir því í hverju þetta liggur. Það er sömuleiðis vel þess virði að reyna að gera sér ljóst, af hverju listamenn kom- ast skyndilega í tízku, án þess að hafa reynt til þess að vekja á sér athygli. Eg held að það hafi verið Bernhard Shaw, annar Irlendingur frá, sem komst svo að orði, að bezta ráðið til að verða frægur væri það að skamma mannfólkið. Það kæmi syndugum mönnum svo vel, ef einhver vildi atyrða þá. Beckett „skammar" ekki manninn. Hins veg- ar kann það að vera tímanna teikn, að mönn- um kemur vel að sjá smæð sína holdi klædda eins og hjá Beckett. Það er enginn vafi á því, að sterk- asta tilfinning mannsins í dag, ef hann vill kannast við hana, er sú að hann hafi reist sér hurðarás um

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.