Hús & Búnaður - 01.07.1967, Qupperneq 3
Vefararnir þurfa að sæta vel að hverjum þræði, meðan
skyttan þýtur fram og aftur.
Gerð teppisins fer eftir því efni sem teppið er unnið úr og
þeirri aðferð, sem ofið er eftir. Aðferðirnar við teppaframleiðsl-
una eru margar. Þær segja þó engan veginn til um gæði hverrar
tegundar. Nöfn eins og Bryssel, Wilton, Axminster, Bouclé,
cord og tufling eru aðeins heiti á aðferðum við vefnaðinn eða
framleiðsluna, en segja ekkert um gæðin að öðru leyti. Bryssel,
Wilton, sumar tegundir af Axminster og cord eru ofnar á vef-
stóla þar sem botn og slithár eru ofirí samtímis. Tufting-teppi
eru gerð þannig að garninu er stungið gegn um áður gerðan
botn og límt þar fast.
Teppi samanstendur af slitlagi og botni. í það er notað svo-
nefnt slitgarn, fylligarn, bindigarn og ívaf. Þetta fer þó eftir
gerðum.
Slitgarn er ýmist flos eða lykkja ellegar hvort tveggja. Það
myndar yfirborð teppisins.
Fylligarnið er ofið í botn teppisins til þess að gera hann
þéttari. Oftast er notað í það jútugarn, sem fengið er frá sam-
nefndri jurt er vex m.a. í Pakistan.
Bindigarnið. Það bindur slitgarnið við botninn, tíðast úr
bómull.
ívafið liggur þvert á bindigarnið og bindur ásamt því teppið
saman. Oftast notuð júta.
Slitgarnið ræður mestu um litbrigði, slirþol og áferð. Botn-
inn heldur teppniu saman, sér um að það teygist ekki, rifni eða
gisni. Þeim mun þéttara sem slitgarnið er því betra. Þræðirnir
eiga þá hægara með að rétta sig við aftur, þótt þeir leggist þegar
stigið er á þá, en það eykur mikið endingu teppisins, ef þeir
gangast ofan frá en ekki flatir. Þetta er meira atriði en þótt þeir
séu háir, enda hættir þeim þá meira til að leggjast flötum. Bezt
er að brjóta teppið saman á röngunni, þegar þéttleiki slitgarns-
ins er athugaður og sjá niður á milli slitháranna. Teppið á að
vera stíft; og athugið, að það á að vera vegna vefnaðarins, en
ekki vegna límsins, sem kann að vera borið á botninn. Laus-
ofnum teppum og límbornum tufted-teppum hættir líka til að
teygjast meira, þegar gengið er á þeim. Getur það jafnvel vald-
ið því, að slithárin losni. Við límborin teppi þarf einnig þá
varúð, að ekki hellist niður á þau efni, sem gætu leyst upp
límið í botninum. Varast skyldi að nota sterka hreinsivökva,
t.d. benzín.
Verðmismunur teppanna fer í flestum tilfellum eftir gerð
garnsins, fjölda slitgarnsþráða og því, að vefnaður tekur lengri
tíma en tufting, sem verður því ódýrara. En það eru að sjálf-
sögðu efnin, sem teppin eru gerð úr, sem mestu varða um áferð
og styrkleika, um litarendingu og móttæki fyrir óhreinindum.
Á síðari tímum hefur komið fram margt nýrra efna, svonefndra
gerviefna, sem notuð eru við teppaframleiðslu. Oft eru þessi
gerviefni þó blönduð öðrum eldri efnum, til að ná fram heppi-
legri eiginleikum. Prósenttala segir þó ekki, að um jafn háa
hlutfallsaukningu gæða þurfi að vera að ræða. Enn sem komið
er hefur ekkert efni tekið fram alhliða gæðum ullarinnar í
hennar beztu flokkum. íslenzka ullin hefur marga þá kosti til
að bera, að hún skipar ser framarlega í flokk. Verður nú gerð
nánari grein fyrir þeim efnum, sem gólfteppi á íslenzkum mark-
aði eru helzt gerð úr.
ULL
Trefjarnar (hárin) eru seigar og sveigjanlegar og þola vel að
bogna aftur og aftur, án þess að brotna. Þær rétta sig furðu
lengi við aftur, þótt þær bogni; en það hefur mikla þýðingu
fyrir endingu teppisins, að þræðirnir gangist ofan frá, en ekki
frá hlið, eins og gerist á þeim efnum þar sem þeir hafa lagzt
flatir. Auk þess gerir þetta áferð teppisins mun betri. Beztu
teppin eru gerð úr langhærðri og togmikilli ull. Þess vegna er
ekki einhlítt, að um góða framleiðslu sé að ræða, þótt talað sé
um, að teppið sé úr ull. Ullin sjálf er nefnilega misjöfn, og
erlendis tíðkast það, að notaðar séu í teppi uppkembur úr göml-
um ullarflíkum (kraðsull). Það er erfitt að þekkja slík teppi,
en þó eru litirnir í þeim oftast daufari, og teppið virðist „sjúsk-
að". Þá ætti fólk vel að gæta þess að gera glöggan greinarmun
á ullarteppum (blönduðum gerviefnum) og alullarteppum. UII-
arteppi hrinda vel frá sér óhreinindum, þau eru fjaðurmögnuð,
drekka í sig raka, eru hlý og mjúk og efnið yfirleitt endingar-
llver getur talið þræðina í einu teppi?