Hús & Búnaður - 01.07.1967, Síða 7

Hús & Búnaður - 01.07.1967, Síða 7
LEIKVELLIR inní, og þar ætti því að koma betur í ljós en annars staðar til- gangur sá sem þjóðfélagið hefur með uppeldi barna sinna. Gamalt máltæki segir, að „hvað ungur nemur, gamall temur". Spartverjar kenndu sonum sínum skylmingar og herstjórnarlist. Okkar markmið er ekki hernaður af neinu tagi. Ég held að allir séu sammála um, að okkur beri að sameinast um að byggja hér upp menntað, starfrænt þjóðfélag, þar sem tækni og vísindi lúti stjórn einstaklinganna og gefi þeim aukna möguleika til þess að helga sig áhugamálum og sjálfvöldum viðfangsefnum. Við heimsóttum nokkur barnaheimili og tókum meðfylgjandi myndir. Nú er það ekki ætlun þessa rits að valda deilum eða ásaka félög eða einstaklinga. Það mun þó engu að síður benda á margt, sem betur mætti fara, og ekki hirða um hver sekur er eða sýkn. Ef við lítum á þessi heimili, gegnir fyrst furðu okkar, hversu nauðalík hvert öðru þau eru. Það virðast ekki margar hugmyndir hafa komið fram. Dálítill skúr í einu horni, en út frá honum sléttur melur, misjafnlega stór að vísu. Á stöku stað er komið fyrir rólum, rennibrautum og slám til að vega salt. Þetta er eins og smækkuð mynd af eyðimörk, þar sem skinin bein úlfaldalesta standa upp úr auðninni. Á einum eða tveim stöðum er bátkríli grafið niður í sandinn. Æpandi mótsetning við umhverfið í kring. Kannski er það örkin hans Nóa strönduð á fjallinu Ararat. Mér er ómögulegt að skilja tilgang í lífi þess- ara barna, sem reika um sandinn eins og þyrstir ferðalangar og sjá aðeins lífið í hillingum milli rimla í ókleifri girðingu. Og ég held að það hljóti að vera ógerlegt fyrir fóstrurnar, sem vafalaust leggja sig allar fram, að gefa börnunum innsýn í þaö líf, sem við ætíumst þó til að bíði þeirra. Þeir sem nú eru komnir á fullorðinsaldur, léku sér í æsku að legg og skel. Þeir ösluðu í fjörunni, reistu sér bú út um holt og móa. Þeir bökuðu leirkökur á steini eða veltu sér í brak- andi heyi. Þeir voru samofnir því lífi, sem alls staðar hreyfðist í kringum þá. Nýir tímar krefjast nýrra aðstæðna. Fjölmenni borgar skapar ný vandamál. Breyttir atvinnuhættir krefjast nýs uppeldis. En engu að síður verðum við að kenna börnum okkar að gerast virkir þátttakendur í lífi okkar og starfi. Félagslega aðlögun er hægt að kenna í hvaða leik sem er. Rólur og renni- brautir hafa ávallt verið kærkomin leiktæki barna. En inn á leikvellina ætti þó fyrst og fremst að flytja hús okkar og verk- smiðjur, garða okkar og götur, flutningatæki okkar og landslag, atvinnuvegi okkar og lifnaðarhætti. Tíminn flýgur hratt. Eitt kemur annað fer. Vonandi getum við innan skamms lagt bílum okkar á rústir þessara þröngu bakhúsagarða og flutt börnin í heimkynni starfs og leiks. I Kópavogi. Fyrir eldri börnin er ]ietta eins oe vin í eyðimörkinni. í Garðahreupi. Ungar og aðlaðandi barnfóstrur tóku á móti okkur af fornri gestrisni. Þær voru aðeins dálítið vandræðaiesrar að geta nú ekki boðið' upp á kaffi og pönnukökur. Bólstaðarhlíðarleikvöllur. Barnfóstran reyndi að hafa vakandi auga með hverju barni. Krakkarnir sögðu að leikvöllurinn héti ,,IIringbrautarróló“.

x

Hús & Búnaður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.