Hús & Búnaður - 01.07.1967, Síða 12

Hús & Búnaður - 01.07.1967, Síða 12
VEFARINN Gólfteppaframleiðandinn Vefarinn h/f, er elzta fyrirtæki sinnar tegundar á landinu. Með tækniaðstoð frá norsku gólfteppafyrirtæki, hóf það framleiðslu á flos- og lykkjudreglum í september 1952. Framleiðsla þess er að Kljásteini, Mosfellssveit, en skrifstofa og frágangsdeild í Skeifunni 3A í lleykjavík. Framleiðsla þess frá byrjun hefur verið hin vand- aðasta og mjög eftirsótt svo vart hefur verið unnt að anna eftirspurn og afgreiðslutími því stundum nokkuð langur. Ávallt er notuð íslenzk kindaull í slitflöt, en bezta tegund jútu og bómullar í botn. Allt band er þríþætt og er ullarbandið unnið hjá ullarverk- smiðjunum Framtíðin og Gefjun. Vefnaðaraðferðin, sem Vefarinn h/f notar er Briisselafbrigði Wilton- vefnaðar, og munstur er gert með Jacuardaðferð. Gólfteppadreglarnir eru ofnir í 70 cm og 150 cm breiddum, ýmist í flosi, lykkjuflosi eða lykkjuáferð. Slitgarnshæð er ýmist 5 mm, 6 mm, eða 8 mm og þéttleiki er einnig mismunandi. Fyrir nokkru hóf fyrirtækið framleiðslu á 8 mm slitgarnshæð, en nokkru gisnara til að ná fram fleiri litum. Efnismagn er það sama og í 5 mm og verð þvi' sama. Hafa efni í bessum gerðum begar náð mikl- um vinsældum. Meðfylgjandi mynd er af gólfteppi úr þessum nýja flokki, norræna flokknum, og ber heitið NLF - 31. Vefarinn h/f hefur annazt mörg stórverk í gólf- teppaframleiðslu og -lögnum, þ.á.m. hið stærsta hér- lendis, sem var Hótel Saga. Einnig Hótel Borg, veit- ingastaðir, kvikmyndahús og margt fleira.

x

Hús & Búnaður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.