Hús & Búnaður - 01.10.1967, Blaðsíða 10

Hús & Búnaður - 01.10.1967, Blaðsíða 10
SAUMAKLUBBURINN Ritstjóri: KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, handavinnukennari Mjög fallegur púði, saumaður í grátt hörefni, með hörgarni eða áróragerni. (Sjá mynd á forsíðu). Púðinn er að stærð 45x21 sm. til- búinn. Það er fremur lítill púði miðað við þá stærð, sem áður hef- ur tíðkazt mest. Segja má, að litlir púðar fari betur við létt húsgögn en stórir. Púðinn er saumaður í hörefni, sem er að grófleika Í5 þræðir á hvern sentimetra. Kaupið 50 sm. af efni, sem er innan við 90 sm. á breidd, og er það þá í bæði borð púðans. Ef efnið er breiðara en 90 sm. er nóg að kaupa breidd púð- ans 28 sm. Fallegast er að sauma með hörgarni í hörefni, en fremur er erfitt að fá það keypt hér í hannyrðaverzlunum. Einnig má nota áróragarn og sauma með 4—5 þráðum. Litirnir eru: Hvítt, ljósgult, dökkgult (rauðgult), grænt, rautt, lillablátt, ljósblátt dökkblátt. Ekki er nauðsynlegt að binda sig við þessa liti. Velja má annan grunnlit og þá liti sem fara vel við hann. Munstrið er saumað með flat- saumi þráðrétt yfir 8 þræði í efninu. 1 rúða eru tveir þræðir í efninu. Ath.: að annað hvert spor stenzt alltaf á. Hálfu sporin eru saumuð yfir 4 þræði £ efninu. Þræðið með mislitum tvinna í fremra borð púð- ans, svo myndist kross eftir miðju. Byrjið á að sauma blóm í mitt púðaborðið. Nú er auðvelt að telja út hvar byrja á að sauma blómið, finnið miðju þess og miðju púða- borðsins sem er þar sem þræðingin mætist. Teljið út frá miðju og eruð þið þá öruggar með að staðsetja munstrið rétt. Alls eru fimm blóm £ púðamunstrinu. Gangið vel frá öllum endum á röngu. Allir ófrágengnir endar eða illa frágengnir sjást mjög greini- lega þegar búið er að pressa út- sauminn. Pressið púðann á röngu áður en þrætt er saman. Þræðið púðaborðin saman þráðrétt og saumið i vél. Vixlsaumið (sikk-sakk) brúnirnar svo rakni ekki. Skiljið eftir op um 20 sm. við neðri brún púðans. Tvi- mælalaust er fallegast að setja púða upp með fiðurkodda þó nota megi einnig svampflögur (listadún) í stað fiðurs, sem aldrei getur þó orðið það sama. Nauðsynlegt er að hafa koddann 3 sm. stærri á kant en púðann svo hann fylli vel út í öll horn. Sníðið koddann því 3 sm. stærri á kant (saumför ekki reikn- uð með) úr fiðurheldu lérefti. Tví- saumið koddann með smáum vél- sporum, þá er ekki hætta á að fiður smjúgi með saumum. Gangið frá opi á sama hátt eftir að fiður hefur verið sett í koddann. Ef not- aðar eru svampflögur (listadún) verður einnig að láta hann í kodda sem þarf þó ekki að vera úr fiður- heldu lérefti. Varizt að láta of mik- ið af svampi í koddann þar sem hann bólgnar út og púðinn verður eins og útblásinn. Auðvelt er að eyðileggja fallegan og vel saumað- an púða, aðeins með því að vanda ekki nóg til uppsetningar hans. Að lokum jaðrið fyrir op púðans með ósýnilegum sporum. Munstrið er úr bókinni Moderna mönster. JÓLAKORT Jólakort má búa til á ýmsan hátt og hægt er að gera þau falleg og jafnvel listræn án þess að vera góður teiknari. T.d. þessi hugmynd, að búa til Jólasveina úr laufblöðum og punt- stráum er aldeilis bráðsnjöll. Notið venjulegt bréflím og límið á tvöfalt hvítt eða mislitt karton. Þessi engill er búinn til úr málmpappír, hann má einnig hafa sem kertastjaka. Teiknið á málm- pappír nákvæmlega eftir teikninerunni oe klippið út. Brjótið hendurnar fram yfir höfuðið. Vindið kyrtilinn saman svo myndist kramarhús. Krækið vængjunum saman að aftan. Þá má stinga löngu og mjóu kerti gcgnum hendur og rifu, sem klippt hefur verið í kyrtilinn. Einnig má hengja engilinn á jólatré.

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.