Hús & Búnaður - 01.10.1967, Blaðsíða 3

Hús & Búnaður - 01.10.1967, Blaðsíða 3
skolvaskur: 34x29 cm, dýpt 17—18 cm uppþvottavaskur: 34x40 cm, dýpt 15 cm. Æskileg breidd á eldhúsborði eru 60—62 cm. Borð vinstra megin við vask skal vera 60—75 cm langt. Skúffa fyrir hnífapör o. fl. á að vera vinstra megin við vaskinn og sé hún hólfuð niður. Heppileg breidd henn- ar er 60 cm. Eldavélin á að vera hægra megin við vask. Gott er að hún sé nokkru lægri en sjálft eldhúsborðið t.d. 78—80 cm frá eldhúsgólfi að efri brún. Þá þarf einnig að vera næst henni vinstra megin 30—40 cm langt borð klætt eldföstu efni svo hægt sé að leggja frá sér heita potta og pönnur. Æskilegt er að hafa borð beggja vegna við eldavél. Var þetta sýnt vel í síðasta blaði. Vinnuborð milli vasks og eldavélar er hæfilegt að sé um 90—110 cm á lengd. Þetta er mjög mikilisvert því á þessum stað er maturinn hreinsaður og undir- búinn til matreiðslu. Þarna á skurðbretti einnig að vera og e.t.v. annað við kæliskáp. Eldavél skal aldrei setja alveg út í horn, heldur minnst 20—30 cm frá hliðarvegg. Ekki ætti heldur að koma eldavél fyrir undir glugga vegna gufumyndunar og fitu, sem sezt á glerið. Einnig skapar það mikla íkveikjuhættu á gluggatjöldum. Efri skápar: Dýpt efri skápa með lamahurðum skal vera 30 cm. en séu notaðar rennihurðir þarf dýptin að vera 34—36 cm. Fyrir leiráhöld, glös, skálar o. fl., sem notað er meira og minna á hverjum degi þarf ca. 8 lengdarmetra í hillur. Hæð á milli hillna þarf að vera misjöfn og því er kostur að hafa hillur færanlegar. Eðlileg seilingar- hæð húsmóðurinnar er frá eldhúsborði og í um 190 cm hæð. Gott ætti því að vera að hafa efstu hilluna í þeirri hæð frá gólfi og hæð frá gólfi að efri skápum ca. 135—140 cm. Nauðsynlegt er að þeir hlutir sem mest eru notaðir séu í sem eðlilegastri vinnuhæð, þ.e. a.s. efst í eldhúsborðinu og upp í um 190 cm hæð í efri skápum. Að sjálfsögðu er ágætt að nota aðra staði fyrir þá hluti sem sjaldnar eru notaðir en taka þó sitt ákveðna rými. í litlum eldhúsum þar sem fullnýta þarf hvern stað eins og mögulegt er er oft hægt að koma ýmsum hlutum fyrir, t.d. með því að hengja þá upp. Sé þetta snyrtilega og haganlega gert og vel frá öllu geng- ið þarf það engan veginn að vera til óprýði, getur meira að segja gert eldhúsið persónulegra og hlýlegra. Ilúsmáðirin, scm vinnur í eldhúsinu. þarf að hafa erciáan aðgang að öðrum hlutum hússins. hað getur verið þægilegt að láta börnin sem koma óhrcin og vot inn gans:a inn þvottahúsmegin og einnig er hægt að vinna á öðrum hvorum staðnum en hafa þó auga með því sem fram fer í hinum. Eldhús og borðkrókur eru eiginlega sameiginleg heild. Og gott er að geta haft auga með börnunum meðan verið er að vinna í eldhúsinu. Börnin verða líka rórri yfir leikjum sínum, ef þau vita af mömmu á næstu grös- um. Svo koma gestirnir í heimsókn og þeir vilja ekki bíða úti á tröppum meðan húsmóðirin er að ryðja sér leið til dyra gegn um margar dyr og ganga. EtalavéL Voskuh 6of5 krokuk Ajatvöru geyfníia Mattkiésia. A/ýfehcluuöru ge.ytnsia- Mataráhöld. I>essi mynd sýnir einnig hvernig ferðum er háttað milli hinna ýmsu vinnustaða í cldhúsinu. Við sjáum hvernig eldavél, matreiðsluborð og vaskur mynda örasta sambandið sín á milli en einnig matvörugeymsla (t.d. brauð og mjólk) og matreiðsluborð.

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.