Hús & Búnaður - 01.10.1967, Blaðsíða 2

Hús & Búnaður - 01.10.1967, Blaðsíða 2
búnaði komið fyrir á óhentugan hátt. Slíkt eykur vinnu við heimilisstörfin, en áætlað er að húsmóðir vinni ca. 41/2 klst. daglega í eldhúsinu. Aukinn tími við eldhús- störfin skapar leiða og þreytu auk þess sem hann dreg- ur úr afköstum við önnur störf og er oft orsök að ring- ulreið og sóðaskap, sem enn er því miður alltof áber- andi á heimilum okkar. Staðsetning eldhúss: Eldhús snéru oft gegnt norðri eða austri í eldri íbúð- um. Var það gert til þess að forðast sólarhita og til þess að fá svalari loftræstingu í eldhús og búr. Nú er þetta smám saman að breytast með tilkomu kæliskápa og frystitækja. Eldhús er nú oft látið snúa gegnt vestri eða norðvestri. Sjálfsagt er að reyna að haga svo til að heimilisfólkið njóti þess sem bezt á meðan það matast. Skemmtilegt útsýni frá borðkróknum eða líflegir litir geta t.d. stuðlað að því. Óþarft ætti að minnsta kosti að vera að gera eldhúsið að eins konar skammarkrók á heimilinu, sem fyllti mann innilokunarkennd að ganga um. Það er mikilsvert að úr eldhúsi sé greiður aðgang- ur að anddyri, barnaherbergi og baði. Oft getur verið hentugt að hafa einnig bakinngang, þvottahús, búr og sorpgeymslu í þeirri afstöðu gagnvart eldhúsi, að spor- in verði sem fæst þar á milli. Stærð eldhússins getur verið nokkuð breytileg en bezt er að rata þar meðal- hófið svo þau verði ekki of lítil og ekki óþægilega stór. 11—12 nr ætti að vera nokkuð heppileg stærð fyrir eldhús og borðkrók. Eldhúsinnréttingin: Æskilegast væri að geta sniðið hverja eldhúsinn- réttingu eftir óskum og þörfum húsmóðurinnar, sem við hana vinnur. Þetta er þó sjaldnast hægt. Þess vegna hefur verið reynt að miða við hinar algengustu aðstæð- ur og hæðir, sem flestum hentaði (húsmóðir ca. 164 cm há). Sé borðhæðin jöfn mun 85—87 cm borðhæð vera einna þægilegust við flesta vinnu, en öllu betra er að vaskur sé í um 90 cm hæð og þá 85 cm hæð á vinnuborði. Hæð á útdraganlegri plötu þar sem setið Teikningin sýnir darlegar hreyfingrar húsmóðurinnar í eldhúsinu. Strikin eru breiðari eftir því sem ferðirnar fram o* aftur eru fleiri. Skýrinsrar: 1. Vegffskápur undir mataráhöld og fflös. 2. Veffffskápur undir föt oc skál- ar. 3. Veffffskápur undir nýlenduvörur off krydd. 4. Vaskur off uppþvotta- borð. 5. Vinnuborð (matarfferðarborð). 6. Eldavél off frálaffsborð. 7. Áhaldaskápur. 8. Matborð. 9. ísskápur ásamt efri off neðri skáp. er við vinnu er hæfileg 60—65 cm frá gólfi og á hæðin helzt að vera færanleg. Vinnan við uppþvott á ávallt að fara fram frá hægri til vinstri. Naumast er talið að ann- að komi til greina en að hafa vaskinn tveggja hólfa skolvask og uppþvottavask. Skolvaskurinn á að vera hægra megin og er hæfileg stærð á vaskaskálum: FotranLmgt \/)V»nuborð SmádAt Hmforogft þoylorí^tL. Hifjarn ofl okko ’Pönnur ÍC*u|fcrjiti Pottar Po ttae

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.