Hús & Búnaður - 01.10.1967, Blaðsíða 9
að setja handfang á vegginn fyrir ofan baðkerið svo að
fólkið geti haldið sér þar í, þegar það fer í bað.
Á flestum heimilum safnast smátt og smátt saman
meðalaafgangar, sem hættulegt geturverið að börn nái
til. Þau ætti ávallt að geyma í læstum skáp.
Barnavagninn er ekki eins öruggur staður og flestir
halda. Verður þessu væntanlega gerð betri skil hér í
blaðinu síðar. Þó skal tekið fram að skilja aldrei svo
við barnavagninn, að hann sé ekki örugglega í bremsu.
Annars gæti hann runnið af stað.
Einhver mesta slysahættan stafar þó af heitum áhöld-
um, pottum og pönnum, sem eru í notkun. Börn hafa
ríka tilhneigingu til þess að grípa í það sem þau sjá til
þess að vita hvað verið er að búa til. Gætið þess ávallt,
að slíkir hlutir sitji örugglega t.d. á eldavélinni og að
sköft og höldur snúi ekki fram á gólfið heldur upp að
veggnum. Yfirleitt þarf að gæta vel að börnum meðan
þau eru í eldhúsinu og bezt að láta þau hafa þar sem
stytzta viðdvöl meðan þau eru ung og varast ekki hætt-
urnar. Fyrir fullorðna er einnig varasamt að nota eld-
húsáhöld með lausum sköftum og höldum. Þau gætu
losnað af eða snúizt í höndum manns, þegar verst
gegndi. Sama er að segja um hamra og smíðaáhöld.
Ekkert hús er svo vel úr garði gert, að ekki sé þar
nokkur hætta af eldi. Hinsvegar má margt gera til að
minnka þá hættu. Olíur og önnur eldfim efni ætti að
varast að geyma þar sem hætta stafar af. Sum hreinsi-
efni, t.d. benzín gufa upp og geta myndað eldfimt gas.
Kerti og lausan eld má ekki hafa þar nærri sem kviknað
getur í út frá þeim. Oft hefur kviknað í gluggatjöldum út
frá kerti, sem sett var út í glugga. Óþarft ætti að vera
að minna fólk á að reykja ekki í rúminu. Að sofna út frá
lifandi sígarettu eða neista, sem fallið hefur niður, er
lífshættulegt. Þá ætti fólk að athuga, að mörg ný efni,
sem farið er að nota mikið á heimilum, eru mun eld-
fimari en þau sem áður tíðkuðust. Mætti t.d. nefna sum
gerviefni í gólfteppum og í leikföngum barna. Sjálfsagt
er að vekja athygli þeirra, sem því geta við komið, að
setja brunavara í hús sín. Þeir eru til af ýmsum gerðum
og veita ákaflega mikið öryggi. Við skulum minnast
þess, að góðar varnir gegn hættum er bezta tryggingin.
LAUSAR SKRÚFUR
Ef þið þurfið að festa skrúfu en erfitt er að komast
að staðnum til þess að halda við hana á meðan þið skrúf-
ið þá farið þannig að: Þið klippið mjóan og dá-
lítið langan bréfrenning. Síðan brjótið þið hann saman
í miðjunni og gerið þar gat í gegn og stigið skrúfunni í.
Þá er auðvelt að halda skrúfunni með bréfrenningnum
upp að skrúfjárninu um leið og þið skrúfið.
»\\\\\\\\\\v\\v\\
WWW W\ W W W W W W WVW WW WVW WVWvVVVVVVVVVVW
SKÁKKLÚBBURINN
Ritstjóri: ÓLAFUR BJÖRNSSON
Hvítt: Rosetto.
Svart: Taimanov.
DROTTNINGARPEÐS-LEIKUR
1. d4 Rf6
2. Rc3 d5
3. Bg5 RbdT
4. Rf3 ----
(Hvítur teflir eins og um venju-
legt drottningarbragð væri að ræða,
en fyrst hann lék 2. Rc3 var nú
meira í samræmi viö uppbygging-
una að leika 4. f3).
4. — h6
5. Bf4 aö
6. e3 eö
7. Be2 Be7
8. 0—0 c5
9. h3 0—0
10. a4 b6
11. Dbl? 0 —
(Hvítur stei'nir að því að leika b4
en sú áætlun reynist algerlega mis-
heppnuð, bezt var að leika 11. Dd2
ásamt Hadl).
11. Bb7
12. Hdl Hc8
13. Ra2? Re4!
14. c3 -----
(Hvítur er þegar kominn í erfið-
leik, 14. b4? strandar á 14. — cxb4,
15. Rxb4, Rc3).
14. ------------ Bh4!
15. Hfl -----
(Þvingað, eftir 15. g3, Be7 og
svartur hótar — g5 og eftir 15.
Rxh4, Dxh4 16. Hfl, Rd2 tapar
hvítur skiptamun).
16. Ddl -----
(Betra var að reyna b4 upp á
líf og dauða).
16. ------------- De7
17. Rcl e5!
(Hrifsar nú endanlega til sín
frumkvæðið).
18. dxe5 Rxe5
19. Rxe5 Bxe5
20. Bxe5 Dxe5
21. Rd3 Df6
22. Bg4 HvdK
23. F/3 a5
24. Hel He8
25. Dc2 Rff5
26. Bff4 —
(Ef 26. Be2 þá kemur Dg6 hót-
andi bæði Rxh3t og c4!).
26. ---- D ff6
27. Ddl d4!
Lokasóknin er hafin, svartur ríf-
ur upp stöðuna og opnar sér línur).
28. cxd4 cxd4
29. exd4 Hxel
30. Rxel hö!
(Opnar allar leiðir að hinni ó-
tryggu kóngsstöðu hvíts).
31. Bxh5 Rxh3f
32. Kh2 -----
(Til greina kom einnig 32. Kfll
en við því á svartur hið sterka svar
32. — Df5, hvítur má nú ekki leika
33. Bf3 vegna Ba6 og eftir 33. gxh3,
Dxh3 og síðan 34. — Dxh5 og hvíta
staðan hrynur í nokkrum leikjum).
32. ---- Df6!
(Kjarni leikfléttunnar, ef nú 33.
gxh3 þá Dxf2 og mátar og ef 33.
Kxh3 þá Hxd4 hótandi drottning-
unni og máti á h4).
33. BÍ3 Rxf2
34. De2 Rc4!
35. Bxe4 Dh4t
36. Kffl Bxe4
37. Hdl Hd6
38. Df2 Dh5
39. Hcl Hh6
40. Dg3 Dhlt
41. Kf2 Hf6t
42. Ke2 Dh5t
43. Rf3 Hg6
44. Df2 Dg4t
45. Hc3 Dxg2
46. Hc8t Kh7
47. Re5 -----
(Eftir drottningakaupin fellur
einnig peðið á b2).
47. ---- Bd3t!
(Mjög óvænt. Hvítur verður að
þiggja, ef 47. Kel þá Dhlt og ef 47.
Ke3t þá De4 ásamt Hg2).
48. Rxd3 Dg4t
49. Ke3 Dxc8
50. Dxf7 I)h3
51. Kd2 Dh2
Og hvítur gafst upp því hann
tapar einnig riddaranum t.d.: 52.
Rf2 þá Hf6 eða 52. Kc3, Hc6t 53.
Kb3, Dc2t o. s. frv.).
Þótt hvítur hafi teflt byrjunina
illa á Taimanov hæsta hrós skilið
fyrir taflmennsku sína.
Sovétskákmaðurinn Mark
Taimanov er íslenzkum skák-
unnendum að góðu kunnur.
Hann kom hingað 1956 og
tefldi á minningarmóti Guð-
jóns M. Sigurðssonar og varð
þá í 2. sæti á eftir Friðriki
Ólafssyni.
wvvvu V\ V V VVVW V W V V V V V VVV V VV V V\ V V\ VW VVV VVVVV WWW/VWWWWWWW V