Hús & Búnaður - 01.10.1967, Blaðsíða 11

Hús & Búnaður - 01.10.1967, Blaðsíða 11
Staösetning sjónvarps Hér er sýnd smáhugmynd af því, hvernig hægt er að snúa sjónvarpi milli tveggja herbergja. T. d. milli stofu og skála, eða stofu og hjónaherbergis o.s.frv. Ef um léttan vegg (trévegg) er að ræða á milli herbergjanna, er sagað op í vegginn í hæfilegri stærð (einnig má saga op í vikurvegg). Síðan er smíðuð föst hilla við neðri brún opsins. Að lokum er smíðaður „vinkill" (hilla með baki), sem sjónvarpið stendur á og snýst með. Boruð er hola í miðpunkt föstu hillunnar og vinkilsins að neðan, ca. 2,5 cm í þvermál og grópaðar hringraufar með ca. 12 cm radius. Raufin í föstu hilluna örlítið dýpri og skipt með nagla eða kubb í 4 jafnstór hólf. Ein kúla sett í hver hólf, alveg við naglann eða kubbinn. Þvermál hverrar kúlu þarf að vera dýpt beggja raufanna -f- Vl cm. Járnteini, sem er V2 cm lengri en dýpt beggja boruðu holanna, stungið í. Þá er aðeins eftir að setja „stopp" á föstu hill- una, þannig að „vinkillinn" geti aðeins snúizt 180° (hálfan hring). Annars snýst snúran úr sjónvarpinu sundur með tím- anum. Til kaupenda Kaupendur eru beðnir að athuga hvort þá vanti einhver blöð inn í það, sem komið er af árgangnum og láta afgreiðsluna viðta. Nú er aðeins mjög lítið eftir af fyrstu blöðunum. Umboðsmenn eru beðnir að endursenda það sem þeir kynnu að eiga eftir af þrem fyrstu blöð- unum. Og ef þið flytjið, þá munið eftir að TILKYNNA AÐSETURS- SKIPTI. Utrefandi: Hús & Búnaður. Blaðið kcmur út mánaðarlera. Ábyrrðarmaður: Rarnar Árústsson. sími 52550. Híbýlafræðinrur: Snorri Ilauksson. sími 12329. Innanhússfræði: Arla Marta Martcinsdóttir. Tæknifræðinrur: Stefán Guðjohnsen. sími 82142. Áskriftarverð: Kr. 300.00 á ári. Áskriftarsímar: 20433 or 52550. — Pósthólf: 1311. Setninr: Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Prentun: PRENTUN h.f.

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.