Nútíminn - 01.12.1960, Síða 4

Nútíminn - 01.12.1960, Síða 4
4 NÚTÍMINN r 1 NÚTÍMINN Verðandi og Einingin ÚTGEFANDI: STÓRSTÚKA ÍSLANDS 75 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ára GUNNAR DAL Skrifstofur: Njálsgötu 87 og Fríkirkjuvegi 11 Sími: 17594 , : u Á þessu ári eiga tvær elztu stúkur Góðtemplarareglunnar hér sunnanlands 75 ára starfs- fyrsta tilraunin, sem gerð var til að króa Bakkus af á sviði löggjafar, en áfram var haldið Skrúfið fyrir kranann I Þegar Góðtemplarareglan hóf baráttu sína á Islandi um 1880, má segja að þetta land hafi enn verið dönsk nýlenda og öll verzlun í höndum Dana. Það eina sem herraþjóðin lét nýlend- una aldrei vanta var brennivín. Danir skildu að á þennan hátt yrðu Islendingar aumastir og auðveldast að kúga þá til hlýðni. Vínið fékkst í öllum verzlunum og fátækt, eymd og drykkju- skapur einkenndi íslendinga öðru fremur. Beztu menn þjóðarinnar sáu að Islendingar yrðu aldrei sjálf- stæð þjóð, nema þeir hefðu sig upp úr ómenningu drykkju- skaparins. Þeir sáu að baráttan gegn honum var og er snar þáttur í frelsisbaráttu þjóðarinnar, því jafn fámennt ríki þarf sannarlega á allri orku sinni og öllum vitsmunum sínum óskert- um að halda. Jón Sigurðsson þreyttist t. d. aldrei á að brýna fyrir mönnum að efnahagslegt sjálfstæði og atorka væri grund- vallar skilyrði þjóðfrelsis og sjálfstæðis og að drykkjuskapur væri einhver versti þröskuldur þess. Og Skúli Thoroddsen, sá sem harðast barðist síðar fyrir sjálfstæði landsins var einnig fremstur í flokki. bindindismanna og stóð að bannlögum 1909 ásamt Birni Jónssyni ráðherra og fleirum. Þannig var' sjálfstæði landsins hugsjón og tilfinningamál þeirra sem börðust gégn áfengisbölinu. Fyrsta afrek bindindismanna var að fá æ fleiri kaupmenn til að hætta að selja vín, og snúa almenningsálitinu þannig að ekki þótti lengur sæmd að því að drekka í verzlunum eða á götum úti. Drykkjuskapur fór hraðminnkandi uppúr aldamót- unum og barátta bindindismanna náði loks marki sínu og Islendingar urðu fyrsta þjóð í heimi til að koma á algjöru að- flutningsbanni á áfenga drykki. Á næsta áratugi eftir aðflutningsbannið kom í ljós sú bless- un seni af banninu leiddi. Hundruð manna fengu vit. sitt og lífsorku aftur. Heimili sem fátækt og eymd höfðu lagt í rúst, voru reist við á ný. Hitt skipti þó enn meira máli að hin unga kynslóð sigldi heilu skipi framhjá blindskeri drykkjubölsins og varð hin dugmesta kynslóð sem þetta land hefur alið. Þjóðin fylltist nýjum krafti, endurheimti frelsi sitt og sjálf- stæði úr höndum Dana og hóf mesta framfara- og menningar- tímabil í sögu vorri. Það er sagt með réttu að lokasigur í frelsisbaráttu þjóðar verði aldrei unnin. Baráttan hlýtur að halda áfram, menn yerða að halda vöku sinni því að hættan er alltaf á næsta leiti. Þannig er einnig um baráttuna gegn drykkjubölinu. Þrátt fyrir hinn einstæða sigur bindindismanna, steðjuðu von bráðar að nýjar hættúr innan lands og þó einkum erlendis frá. HiS alþjóðlega samband erlendra vínframleiðenda fékk því fljótlega til leiðar komið að Spánverjar neituðu að kaupa salt- fisk af Islendingum nema leyfður yrði innflutningur léttra vína til fslands. Þannig voru íslendingar kúgaðir af erlendum aðila til að fara að drekka aftur. En þrátt fyrir þetta varð þó drykkjuskapur ekki meir en sem svarar hálfum lítra á mann, sem er lítið miðað við drykkju- skap þjóða, þar sem vínið flýtur hömlulaust. En þetta var aðeins fyrsta sporið. Eftir að hin léttu vín höfðu plægt akurinn í nokkur ár á íslandi, sendu hinir erlendu vmframleiðendur hingað til lands danskan erindreka. Honum tókst á skömmum tíma að stofna hér félag andbanninga, sem heimtuðu innflutning sterkra drykkja. Ymsum þjóðfrægum íslendingum var beitt fyrir plóginn og þeir sannfærðu marga um að slíkur innflutningur mundi skapa drykkjumenningu og draga stórum úr vínneyzlu í landinu. Eins og allir vita heppnaðist för hins danska érindreka og íslendingar fengu aftur sterka drykki. Síðan hefur vínneyzlan margfaldast. . afmæli. Það eru stúkurnar Verðandi og Einingin, sem báð- ar eru stofnaðar á árinu 1885 hér í Reykjavík, er Verðandi eldri í árinu. Fjöldi þjóðkunnra manna og kvenna hafa komið við sög'u þessara stúkna á liðnum ára- tugum og innt þar af hendi margvísleg störf í þágu bind- indismálanna og félagsmála yfirleitt. Það er og sannast sagna, að það var fyrst með stofnun Góðtemplarareglunn- ar, sem raunverulegur grund- völlur var lagður að félags- málastarfsemi í landinu, áður en Reglan kom til sögunnar voru menn almennt fákunn- andi bæði um fundarstjórn og aðra þætti félagsstarfsemi á landi hér. Það var Björn Pálsson ljós- myndari og síðar fyrsti stór- templar Reglunnar, sem stofn- aði Verðandi, en þeir Guðlaug- úr Guðmundsson sýslumaður og Jón Ólafsson ritstjóri og al- þingismaður, sem áttu megin- þáttinn í stofnun' Einingarinn- 'ar. Áhrif þessara tveggja stúkna, sem lutu forystu harðskeyttra baráttumanna, komu brátt í ljós m. a. á löggjafarsviðinu, en bindindisbaráttan var fljót- lega færð inn á.það svið. Meðal annars var staupasalan og brennivínssníkjur og búðar- hangs sem því fylgdi og var þá eitt hvimleiðasta fyrirbrigð- ið á „áfengismenningu" þeirra tíma, afnumið fyrir tilstilli þessara stúkna. Þetta var jafnt og þétt, undir forystu Stórstúku Islands, eftir að hún var stofnuð, árið 1886, þar til algjörðu banni var komið á, svo sem kunnugt er. I tilefni afmælisins efndu báðar stúkurnar til hátíða- funda, sem voru fjölsóttir. Þar var saga þeirra rakin í stórum dráttum og getið þess helzta, sem á starfsdaga þeirra hefur drifið, á langri ævi. Á miðvikudagskvöldið var, var svo sameiginlegt hóf í GT- húsinu, hinu gamla höfuðvígi Reglunnar í Reykjavík, sem Einingin hóf byggingu á að- eins ársgömul. Var afmælishóf þetta einnig' injög vel sótt. Fyr- ár minni stúknanna mæltu, Þorsteinn J. Sigurðsson af hálfu Verðarida, óg Freyfnóð- ur Jóhanrisson af hálfu Ein- ingarinnar, en þeir eru nú báð- ir aðalforystumenn, hvor í sinni stúku. Auk þeirra töluðu liðsoddar Reglunnar í Reykja- vík og Hafnarfirði, sem þarna voru boðsgestir, auk ýmsra annarra. Einar Hannesson, félagi Ein- ingarinnar og einn af hennar áhugasömu ungu mönnum, stýrði hófinu, sem allt var með hinum mesta myndarbrag. Auk ræðnanna söng Árni Jónsson óperusöngvari nokkur lög við frábærar undirtektir, og Þor- varður Örnólfsson stjórnaoi skemmtilegri spurningakeppni milli stúknanna, síðan var danzað góða stund. Þeir menn, sem þykjast vilja bindindi, en umhverfast, þegar minnzt eri á að hindra neyzlu og sölu áfengis, minna mig alltaf á vissa tiíraun, sem algengt er að sögn að gera á geðveikra- hælum í Vesturheimi. Þegar sjúklingurinn hefur dvalizt á stofnuninni nokkurn tíma og læknar telja von til, að hann hafi fengið nokkuð af viti sínu aftur, er farið með hann í herbergi þar sem vatns- krani er fyrir. Læknirinn opnar fyrir kranann og sjúkingnum er skipað að leggjast á gólfið og þurrka upp vatnið. Ef sjúkl- inguririn hlýðir, og reynir að þurrka upp vatnið meðan það rennur úr krananum, þykir sýnt, að sjúklingurinn hafi ekki fengið vitið að nýju. í áfengislögum þeim sem nú gilda segir svo í fyrstu grein: „Tilgangur laga þessara er sá að vinna g'egn misnotkun áfengis í landinu og útrýma því böli sem því er samfara“. Þetta eru fögur orð en hinu háa alþingi gleymist að skrúfa fyrir kranann, en hefur í þess stað tilburði til að þui’rka upp af gólfinu! Hvert mannsbarn getur skilið að hér skiptir kraninn mestu máli Hver tilslökun er sama og að skrúi'a snúning frá kran- ánum og auka áfengisbölið. Allar hömlur jafngilda hinsvegar, að skrúfað sé fyrir og áfengisflóðið minnkað að sama skapi. — Þétta mætti hið háa alþingi hafa í huga, þegar bjórfrum- varp forheimskunai'aflanna verður næst borió fram. Hvað sagði yfirlæknirinn? Nýlega var haldið hátíðlegt 50 ára afmæli Vífilsstaðahælis. Við, það tækifæri var saman komið margmenni á Vífilsstöð- um, þ. á m. ýms stórmenni, ráð- herrar, læknar og ýmsir emb- ættismenn. Margar ræður voru fluttar og allir lofuðu ræðu- menn, svo sem vert var, þann sigur, sem unnizt hefur í bar- áttunni gegn hvítadauðanum og' var birt ágrip af sumum þessum ræðum í blöðum og útvarpi. Margt var þarna fal- lega sagt, en hví hefur verið þagað um þau orð, sem e. t. v. áttu allra mest erindi til þjóð- arinnar í dag, af öllum þeim orðum, er þarna féllu? Það voru orð yfirlæknisins sjálfs, Helga Ingvarssonar. Kann mælti eitthvað á þessa leið: Sigur hefur verið unninn á einurn mesta og stórhöggvasta bölvaldi íslenzku þjóðarinnar, berklaveikinni. En nú er ann- ar bölvaldur risinn upp, er ógnar heilbrigði og velferð þjóðarinnar, og svo geigvæn- legur er hami, að spurning er hvort hann er ekki nú þegar orðinn störhöggvari en berkla- veikin var í almætti sínum. Þessi nýi bölvaldur er drykkju- skapurinn. Hví sameinast þjóð- in nú ekki til baráttu gegn þessum nýja ógnvaldi? Og hví greiða fyrirmenn þjóðarinnar honum götu með því að dýrka hann leynt og ljóst og hafa slíkan ósóma fyrir alþýðu manna? Eitthvað á þessa leið mælti yfirlæknirinn. Hví var þess ekki getið í blöðum og útvarpi? Eru kannski orð þessa gagn- merka læknis markleysa ein? Það er ekki útvarpi og blöð- um að þakka, áð í sairifelldri útvarpsdagskrá S. í. B. S. fyrir skemmstu gafst lækninum kostur á að hreyfa aðeins þess- um hugleiðingum sínum. En sama þögnin ríkif enn um orð læknisins.' Hvað veldur? B. STERKUR BJOR fásinna að halda að Islendingar mundu ekki drekka sterka drykki ásamt bjórnum. Bjór- inn er þvert á móti íkveikja, sem leiða mundi til meiri neyzlu sterkra drykkja en áð- ur. Þá mundi sala á sterkum bjór verða til að skapa inn- ent áfengisauðmagn sem stuðla mundi að auknum ófarnaði þjóðarinnar á þessu sviði. Ein verstu áhrif bjórsins eru þau í öðrum löndum, að stórir hópar manna, ekki sízt verkamenn, neyta hans daglega og verða hópum saman að áfengissjúkl- ingum. Okkar fámenna þjóð heíur ekki efni á slíkum mann- fórnum, . - .

x

Nútíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nútíminn
https://timarit.is/publication/1072

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.